Ásgeir Trausti í sjokki yfir dauðaslysi Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:00 Ásgeir Trausti var hálftíma frá því að lenda í slysinu í Austin. Mynd/Jónatan Grétarsson „Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu. Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Eftir að við kláruðum tónleikana okkar, var okkur boðið á staðinn þar sem slysið átti sér stað en við afþökkuðum það boð því við vorum svo þreyttir. Hálftíma síðar fréttum við af þessu skelfilega slysi,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, sem er staddur í Bandaríkjunum þar sem hann kemur fram á South By Southwest-hátíðinni í Austin, Texas. Hann kom fram á tónleikastað sem er skammt frá þeim stað þar sem hræðilegt slys átti sér stað og kostaði tvær manneskjur lífið.Spilað í sólinni í TexasMynd/Einkasafn„Við rétt sluppum í raun og þarna var greinilega mikið af fólki. Við erum í sjokki yfir þessu,“ bætir Ásgeir Trausti við. Fyrir skömmu gerði hann samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. „Við erum að hitta Columbia-fólkið í fyrsta skiptið núna og þetta lítur allt saman mjög vel út,“ segir Ásgeir Trausti um samninginn. Það var einmitt starfsmaður Columbia Records sem bauð þeim félögum á staðinn þar sem slysið varð.Ásgeir Trausti í sólinni í TexasMynd/EinkasafnTónleikar Ásgeirs Trausta á hátíðinni gengu mjög vel að hans sögn. „Þetta gekk mjög vel, það var mikið af fólki og við vorum að spila á góðum tíma. Þetta gekk vonum framar.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Ásgeiri og félögum voru þeir að gera sig klára til þess að fara á tónleika með kántrígoðsögninni Willie Nelson. „Við erum að fara á tónleika með Willie Nelson á búgarðinum hans. Hann er goðsögn og það verður gaman að sjá hann,“ segir Ásgeir Trausti.Ásgeir Trausti var á leið á tónleika með Willie Nelson þegar Fréttablaðið náði í hannVísir/GettyÞeir félagar koma fram á tvennum tónleikum í viðbót á hátíðinni og halda svo til Los Angeles. Þá tekur við tónleikaferðalag um Evrópu. „Við komum svo heim um miðjan apríl. Við ætlum að taka smá afslöppun þegar við komum heim,“ segir Ásgeir en hann var einnig á tónleikaferðalagi um Asíu í febrúarmánuði. „Já, Það er mikill munur á milli landa, það voru allt öðrvísi áhorfendur í Asíu til dæmis heldur en í Bandaríkjunum. Það var áhugavert að spila í Asíu, það var grafarþögn þar,“ segir Ásgeir Trausti um sitt mikla ferðalag á þessu ári, og bætir við að þetta hafi verið hans fyrsta tónleikaferð í Asíu.
Tengdar fréttir Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45 "Hann er svo sætur" People Magazine er hrifið af Ásgeiri Trausta 13. mars 2014 11:00 Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Ók inn í mannþröng á tónlistarhátíð í Texas Að minnsta kosti tveir létust í morgun á tónlistarhátíðinni South by Southwest í Austin í Texas, sem í gegnum árin hefur verið vinsæl á meðal íslenskra tónlistarmanna. 13. mars 2014 08:45
Vel fylgst með Ásgeiri Trausta Time segir tónlistarmanninn einn af 17 til að fylgjast með á SXSW. 11. mars 2014 18:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp