Ég er sætabrauðsdrengur! Jónas Sen skrifar 17. mars 2014 11:00 Sætabrauðsdrengir. "Söngurinn var til fyrirmyndar, kraftmikill og karlmannlegur, sterkur og snarpur.“ Tónlist: Sætabrauðsdrengirnir Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson Lög að mestu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Tónskáldið lék með á píanó. Föstudagur 14. mars í Salnum í Kópavogi. Píanóleikarinn á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna á föstudagskvöldið var Jóhann G. Jóhannsson sem var um árabil tónlistarstjóri Þjóðleikhússins. Hann er e.t.v. þekktastur fyrir söngleikinn Skilaboðaskjóðuna. Eins og kunnugt er samdi Þorvaldur heitinn Þorsteinsson þessa sívinsælu barnabók. Á henni byggist söngleikurinn. En bíðið við, Sætabrauðsdrengir? Það fyrsta sem manni dettur í hug er eitthvað ógeðfellt og væmið. En svo var ekki. Léttleiki og húmor var miklu meira áberandi. Tónlistin var eftir píanóleikarann, eða þá að hún var útsett af honum. Þarna var leikhústónlist, þ.á m. tvö lög úr Skilaboðaskjóðunni. Svo var gnægð laga við texta eftir Þórarin Eldjárn. En engar væmnar óperuaríur! Laglínurnar voru þó kannski ekki með þeim mest grípandi sem hafa heyrst. Ég mundi ég ekki einn einasta lagstúf þegar ég gekk út af tónleikunum. Hugsanlega var ástæðan m.a. sú hversu útsetningarnar voru knúsaðar. Söngvararnir fjórir, Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson voru alltaf syngjandi af fullum styrk, eða svo gott sem. Það var sífellt eitthvað að gerast, og líka í píanóröddinni. Útkoman var dálítið ofhlaðin. Það hefði vel mátt slaka stundum á. Styrkleiki tónlistar Jóhanns var hinsvegar hversu snjöll hún var. Þótt laglínurnar væru ekki eitthvað sem maður færi sjálfkrafa að humma með, kom hljómagangur, framvinda, rytmi og áferð stöðugt á óvart. Ef einhverjar klisjur komu fyrir, vann tónskáldið þannig úr þeim að þær urðu að íróníu sem smellpassaði við hæðinn kveðskap Þórarins. Söngurinn var til fyrirmyndar, kraftmikill og karlmannlegur, sterkur og snarpur. Auk þess var hann prýðilega samstillur. Og Jóhann spilaði á píanóið af kostgæfni. En maður saknaði stundum einfaldleikans. Ég hef ekki hugmynd um af hverju söngvararnir kölluðu sig Sætabrauðsdrengina. En mér dettur í hug ævintýrið um gömlu hjónin sem þráðu barn og gripu til þess örþrifaráðs að baka sætabrauðsdreng. Það hafði illar afleiðingar. Drengurinn spratt lifandi af ofnplötunni og hljóp út æpandi: „Ég er sætabrauðsdrengur, þið getið ekki náð mér!“ Svo hvarf hann út í buskann, rígmontinn, með sífelldar yfirlýsingar um hvað hann væri fljótur að hlaupa, því hann væri sætabrauðsdrengur. Allt þar til refur gabbaði hann og gleypti. Sætabrauðsdrengirnir á tónleikunum höfðu jafnmikið sjálfstraust og drengurinn í ævintýrinu. Sem var kostur, því þrátt fyrir veikleika tónlistarinnar var útkoman oftar en ekki drepfyndin. Alls konar brandarar hittu ávallt í mark, tónleikagestir veltust um af hlátri. Til að fá svoleiðis viðtökur dugir engin minnimáttarkennd. Í það heila var þetta skemmtilegt kvöld.Niðurstaða: Óvæmnir sætabrauðsdrengir slógu í gegn með snjallri tónlist. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist: Sætabrauðsdrengirnir Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson Lög að mestu eftir Jóhann G. Jóhannsson. Tónskáldið lék með á píanó. Föstudagur 14. mars í Salnum í Kópavogi. Píanóleikarinn á tónleikum Sætabrauðsdrengjanna á föstudagskvöldið var Jóhann G. Jóhannsson sem var um árabil tónlistarstjóri Þjóðleikhússins. Hann er e.t.v. þekktastur fyrir söngleikinn Skilaboðaskjóðuna. Eins og kunnugt er samdi Þorvaldur heitinn Þorsteinsson þessa sívinsælu barnabók. Á henni byggist söngleikurinn. En bíðið við, Sætabrauðsdrengir? Það fyrsta sem manni dettur í hug er eitthvað ógeðfellt og væmið. En svo var ekki. Léttleiki og húmor var miklu meira áberandi. Tónlistin var eftir píanóleikarann, eða þá að hún var útsett af honum. Þarna var leikhústónlist, þ.á m. tvö lög úr Skilaboðaskjóðunni. Svo var gnægð laga við texta eftir Þórarin Eldjárn. En engar væmnar óperuaríur! Laglínurnar voru þó kannski ekki með þeim mest grípandi sem hafa heyrst. Ég mundi ég ekki einn einasta lagstúf þegar ég gekk út af tónleikunum. Hugsanlega var ástæðan m.a. sú hversu útsetningarnar voru knúsaðar. Söngvararnir fjórir, Viðar Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson voru alltaf syngjandi af fullum styrk, eða svo gott sem. Það var sífellt eitthvað að gerast, og líka í píanóröddinni. Útkoman var dálítið ofhlaðin. Það hefði vel mátt slaka stundum á. Styrkleiki tónlistar Jóhanns var hinsvegar hversu snjöll hún var. Þótt laglínurnar væru ekki eitthvað sem maður færi sjálfkrafa að humma með, kom hljómagangur, framvinda, rytmi og áferð stöðugt á óvart. Ef einhverjar klisjur komu fyrir, vann tónskáldið þannig úr þeim að þær urðu að íróníu sem smellpassaði við hæðinn kveðskap Þórarins. Söngurinn var til fyrirmyndar, kraftmikill og karlmannlegur, sterkur og snarpur. Auk þess var hann prýðilega samstillur. Og Jóhann spilaði á píanóið af kostgæfni. En maður saknaði stundum einfaldleikans. Ég hef ekki hugmynd um af hverju söngvararnir kölluðu sig Sætabrauðsdrengina. En mér dettur í hug ævintýrið um gömlu hjónin sem þráðu barn og gripu til þess örþrifaráðs að baka sætabrauðsdreng. Það hafði illar afleiðingar. Drengurinn spratt lifandi af ofnplötunni og hljóp út æpandi: „Ég er sætabrauðsdrengur, þið getið ekki náð mér!“ Svo hvarf hann út í buskann, rígmontinn, með sífelldar yfirlýsingar um hvað hann væri fljótur að hlaupa, því hann væri sætabrauðsdrengur. Allt þar til refur gabbaði hann og gleypti. Sætabrauðsdrengirnir á tónleikunum höfðu jafnmikið sjálfstraust og drengurinn í ævintýrinu. Sem var kostur, því þrátt fyrir veikleika tónlistarinnar var útkoman oftar en ekki drepfyndin. Alls konar brandarar hittu ávallt í mark, tónleikagestir veltust um af hlátri. Til að fá svoleiðis viðtökur dugir engin minnimáttarkennd. Í það heila var þetta skemmtilegt kvöld.Niðurstaða: Óvæmnir sætabrauðsdrengir slógu í gegn með snjallri tónlist.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira