Þurfum að berjast fyrir réttlæti Snærós Sindradóttir skrifar 22. mars 2014 14:30 Arnór Dan Arnarson, Vísir/Valli Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. Hann segir að biðin eftir því að fá niðurstöðu í mál hans hafi verið mun erfiðari en hann átti von á. Hann hvetur fórnarlömb til að kæra ofbeldi þrátt fyrir að kerfið sem taki á móti þeim virðist ekki í stakk búið til að takast á við vandann. Arnór tekur á móti mér á heimili sínu miðbænum. Hann er nýfluttur í íbúðina og afsakar IKEA-umbúðirnar sem bíða eftir að komast í Sorpu. Arnór hefur búið á Seltjarnarnesi með kærustunni sinni síðastliðin tvö ár og það er stórt skref fyrir hann að vera kominn nálægt Laugaveginum aftur. Arnór varð fyrir alvarlegri líkamsárás að nóttu föstudagsins langa árið 2012, á horni Laugavegs og Smiðjustígs. „Systur mínar tvær voru í heimsókn frá Danmörku og við ákváðum að taka gott djamm. Við vorum á Faktorý og klukkan hálf fimm var svo kominn tími til að fara heim. Það varð einhver misskilningur á milli okkar systkina svo við fórum að rífast, þú veist, bara eins og systkini gera.“ Systkinin gengu út af Faktorý og stoppuðu til að útkljá málin. Þá var skyndilega gripið í Arnór aftan frá. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri einhver stórvinur sem ég þekkti sem væri að reyna að vera fyndinn en svo sá ég í augum systra minna að það væri ekki rétt. Þeir taka mig niður í götuna og fóru svo á móti systrum mínum. Þær fengu algjört sjokk og öskra bara endalaust: hvað er í gangi, hvað er í gangi. Ég ríf mig á lappir og ýti öðrum upp að glugga verslunarinnar. Ég reyndi að koma þeim í skilning um að þetta væru systur mínar. Þá var ég tekinn niður og fékk spark í andlitið á mér og heilahristing við það. Hann dúndraði bara beint í höfuðið og braut annan augnbotninn í mér.“Svona leit Arnór út eftir árásinaVísir/Úr einkasafniVonbrigði á vonbrigði ofan „Ég áttaði mig ekki á því þarna hvað þetta var í raun alvarleg líkamsárás. Lögreglan kom svo og talaði við þá saman sem mér þótti skrítið því þeir gátu samræmt sögur sínar. En svo horfði ég bara á þar sem þeim var sleppt lausum og gengu niður götuna. Þá kom fyrsta sjokkið og ég hélt að ég fengi aldrei lok í málið. Vonbrigðin voru ótrúleg.“ Seinni vonbrigði kvöldsins voru þegar lögreglan keyrði Arnór og systur hans á Bráðamóttöku Landspítalans. „Við vorum ekki alveg komin þegar ég segi að mér líði illa og þeir spyrja hvort ég sé að fara að æla í bílinn. Ég segist halda það og þá stoppa þeir bílinn svo ég komist út. Svo keyrðu þeir bara í burtu. Þetta er grátbroslegt í minningunni en auðvitað var ég við það að kasta upp því ég var með heilahristing. Það eru einkenni heilahristings, að fólk kasti upp. Ég tók því ekki illa þá en systur mínar tóku því mjög illa. Ég gat ekki hugsað skýrt.“ Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags en skrifstofa lögreglunnar er lokuð um helgar og á helgidögum. „Það voru vonbrigði að þurfa að bíða yfir alla páskahelgina með að kæra. Ég hef unnið á hótelum og í verslunum sem ekki loka yfir hátíðarnar en svo þegar koma rauðir dagar þá lokar lögreglan. Ég var mættur um leið og skrifstofan opnaði á þriðjudegi til að kæra.“Upp á eigin spýtur Arnór kærði og fór í kjölfarið í skýrslutöku. Hann hafði haft nægan tíma til að hugsa um aðstæður árásarinnar og þótti líklegt að eftirlitsmyndavélar í skartgripaversluninni hefðu náð einhverjum hlutum árásarinnar. „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem tók skýrslu af mér bað mig að fara í verslunina og athuga með upptökur. Mér fannst það fáránlegt. Ég fór samt því ég vildi gera allt rétt.“ Í versluninni fékk hann að vita að eftirlitsmyndavélar verslunarinnar hefðu náð árásinni og að lögreglu væru velkomið að sækja upptökurnar. „Ég hafði samband við lögregluna og þrýsti svo reglulega á þá að ná í upptökurnar. Fjórum vikum síðar fékk ég símtal og þá hafði lögreglan aldrei farið að ná í gögnin svo búið var að eyða þeim. Eftirmálin voru þannig að ég upplifði mig oft mjög ráðalausan, engin áfallahjálp var veitt en ég þurfti að sækja sálfræðihjálp til Danmerkur til að díla við tilfinningarnar sem komu upp eftir árásina. Það var enginn eftirfylgni, enginn sem benti mér á hvert ég ætti að snúa mér næst.”Hittir árásarmennina í vinnunni Arnór hefur nokkrum sinnum lent í því að vinna með mönnunum eftir árásina. Hann hafði líka unnið með þeim áður því þeir hafa tekið að sér verkefni hjá fyrirtæki sem sér um öryggisgæslu hér í Reykjavík. „Fólk getur kannski sett sig í þessi spor ef það hefur lent í einhverju svipuðu. Það er ömurlegt að þurfa að hitta ofbeldismanninn á „skrifstofunni“ alltaf.“ Eftir að mennirnir höfðu verið dæmdir í héraðsdómi ræddi Arnór við yfirmann þeirra vegna þess að hann var að fara að koma fram á stórum tónleikum í Laugardalshöll og gat ekki hugsað sér að rekast á þá þar „Hann sagði að það væru alltaf tvær hliðar á málum. Ég veit ekki hvernig mér tókst að kyngja því.“Biðin eftir dómi erfið Mennirnir tveir voru dæmdir í Hæstarétti þann 13. mars síðastliðinn. Arnór segir biðina eftir niðurstöðu í málinu hafa verið mjög erfiða. „Ég vissi ekkert hvaða afsakanir þeir gætu sagt og það var óþægilegt. Ég fór að hugsa alls konar skrítið og jafnvel kenna mér um árásina. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði getað brugðist öðruvísi við eða hvort ég var að kalla þetta yfir mig.“ Ofbeldismennirnir fengu báðir skilorðsbundinn fangelsisdóm og voru dæmdir til greiðslu sektar. „Ég veit samt ekki hvort þetta var persónuleg árás eða algjör tilviljun. Þetta mál er búið að bíða í tvö ár og ég veit enn ekki af hverju þeir gerðu þetta.“Vísir/ValliBreyttur maður eftir árásina Arnór var að vinna í grunnskóla í Breiðholti við tónlistarkennslu þegar árásin átti sér stað „Ég var frá vinnu í tvær til þrjár vikur vegna áverkanna en svo gat ég ekki kennt því ég var svo hræddur um að höndla ekki álagið. Maður reynir að hjálpa krökkunum en ekki bara að kenna þeim tónlist og það er mjög erfitt ef maður er ekki sjálfur í jafnvægi. Krakkarnir eiga skilið 100 prósent einbeitingu. Þau eiga ekki skilið að fá einhvern inn sem kemur með 50 prósent orku í byrjun tímans.“ Hann varð líka uppstökkur við fjölskyldu og vini án þess að skilja fyllilega hvers vegna „Ég var eins og Hulk, nema ég varð ekki grænn og massaður, bara reiður.“ „Ég fékk líka hálfgerða ritstíflu. Ég gat alveg samið en mér fannst ekkert fallegt sem ég samdi. Ég áttaði mig á vandanum þegar ég las ljóð listamanna sem ég held mest upp á, eins og Edgar Allan Poe og Walt Whitman, þá fannst mér það sem þeir voru að gera ekki heldur fallegt og þá fattaði ég að það var bara eitthvað að.“Stríðssvæði eftir miðnætti Arnór er fluttur aftur í miðbæinn. „Það hefur tekið langan tíma að venjast því að kíkja út en sem betur fer hef ég verið mjög upptekinn. Fyrst eftir árásina var ég gjörsamlega breyttur maður svo ég treysti sjálfum mér ekki til að fara niður í bæ að kvöldi til. Ég vissi ekki hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi lenda í einhverjum sem væri agressívur. Ég upplifi miðbæinn bæði sem ótrúlega notalegan stað og líka sem stríðssvæði. Það er ekki í lagi að það megi búast við hverju sem er í miðbænum eftir miðnætti.“Gerir upp árásina með plötu Hljómsveit Arnórs, Agent Fresco, eru í hljóðveri að semja nýja tónlist „Þessi plata er það erfiðasta sem ég hef tekist á við músíklega séð. Ég hef aldrei unnið svona mikið í tónlistinni minni. Fyrsta lagið kemur út í maí og platan kemur út seinna í ár. Við höfum ekki gefið neitt út í fjögur ár svo það er kominn tími til. Við Tóti gítarleikari höfum unnið mikið með þetta í gegnum tónlist og texta. Það er eitthvað dýr innra með mér. Í upphafi er ég að tala um þessa óróleika tilfinningu en í lokin er ég að kveðja, segja bless við reiðina og halda áfram.“Myndi kæra aftur Arnór segir að margt hefði betur mátt fara í úrvinnslu málsins síns. „Ég fékk bara öryggistilfinningu því ég talaði við gaura sem ég þekki sem eru stórir strákar og þekkja hliðar af Reykjavík sem við þekkjum fæst. Þeir gátu sagt mér hvort ég þyrfti að vera hræddur við þessa menn eftir árásina og veittu mér vörn sem mér fannst ég ekki fá frá kerfinu. Það geta allt of margir sagt persónulega sögu af ofbeldi og það eru svo margir sem hafa gefist upp á réttarkerfinu. Lögreglan er svo undirmönnuð og réttarkerfið gengur svo hægt að margir hafa ekki þrautsegju eða andlegan kraft til að bíða í 1-2 ár eftir að máli ljúki og sækjast þá ekki eftir réttlæti, en þessu þarf að breyta strax. Ég myndi samt hiklaust kæra ef ég lendi í þessu aftur. Það þýðir ekkert að leyfa fólki að komast upp með ofbeldi og með því að forðast að sækjast eftir réttlæti og vinna úr sínum málum er maður að grafi sína eigin andlega gröf. Ég hvet því alla til að kæra ef þeir verða fyrir ofbeldi og vona að kerfið muni taka betur á móti brotaþolum í framtíðinni.“ Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira
Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, varð fyrir alvarlegri líkamsárás fyrir tveimur árum. Hann segir að biðin eftir því að fá niðurstöðu í mál hans hafi verið mun erfiðari en hann átti von á. Hann hvetur fórnarlömb til að kæra ofbeldi þrátt fyrir að kerfið sem taki á móti þeim virðist ekki í stakk búið til að takast á við vandann. Arnór tekur á móti mér á heimili sínu miðbænum. Hann er nýfluttur í íbúðina og afsakar IKEA-umbúðirnar sem bíða eftir að komast í Sorpu. Arnór hefur búið á Seltjarnarnesi með kærustunni sinni síðastliðin tvö ár og það er stórt skref fyrir hann að vera kominn nálægt Laugaveginum aftur. Arnór varð fyrir alvarlegri líkamsárás að nóttu föstudagsins langa árið 2012, á horni Laugavegs og Smiðjustígs. „Systur mínar tvær voru í heimsókn frá Danmörku og við ákváðum að taka gott djamm. Við vorum á Faktorý og klukkan hálf fimm var svo kominn tími til að fara heim. Það varð einhver misskilningur á milli okkar systkina svo við fórum að rífast, þú veist, bara eins og systkini gera.“ Systkinin gengu út af Faktorý og stoppuðu til að útkljá málin. Þá var skyndilega gripið í Arnór aftan frá. „Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri einhver stórvinur sem ég þekkti sem væri að reyna að vera fyndinn en svo sá ég í augum systra minna að það væri ekki rétt. Þeir taka mig niður í götuna og fóru svo á móti systrum mínum. Þær fengu algjört sjokk og öskra bara endalaust: hvað er í gangi, hvað er í gangi. Ég ríf mig á lappir og ýti öðrum upp að glugga verslunarinnar. Ég reyndi að koma þeim í skilning um að þetta væru systur mínar. Þá var ég tekinn niður og fékk spark í andlitið á mér og heilahristing við það. Hann dúndraði bara beint í höfuðið og braut annan augnbotninn í mér.“Svona leit Arnór út eftir árásinaVísir/Úr einkasafniVonbrigði á vonbrigði ofan „Ég áttaði mig ekki á því þarna hvað þetta var í raun alvarleg líkamsárás. Lögreglan kom svo og talaði við þá saman sem mér þótti skrítið því þeir gátu samræmt sögur sínar. En svo horfði ég bara á þar sem þeim var sleppt lausum og gengu niður götuna. Þá kom fyrsta sjokkið og ég hélt að ég fengi aldrei lok í málið. Vonbrigðin voru ótrúleg.