Þrennuveturinn mikli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2014 06:00 Emil Barja, Pavel Ermolinskij og Matthías Orri Sigurðarson. Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð. Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
Fréttablaðið hefur eins og aðrir fjölmiðlar verið duglegt að segja frá þrennuafrekum íslenskra körfuboltamanna enda hefur verið full ástæða til. Þetta hefur verið algjört mettímabil og það sem gleður enn fleiri er að það eru íslensku strákarnir sem leiða þessa miklu sókn í þreföldum tvennum. Metið féll ekki bara því það kolféll og eftir lokaumferðina á sunnudagskvöldið varð það loks ljóst að gamla metið hafði verið slegið um heilar tíu þrennur. Gamla metið var sjö þrennur á einu tímabili eða jafnmargar og Pavel Ermonlinskij náði einn og sér í þessum 22 umferðum Dominos-deildarinnar í vetur. Það setur þessar sautján þrennur í enn frekara samhengi að það voru jafnmargar þrennur á þessu tímabili eins og fjögur undanfarin tímabil til samans.Þrennuvaktin á karfan.is Hvort sem það var Hörður Tulinius sem kveikti í strákunum með þrennuvaktinni á karfan.is eða eitthvað annað þá var mikið líf í baráttunni um þrennukóng Dominos-deildarinnar á leiktíðinni. Endasprettur Pavels Ermonlinskij sýndi þó ungu strákunum Matthíasi Orra Sigurðarsyni og Emil Barja að þeir eiga enn þá aðeins í land með að eiga eitthvað í „Herra þrennu“ í íslenskum körfubolta. Það var samt skemmtilegast við þessa baráttu að þarna voru þrír íslenskir leikstjórnendur að sýna fjölhæfni sína og nýttu sér aukið mikilvægi íslensku leikmannanna nú þegar aðeins einn Bandaríkjamaður var leyfður í deildinni.Fyrsta þrennan 25 ára Þrefaldar tvennur þekktust ekki fyrstu tíu tímabilin í úrvalsdeild karla og sú fyrsta datt ekki inn fyrr en fyrir rúmum 25 árum. Hinn 20. október 1988 er því merkilegur dagur í sögu úrvalsdeildar karla. Þá varð Keflvíkingurinn Magnús Ívar Guðfinnsson fyrstur til að ná þrennu í leik. Magnús var þá með 17 stig, 10 fráköst og 10 stolna bolta í sigri í Keflavík. Keflvíkingar áttu báðar þrennurnar þetta tímabil, því fyrstu hefðbundnu þrennunni í úrvalsdeild karla náði Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason í leik á móti KR 17. nóvember 1988 þegar hann var með 18 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.Milton Bell, sem lék með Skagamönnum tímabilið 1995-96, varð fyrsti leikmaðurinn til að ná tveimur þrennum á sama tímabili en því náði hann með tíu daga millibili í nóvember 1995. Pavel Ermonlinskij var hins vegar fyrsti Íslendingurinn til að ná því þegar hann spilaði seinni hluta 2009-2010 tímabilsins með KR-liðinu. Pavel Ermonlinskij var með fimm þrennur síðasta tímabil sitt í úrvalsdeildinni (2010-11) og sló því sitt eigið met með því að ná sjö slíkum. Bæði Emil Barja (3. sæti með 4) og Matthías Orri Sigurðarson (4. til 8. sæti með 3) komust inn á topp fjögur á listanum með frammistöðu sinni í vetur.Emil komst líka í sögubækurnar Fram undan er úrslitakeppnin þar sem Pavel og Emil gætu bætt við „þrennuafrek“ sín en tímabilið hjá Matthíasi er hins vegar á enda. Bæði Pavel og Emil náðu þrennum á móti mótherjum sínum í átta liða úrslitunum, þar á meðal Pavel í báðum leikjum KR við Snæfell. Emil náði hins vegar þrennu í seinni leiknum á móti Njarðvík og í leiknum á eftir setti hann sinn stimpil í sögubókina með því að vera fyrstur í sögunni til að ná þrennu á móti báðum Reykjanesbæjarliðunum á sömu leiktíð.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira