Gæsahúð hvað eftir annað Jónas Sen skrifar 4. mars 2014 10:00 Þóra Einarsdóttir og Elmar Þór Gilbertsson "Söngur hans var svo magnaður að ég fékk gæsahúð hvað eftir annað,“ segir Jónas Sen. Mynd/Gísli Egill Hrafnsson Ópera: Ragnheiður Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson leikstjóri: Stefán Baldursson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Danshöfundur: Ingibjörg Björnsdóttir Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir, Elmar Þór Gilbertsson og Viðar Gunnarsson Frumsýnt í Hörpu 1. mars Ég hitti mann á bílastæðinu í Hörpu eftir óperuna hans Gunnars Þórðarsonar sem sagði mér að þetta væri eiginlega í fyrsta sinn sem hann táraðist í óperu. Þetta væri „alvöru óperusýning“ eins og hann orðaði það. Það er hægt að taka undir þetta. Óperan hans Gunnars, sem er líka eftir textahöfundinn Friðrik Erlingsson, er rómantísk eins og gömlu óperurnar. Samt dettur Gunnar hvergi í klisjurnar. Tónlistin, þótt hún sé þægilega lagræn er aldrei fyrirsjáanleg. Hún minnir örlítið á Puccini, en samt er eitthvað hrífandi íslenskt við hana, eins óljóst og það nú hljómar. Óperan heitir Ragnheiður eftir einni frægustu kvenpersónu Íslandssögunnar, dóttur Brynjólfs biskups í Skálholti á sautjándu öld. Brynjólfur hafði ætlað henni að giftast ættgöfugum manni, en hún varð ástfangin af kennara í Skálholti og átti með honum barn. Það endaði illa, hún var opinberlega niðurlægð af föður sínum, neydd til að sverja eið um skírlífi. Barnið var tekið af henni og hún dó úr sorg, auk þess sem barnið varð ekki langlíft heldur. Brynjólfur stóð þá uppi einn og yfirgefinn, fullur af iðrun og beiskju. Ég sá óperuna í konsertuppfærslu í sjálfri Skálholtskirkju í sumar, sem sagt á sama stað og atburðirnir gerðust. Það út af fyrir sig var alveg einstakt. Ekki er hægt að ætlast til að verða fyrir sömu áhrifum nú í Hörpu. Skálholt er heilagur staður og andrúmsloftinu þar er ekki hægt að pakka inn og flytja þangað sem maður óskar sér. Hins vegar var annað sem var betra núna. Þar ber helst að nefna frammistöðu tenórsins Elmars Gilbertssonar, en hann söng ekki í sumar. Hann var í hlutverki Daða Halldórssonar, barnsföður Ragnheiðar. Söngur hans var svo magnaður að ég fékk gæsahúð hvað eftir annað. Röddin var þétt og fókuseruð, afar sterk, söngstíllinn áreynslulaus en músíkalskur. Það var hreinn unaður að hlýða á hann syngja. Nú vil ég ekki nota orðið efnilegur um fullmótaðan listamann, en það þarf eitthvað mikið að kom fyrir ef Elmar á ekki eftir að verða áberandi í tónlistarlífinu, bæði hér og erlendis, þegar fram líða stundir. Aðrir söngvarar stóðu sig með sóma. Þóra Einarsdóttir var yndisleg sem Ragnheiður, Viðar Gunnarsson sannfærandi í hlutverki Brynjólfs, Bergþór Pálsson átti stórleik í litlu en mikilvægu hlutverki; sömu sögu er að segja um Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Kórinn var flottur, leikstjórn Stefáns Baldurssonar var blátt áfram og eðlileg, og danshreyfingar sem Ingibjörg Björnsdóttir sá um voru skemmtilegar. Hljómsveitin var líka frábær undir öruggri stjórn Petri Sakari. Lýsing Páls Ragnarssonar var áhrifarík og sviðsmynd Grétars Reynissonar var smekkleg og sniðug. Ragnheiður eftir Gunnar og Friðrik er mögnuð ópera sem skilar sér fullkomlega í sviðsetningunni í Hörpu. Ég segi bara bravissimó!Niðurstaða: Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu. Hugrún Halldórsdóttir og félagar úr Íslandi í dag voru viðstödd frumsýninguna á laugardaginn. Ítarlega umfjöllun um verkið, stemmninguna í Hörpu og framhaldið má finna hér. Gagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ópera: Ragnheiður Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson leikstjóri: Stefán Baldursson Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Grétar Reynisson Búningar: Þórunn S. Þorgrímsdóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Danshöfundur: Ingibjörg Björnsdóttir Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir, Elmar Þór Gilbertsson og Viðar Gunnarsson Frumsýnt í Hörpu 1. mars Ég hitti mann á bílastæðinu í Hörpu eftir óperuna hans Gunnars Þórðarsonar sem sagði mér að þetta væri eiginlega í fyrsta sinn sem hann táraðist í óperu. Þetta væri „alvöru óperusýning“ eins og hann orðaði það. Það er hægt að taka undir þetta. Óperan hans Gunnars, sem er líka eftir textahöfundinn Friðrik Erlingsson, er rómantísk eins og gömlu óperurnar. Samt dettur Gunnar hvergi í klisjurnar. Tónlistin, þótt hún sé þægilega lagræn er aldrei fyrirsjáanleg. Hún minnir örlítið á Puccini, en samt er eitthvað hrífandi íslenskt við hana, eins óljóst og það nú hljómar. Óperan heitir Ragnheiður eftir einni frægustu kvenpersónu Íslandssögunnar, dóttur Brynjólfs biskups í Skálholti á sautjándu öld. Brynjólfur hafði ætlað henni að giftast ættgöfugum manni, en hún varð ástfangin af kennara í Skálholti og átti með honum barn. Það endaði illa, hún var opinberlega niðurlægð af föður sínum, neydd til að sverja eið um skírlífi. Barnið var tekið af henni og hún dó úr sorg, auk þess sem barnið varð ekki langlíft heldur. Brynjólfur stóð þá uppi einn og yfirgefinn, fullur af iðrun og beiskju. Ég sá óperuna í konsertuppfærslu í sjálfri Skálholtskirkju í sumar, sem sagt á sama stað og atburðirnir gerðust. Það út af fyrir sig var alveg einstakt. Ekki er hægt að ætlast til að verða fyrir sömu áhrifum nú í Hörpu. Skálholt er heilagur staður og andrúmsloftinu þar er ekki hægt að pakka inn og flytja þangað sem maður óskar sér. Hins vegar var annað sem var betra núna. Þar ber helst að nefna frammistöðu tenórsins Elmars Gilbertssonar, en hann söng ekki í sumar. Hann var í hlutverki Daða Halldórssonar, barnsföður Ragnheiðar. Söngur hans var svo magnaður að ég fékk gæsahúð hvað eftir annað. Röddin var þétt og fókuseruð, afar sterk, söngstíllinn áreynslulaus en músíkalskur. Það var hreinn unaður að hlýða á hann syngja. Nú vil ég ekki nota orðið efnilegur um fullmótaðan listamann, en það þarf eitthvað mikið að kom fyrir ef Elmar á ekki eftir að verða áberandi í tónlistarlífinu, bæði hér og erlendis, þegar fram líða stundir. Aðrir söngvarar stóðu sig með sóma. Þóra Einarsdóttir var yndisleg sem Ragnheiður, Viðar Gunnarsson sannfærandi í hlutverki Brynjólfs, Bergþór Pálsson átti stórleik í litlu en mikilvægu hlutverki; sömu sögu er að segja um Elsu Waage, Jóhann Smára Sævarsson og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Kórinn var flottur, leikstjórn Stefáns Baldurssonar var blátt áfram og eðlileg, og danshreyfingar sem Ingibjörg Björnsdóttir sá um voru skemmtilegar. Hljómsveitin var líka frábær undir öruggri stjórn Petri Sakari. Lýsing Páls Ragnarssonar var áhrifarík og sviðsmynd Grétars Reynissonar var smekkleg og sniðug. Ragnheiður eftir Gunnar og Friðrik er mögnuð ópera sem skilar sér fullkomlega í sviðsetningunni í Hörpu. Ég segi bara bravissimó!Niðurstaða: Framúrskarandi sviðsetning stórfenglegrar óperu. Hugrún Halldórsdóttir og félagar úr Íslandi í dag voru viðstödd frumsýninguna á laugardaginn. Ítarlega umfjöllun um verkið, stemmninguna í Hörpu og framhaldið má finna hér.
Gagnrýni Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira