Einræði, ofríki og ofbeldi Pútíns Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2014 07:00 Hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu vekur upp óþægilegar minningar frá síðustu öld; um valdapólitíkina, þjóðrembuna og yfirganginn sem orsökuðu tvær heimsstyrjaldir með tilheyrandi hörmungum og mörg minni stríð. Tal rússneskra ráðamanna um að þeir séu bara að vernda hagsmuni Rússa á Krímskaga er endurómur af röksemdum Hitlers fyrir innlimun Súdetahéraðanna og Austurríkis í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Hafi saga tuttugustu aldar kennt okkur eitthvað, er það að til eru aðrar leiðir til að vernda réttindi þjóðernisminnihluta en tilfærsla landamæra með hernaðaraðgerðum. Það tók reyndar langan tíma að læra það. Ef togstreita er á milli þjóðernishópa á Krímskaga er óskandi að hægt sé að finna á henni lausnir svipaðar þeim sem fundust á Norður-Írlandi eða í Bosníu, bara án blóðsúthellinganna sem á undan gengu. Það hlýtur núna að vera verkefni Vesturlanda, sem hafa brugðizt hart við yfirgangi Rússa, að leita leiða til að leysa málið með friðsamlegum hætti. Vandinn er að rússnesk stjórnvöld sjá málið alls ekki í þessu ljósi, þótt yfirskinið sé að standa vörð um réttindi þjóðernisminnihluta. Það hefur komið æ skýrar í ljós í valdatíð Vladímírs Pútíns að hann sýtir mjög missi heimsveldis Rússa þegar Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin liðuðust í sundur. Hann og fylgismenn hans hafa átt bágt með að þola að fyrrverandi fylgiríki og Sovétlýðveldi, til dæmis Tékkland, Pólland og Eystrasaltsríkin, fylli nú hóp vestrænna lýðræðisríkja, hafi gengið í Evrópusambandið og NATO og njóti hagsældar sem rússneskur almenningur gerir ekki. Stjórn Pútíns hefur alls ekki kunnað að meta tilburði Úkraínu til að fara sömu leið. Úkraína sótti um aðild að NATO, en dró umsóknina til baka, undir miklum þrýstingi frá Rússum, eftir að Janúkovítsj var kjörinn forseti fyrir fjórum árum. Úkraína hugðist sömuleiðis gera samstarfssamning við Evrópusambandið, en hætti við hann vegna þrýstings og gylliboða frá Rússum. Það var upphafið að mótmælunum, sem framkölluðu að lokum stjórnarskipti í landinu. Nágrannaríki Rússlands geta alls ekki búið við þá ógn, að í hvert sinn sem hagsmunum rússnesks minnihluta er í hættu stefnt, að mati ráðamanna í Moskvu, sé hótað hernaðaríhlutun. Þess vegna verður umheimurinn að gera Pútín ljóst að hann muni ekki komast upp með þetta; að afleiðingarnar verði alvarlegar fyrir Rússa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði rétt í því að kalla rússneska sendiherrann í Reykjavík á sinn fund og koma á framfæri mótmælum við framferði Rússa í Úkraínu. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir utanríkisráðherra og aðra þá sem móta – eða telja sig móta – utanríkisstefnu Íslands hvort Rússland, sem ber æ fleiri einkenni einræðisríkis og beitir nágrannanna ofríki og ofbeldi, sé heppilegur bandamaður til að nudda sér utan í, til dæmis í norðurslóðamálum eða viðskiptum. Á því hlýtur að leika djúpstæður vafi eftir atburði síðustu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu vekur upp óþægilegar minningar frá síðustu öld; um valdapólitíkina, þjóðrembuna og yfirganginn sem orsökuðu tvær heimsstyrjaldir með tilheyrandi hörmungum og mörg minni stríð. Tal rússneskra ráðamanna um að þeir séu bara að vernda hagsmuni Rússa á Krímskaga er endurómur af röksemdum Hitlers fyrir innlimun Súdetahéraðanna og Austurríkis í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Hafi saga tuttugustu aldar kennt okkur eitthvað, er það að til eru aðrar leiðir til að vernda réttindi þjóðernisminnihluta en tilfærsla landamæra með hernaðaraðgerðum. Það tók reyndar langan tíma að læra það. Ef togstreita er á milli þjóðernishópa á Krímskaga er óskandi að hægt sé að finna á henni lausnir svipaðar þeim sem fundust á Norður-Írlandi eða í Bosníu, bara án blóðsúthellinganna sem á undan gengu. Það hlýtur núna að vera verkefni Vesturlanda, sem hafa brugðizt hart við yfirgangi Rússa, að leita leiða til að leysa málið með friðsamlegum hætti. Vandinn er að rússnesk stjórnvöld sjá málið alls ekki í þessu ljósi, þótt yfirskinið sé að standa vörð um réttindi þjóðernisminnihluta. Það hefur komið æ skýrar í ljós í valdatíð Vladímírs Pútíns að hann sýtir mjög missi heimsveldis Rússa þegar Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin liðuðust í sundur. Hann og fylgismenn hans hafa átt bágt með að þola að fyrrverandi fylgiríki og Sovétlýðveldi, til dæmis Tékkland, Pólland og Eystrasaltsríkin, fylli nú hóp vestrænna lýðræðisríkja, hafi gengið í Evrópusambandið og NATO og njóti hagsældar sem rússneskur almenningur gerir ekki. Stjórn Pútíns hefur alls ekki kunnað að meta tilburði Úkraínu til að fara sömu leið. Úkraína sótti um aðild að NATO, en dró umsóknina til baka, undir miklum þrýstingi frá Rússum, eftir að Janúkovítsj var kjörinn forseti fyrir fjórum árum. Úkraína hugðist sömuleiðis gera samstarfssamning við Evrópusambandið, en hætti við hann vegna þrýstings og gylliboða frá Rússum. Það var upphafið að mótmælunum, sem framkölluðu að lokum stjórnarskipti í landinu. Nágrannaríki Rússlands geta alls ekki búið við þá ógn, að í hvert sinn sem hagsmunum rússnesks minnihluta er í hættu stefnt, að mati ráðamanna í Moskvu, sé hótað hernaðaríhlutun. Þess vegna verður umheimurinn að gera Pútín ljóst að hann muni ekki komast upp með þetta; að afleiðingarnar verði alvarlegar fyrir Rússa. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra gerði rétt í því að kalla rússneska sendiherrann í Reykjavík á sinn fund og koma á framfæri mótmælum við framferði Rússa í Úkraínu. Það hlýtur hins vegar að vera umhugsunarefni fyrir utanríkisráðherra og aðra þá sem móta – eða telja sig móta – utanríkisstefnu Íslands hvort Rússland, sem ber æ fleiri einkenni einræðisríkis og beitir nágrannanna ofríki og ofbeldi, sé heppilegur bandamaður til að nudda sér utan í, til dæmis í norðurslóðamálum eða viðskiptum. Á því hlýtur að leika djúpstæður vafi eftir atburði síðustu daga.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun