Heilluðu Google upp úr skónum Gunnar Leó Pálsson skrifar 10. mars 2014 10:30 Hér eru piltarnir á bak við Blendin í höfuðstöðvum Google. Þeir náðu að gera starfsmenn Google spennta fyrir Blendin-appinu. mynd/einkasafn „Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Fundurinn gekk ótrúlega vel og fólk var mjög spennt. Þetta endaði með því að við fórum í hádegismat með konu einni og aðstoðarmanni hennar og út frá því kynnti hún okkur fyrir manneskju innan Google. Sú manneskja var í sama teymi og hannaði Google Maps,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Ásamt Davíð Erni standa þeir Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Vísir og Daníel Björn Sigurbjörnsson á bak við Blendin. Þeir félagar fluttu fyrir skömmu til San Francisco til að taka hugmyndina um Blendin-appið á næsta stig og kynntu appið á fjárfestingarráðstefnunni Seed Forum sem haldin var í San Francisco. Þeir voru eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk að kynna hugmyndir sínar og starfsemi. „Það er frábært að fá tækifæri til þess að kynna hugmyndina á svona fundi en það er líka rándýrt. Það kostar um 2.500 evrur að halda sjö mínútna kynningu þarna. Við fengum hins vegar að gera þetta á góðum kjörum því við höfðum áður kynnt fyrirtækið á Seed Forum í London.“ Þeir fóru í höfuðstöðvar Google eftir fundinn og hittu þar konu sem var í teymi sem hannaði meðal annars Google Maps. „Þetta er alveg ótrúlegur vinnustaður,“ bætir Davíð Örn við. Hugmyndin að Blendin kviknaði í samkvæmi í Danmörku sumarið 2012. „Þá kom Egill Ásbjarnarson, meðstofnandi Blendin, upp að mér með vandamál. Hann var orðinn þreyttur á því að þurfa að hringja í alla vini sína til þess að fá upplýsingar um hvort sá eða sú væri að fara að skemmta sér. Frá og með þessu kvöldi var ákveðið að slá á þetta og koma með lausn á þessu vandamáli,“ segir Davíð Örn spurður út í upphafið. App þeirra félaga er allt útspekúlerað og hafa þeir unnið að smíði appsins í rúmt ár. „Eftir að við komum hingað út þá höfum hugsað Blendin upp á nýtt og einfaldað það talsvert. Við tókum marga fídusa út því þetta er svo nýtt og ákváðum að byrja frekar einfalt og bæta svo við. Reynslumikið fólk í geiranum ráðlagði okkur að byrja með einfalda útgáfu af appinu,“ segir Davíð Örn. Þeir stefna á að stækka appið smátt og smátt. „Við getum vonandi eftir eitt til tvö ár selt fyrirtækið til stærra fyrirtækis eins og Google eða Facebook en ætlum þó að byrja á að byggja upp aðdáendahóp.“ Stefnt er að því að gefa út einfalda útgáfu af Blendin í lok mars eða byrjun apríl og mun appið aldrei kosta neitt. Nánar um appið á Blendin.is og á fésabókarsíðu þeirra félaga.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira