Með milljón á mánuði Sara McMahon skrifar 18. mars 2014 00:00 Framhaldsskólakennarar hófu í gær verkfall þar sem ekki hafði náðst að semja um kjör þeirra. Báðir foreldrar mínir eru kennarar og hafa starfað sem slíkir í yfir þrjá áratugi. Á þeim tíma hafa þeir farið nokkrum sinnum í verkfall. Kennarar eru háskólagengið fólk. Laun kennara (á öllum stigum menntakerfisins) hafa oft verið til umræðu og eru flestir sammála um að þau séu skammarlega lág. Laun íslenskra framhaldsskólakennara eru það lág að þau eru nokkuð undir OECD-meðaltalinu sem er 4.917.050 milljónir í árslaun. Samkvæmt tölum OECD eru kennarar í Lúxemborg þeir launahæstu með 12.373.900 milljónir í árslaun. Það gerir um milljón á mánuði! Kröfur framhaldsskólakennara hljóma upp á sautján prósenta launahækkun, eða öllu heldur launaleiðréttingu, því einhverra hluta vegna hafa laun kennara ekki fylgt launum annarra sambærilegra háskólamenntaðra stétta er starfa hjá ríkinu. Viðræðurnar, sem staðið hafa frá því í desember, eru erfiðar enda ber mikið á milli þeirra er „deila“. Að auki hefur menntamálaráðherra tekist að blanda styttingu framhaldsskólanáms inn í kjarabaráttu kennarastéttarinnar. Það liggur þó enn ekki fyrir hvernig eða hvenær sú stytting ætti að eiga sér stað. Í hvert sinn sem kennarar beita verkfallsrétti sínum má heyra raddir sem telja að með þessu séu kennarar að skapa sér enn eitt fríið á kostnað nemenda. Þvílík firra. Dragist verkfall á langinn verða kennarar fyrir miklu tekjutapi því þeir fá einungis greiddar um 6.000 krónur á dag úr verkfallssjóði á meðan á verkfallinu stendur. Sex þúsund krónur fyrir skatt. Verkfalli fylgir því ekki aðeins mikil röskun á vinnu kennara og nemenda heldur einnig tekjutap og fjárhagsáhyggjur. Sem betur fer komast flestar aðrar starfsstéttir hjá því að þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða þegar samið er um kjör þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall Sara McMahon Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun
Framhaldsskólakennarar hófu í gær verkfall þar sem ekki hafði náðst að semja um kjör þeirra. Báðir foreldrar mínir eru kennarar og hafa starfað sem slíkir í yfir þrjá áratugi. Á þeim tíma hafa þeir farið nokkrum sinnum í verkfall. Kennarar eru háskólagengið fólk. Laun kennara (á öllum stigum menntakerfisins) hafa oft verið til umræðu og eru flestir sammála um að þau séu skammarlega lág. Laun íslenskra framhaldsskólakennara eru það lág að þau eru nokkuð undir OECD-meðaltalinu sem er 4.917.050 milljónir í árslaun. Samkvæmt tölum OECD eru kennarar í Lúxemborg þeir launahæstu með 12.373.900 milljónir í árslaun. Það gerir um milljón á mánuði! Kröfur framhaldsskólakennara hljóma upp á sautján prósenta launahækkun, eða öllu heldur launaleiðréttingu, því einhverra hluta vegna hafa laun kennara ekki fylgt launum annarra sambærilegra háskólamenntaðra stétta er starfa hjá ríkinu. Viðræðurnar, sem staðið hafa frá því í desember, eru erfiðar enda ber mikið á milli þeirra er „deila“. Að auki hefur menntamálaráðherra tekist að blanda styttingu framhaldsskólanáms inn í kjarabaráttu kennarastéttarinnar. Það liggur þó enn ekki fyrir hvernig eða hvenær sú stytting ætti að eiga sér stað. Í hvert sinn sem kennarar beita verkfallsrétti sínum má heyra raddir sem telja að með þessu séu kennarar að skapa sér enn eitt fríið á kostnað nemenda. Þvílík firra. Dragist verkfall á langinn verða kennarar fyrir miklu tekjutapi því þeir fá einungis greiddar um 6.000 krónur á dag úr verkfallssjóði á meðan á verkfallinu stendur. Sex þúsund krónur fyrir skatt. Verkfalli fylgir því ekki aðeins mikil röskun á vinnu kennara og nemenda heldur einnig tekjutap og fjárhagsáhyggjur. Sem betur fer komast flestar aðrar starfsstéttir hjá því að þurfa að grípa til slíkra örþrifaráða þegar samið er um kjör þeirra.