Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. mars 2014 12:30 Ef vel gengur gætu Harrison, Carrie og Mark orðið Íslandsvinir í lok apríl. Vísir/Getty Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað. Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér. Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla. Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira