Hávaxni fatahönnuðurinn sem sigraði rokkarahjartað Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. mars 2014 11:00 Mick Jagger og L'Wren Scott á rauða dreglinum en þau voru einkar glæsilegt par. Mick Jagger var staddur á tónleikaferðalagi í Ástralíu þegar honum bárust fréttirnar af andláti unnustu sinnar. Vísir/Gettyimages L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
L’Wren Scott fannst látin á heimili sínu í New York á mánudaginn. Hún var unnusta rokkarans Micks Jagger, farsæl fyrirsæta og fatahönnuður. Scott er talin hafa svipt sig lífi á heimili sínu aðeins 49 ára gömul. Jagger var staddur á tónleikaferðlagi í Ástralíu þegar hún lést en því hefur nú verið frestað. Scott hóf feril sinn ung sem fyrirsæta en hún var mjög hávaxin, um 191 cm á hæð. Hún vann fyrir þekkt nöfn á borð við Herb Ritz og Karl Lagerfeld. Eftir að þeim ferli lauk fór hún út í búningahönnun og sá meðal annars um búninga í myndum á borð við Eyes Wide Shut og Ocean‘s Eleven. Scott gerði einnig garðinn frægan sem stílisti stjarnanna og er talin vera sú sem sá til þess að leikkonan Nicole Kidman hlaut lof fyrir klæðaburð á rauða dreglinum. Árið 2006 kom fyrsta fatalína Scott út og setti hún strax sitt mark á tískuheiminn. Stíll hennar þótti fágaður og tókst henni að fanga og undirstrika kvenlegar línur vel í hönnun sinni. Margar stjörnur voru aðdáendur fatnaðar Scott svo sem Amy Adams, Sandra Bullock, Michelle Obama, Jennifer Lopez og Madonna. Síðasta sýning Scott var í London í fyrra en fyrirtæki hennar var í einhverjum fjárhagsörðugleikum sem getur hugsanlega útskýrt vanlíðan hennar. Sýningu hennar á tískuvikunni í London í febrúar var frestað. Einnig hafa slúðurmiðlar vestanhafs velt því upp að Jagger hafi sagt Scott upp á dögunum en talsmaður söngvarans vísar þeim sögusögnum alfarið á bug. Þau voru búin að vera par síðan árið 2001. Tískuheimurinn syrgir Scott en andlátið þykir minna á fatahönnuðinn Alexander McQueen sem svipti sig lífi árið 2010.Í dómarasætinu Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í raunveruleikaþætti Heidi Klum, Project Runway. Hér má sjá L´Wren Scott er hún tók þátt sem dómari í vinsæla raunveruleikaþætti fyrirsætunnar Heidi Klum, Project Runway. L‘wren Scott er talin hafa fangað línur kvenlíkamans vel í hönnun sinni og hefur fatamerki hennar notið vinsælda.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira