Lífið

Íbúar fá afslátt á tónleika Justins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu segir íbúanna þá einu sem fá afslátt á tónleikana.
Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu segir íbúanna þá einu sem fá afslátt á tónleikana. fréttablaðið/arnþór
„Þetta er eina fólkið í heiminum sem fær afslátt á tónleikana,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu. Íbúum í grennd við Kórinn þar sem tónleikar Justins Timberlake fara fram þann 24. ágúst næstkomandi hefur borist bréf sem í segir að þeir fái 20 prósenta afslátt af miðum á tónleika Justins.

„Afslátturinn er fyrir þá sem búa næst Kórnum og verða óhjákvæmilega fyrir truflun á tónleikadag,“ bætir Ísleifur við. Þeir sem fá afsláttinn geta notað hann í dag frá klukkan 10.00 til 17.00 og er hann fyrir allt að fjórum miðum í stæði, á hvert heimili.

Justin Timberlakevísir/getty
Afslátturinn var samþykktur af fólki Justins. „Þetta er gert með samþykki erlendu aðilana og þetta er eina fólkið sem fær afslátt. Það eru engir boðsmiðar eða þess háttar í umferð.“

Það fólk sem sér um samgöngu- og umferðarmálin í tengslum við tónleikana fór yfir kort og reiknuðu þar út hvaða íbúar verða fyrir óhjákvæmilegri truflun á tónleikadag.

Í gær seldust miðar í forsölu fyrir aðdáendaklúbb Justins upp á um tuttugu mínútum. Í dag klukkan 10.00 hefst önnur forsala á vegum Vodafone og Wow Air og stendur hún til klukkan 17.00 eða þar til miðar hafa klárast. Almenn miðasala hefst á Miði.is á morgun klukkan 10.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×