Formaður KKÍ: Þetta er ekki eðlileg staða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2014 07:00 Hannes S. Jónsson sinnir tveimur aðalstörfunum hjá KKÍ. Vísir/Stefán „Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
„Í rauninni er þetta ekki eðlileg staða. Auðvitað er stjórnin samt alltaf yfirmaðurinn. Það var samt ákveðið að þetta yrði svona fram á haustið,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður og nú framkvæmdastjóri KKÍ, aðspurður hvort það sé eðlilegt að hann sé bæði formaður og framkvæmdastjóri körfuknattleikssambandsins. Hann sé því í raun yfirmaður sjálfs sín. KKÍ þurfti að segja Friðriki Inga Rúnarssyni upp sem framkvæmdastjóra á dögunum í hagræðingarskyni. Hannes hefur nú tekið við skyldum Friðriks en þrír menn eru í fullu starfi hjá sambandinu. „Ég hef alltaf verið á því að þetta sé engin kjörstaða. Það að sami maður sé formaður og framkvæmdastjóri. Svona á þetta ekki að vera í fullkomnum heimi en svona ákvað stjórnin að leysa þetta tímabundið.“ Formaður KKÍ er kosinn til tveggja ára og næst verður kosið um formann á næsta ári. Hannes hefur verið á fullum launum hjá sambandinu í þrjú ár. Þegar hann bauð sig fram til áframhaldandi setu í fyrra var ekki tekið sérstaklega fram að um launað starf væri að ræða. Hannes segir þó að flestum hefði átt að vera kunnugt um að svo væri. „Þetta var rætt á fjárhagsnefndarfundi á þinginu sjálfu þar sem voru margir þingfulltrúar. Það var enginn feluleikur í kringum það þá og hefur aldrei verið,“ segir Hannes en hann segir það heldur ekki vera neitt leyndarmál innan hreyfingarinnar hvað hann sé með í laun. Hann fær 405 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. „Menn verða aldrei ríkir af körfubolta. Ég er ekki í þessu starfi út af laununum. Mér hefur boðist vinna þar sem mér hafa verið boðin umtalsvert hærri laun. Ég hef hafnað þeim tilboðum því mér finnst ég vera að gera hreyfingunni gagn og hef enn talsvert fram að færa fyrir íþróttina,“ segir formaðurinn. „Ég er ekki í þessu fyrir peningana. Starfið er skemmtilegt, krefjandi og ég er líka í þessu af hugsjón.“ Eins og áður segir verður staðan hjá sambandinu aftur skoðuð í haust og þá líklega í október. „Þá kemur í ljós hvort við getum aftur ráðið framkvæmdastjóra eða gert eitthvað annað. Árið lítur vel út og við munum á næstunni kynna nýja styrktaraðila. Sambandið skilaði tveggja milljóna króna hagnaði í fyrra en við skuldum enn 20 milljónir. Það er alvarlegi hlutinn og ástæðan fyrir því að við neyddumst til þess að fara í aðgerðir á dögunum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira