Íslenski boltinn

Vellirnir að koma misvel undan vetri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er enn nokkur klaki á Fylkisvellinum.
Það er enn nokkur klaki á Fylkisvellinum. vísir/pjetur
Nú eru innan við tveir mánuðir í að flauta eigi til leiks í Pepsi-deildinni með pomp og prakt. Fyrstu leikir eiga að fara fram 4. maí.

Fréttablaðið hefur í vikunni tekið púlsinn á vallarstjórum og forráðamönnum félaganna í efstu deild karla og spurt út í ástandið á völlunum. Er óhætt að segja að það sé misgott. Stjarnan er eðlilega ekki í þessari úttekt þar sem liðið spilar á gervigrasi og það hefur ekki orðið fyrir neinum skemmdum.

Á meðan það snjóaði varla í Eyjum hafa önnur lið í deildinni þurft að glíma við mikinn klaka á grasinu síðustu mánuði. Sú glíma hefur verið erfið.

Vellirnir út á landi eru að koma best undan vetrinum en bæði á Akureyri og í Keflavík eru vellirnir í flottu standi.

Kópavogsvöllur virðist vera einn verst farinn en þar hefur mikið dautt gras komið í ljós. Kalskemmdir eru á fleiri völlum og skemmdirnar munu koma í ljós á næstu vikum.

Allir eru sammála um að ef vellirnir eiga að vera í lagi í maí þá þarf apríl að vera mjög mildur og góð úrkoma myndi heldur ekki skemma fyrir.

„Ég hef stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ef veðrið verður okkur ekki hliðhollt í apríl þá verður aldrei spilað í deildinni þann 4. maí,“ sagði einn viðmælenda Fréttablaðsins.

Ef Veðurguðinn skiptir ekki í lið vallarstjóra í næsta mánuði er hætt við því að eitthvað þurfi að endurskoða fyrirkomulagið í upphafi deildarinnar.

Hér að neðan má sjá nýjar myndir af völlunum og ummli frá félögunum um vellina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×