“ Seinni vonbrigði kvöldsins voru þegar lögreglan keyrði Arnór og systur hans á Bráðamóttöku Landspítalans. „Við vorum ekki alveg komin þegar ég segi að mér líði illa og þeir spyrja hvort ég sé að fara að æla í bílinn. Ég segist halda það og þá stoppa þeir bílinn svo ég komist út. Svo keyrðu þeir bara í burtu. Þetta er grátbroslegt í minningunni en auðvitað var ég við það að kasta upp því ég var með heilahristing. Það eru einkenni heilahristings, að fólk kasti upp. Ég tók því ekki illa þá en systur mínar tóku því mjög illa. Ég gat ekki hugsað skýrt.“ Árásin átti sér stað aðfaranótt laugardags en skrifstofa lögreglunnar er lokuð um helgar og á helgidögum. „Það voru vonbrigði að þurfa að bíða yfir alla páskahelgina með að kæra. Ég hef unnið á hótelum og í verslunum sem ekki loka yfir hátíðarnar en svo þegar koma rauðir dagar þá lokar lögreglan. Ég var mættur um leið og skrifstofan opnaði á þriðjudegi til að kæra.“Upp á eigin spýtur Arnór kærði og fór í kjölfarið í skýrslutöku. Hann hafði haft nægan tíma til að hugsa um aðstæður árásarinnar og þótti líklegt að eftirlitsmyndavélar í skartgripaversluninni hefðu náð einhverjum hlutum árásarinnar. „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem tók skýrslu af mér bað mig að fara í verslunina og athuga með upptökur. Mér fannst það fáránlegt. Ég fór samt því ég vildi gera allt rétt.“ Í versluninni fékk hann að vita að eftirlitsmyndavélar verslunarinnar hefðu náð árásinni og að lögreglu væru velkomið að sækja upptökurnar. „Ég hafði samband við lögregluna og þrýsti svo reglulega á þá að ná í upptökurnar. Fjórum vikum síðar fékk ég símtal og þá hafði lögreglan aldrei farið að ná í gögnin svo búið var að eyða þeim. Eftirmálin voru þannig að ég upplifði mig oft mjög ráðalausan, engin áfallahjálp var veitt en ég þurfti að sækja sálfræðihjálp til Danmerkur til að díla við tilfinningarnar sem komu upp eftir árásina. Það var enginn eftirfylgni, enginn sem benti mér á hvert ég ætti að snúa mér næst.”Hittir árásarmennina í vinnunni Arnór hefur nokkrum sinnum lent í því að vinna með mönnunum eftir árásina. Hann hafði líka unnið með þeim áður því þeir hafa tekið að sér verkefni hjá fyrirtæki sem sér um öryggisgæslu hér í Reykjavík. „Fólk getur kannski sett sig í þessi spor ef það hefur lent í einhverju svipuðu. Það er ömurlegt að þurfa að hitta ofbeldismanninn á „skrifstofunni“ alltaf.“ Eftir að mennirnir höfðu verið dæmdir í héraðsdómi ræddi Arnór við yfirmann þeirra vegna þess að hann var að fara að koma fram á stórum tónleikum í Laugardalshöll og gat ekki hugsað sér að rekast á þá þar „Hann sagði að það væru alltaf tvær hliðar á málum. Ég veit ekki hvernig mér tókst að kyngja því.“Biðin eftir dómi erfið Mennirnir tveir voru dæmdir í Hæstarétti þann 13. mars síðastliðinn. Arnór segir biðina eftir niðurstöðu í málinu hafa verið mjög erfiða. „Ég vissi ekkert hvaða afsakanir þeir gætu sagt og það var óþægilegt. Ég fór að hugsa alls konar skrítið og jafnvel kenna mér um árásina. Ég fór að velta því fyrir mér hvort ég hefði getað brugðist öðruvísi við eða hvort ég var að kalla þetta yfir mig.“ Ofbeldismennirnir fengu báðir skilorðsbundinn fangelsisdóm og voru dæmdir til greiðslu sektar. „Ég veit samt ekki hvort þetta var persónuleg árás eða algjör tilviljun. Þetta mál er búið að bíða í tvö ár og ég veit enn ekki af hverju þeir gerðu þetta.“Vísir/ValliBreyttur maður eftir árásina Arnór var að vinna í grunnskóla í Breiðholti við tónlistarkennslu þegar árásin átti sér stað „Ég var frá vinnu í tvær til þrjár vikur vegna áverkanna en svo gat ég ekki kennt því ég var svo hræddur um að höndla ekki álagið. Maður reynir að hjálpa krökkunum en ekki bara að kenna þeim tónlist og það er mjög erfitt ef maður er ekki sjálfur í jafnvægi. Krakkarnir eiga skilið 100 prósent einbeitingu. Þau eiga ekki skilið að fá einhvern inn sem kemur með 50 prósent orku í byrjun tímans.“ Hann varð líka uppstökkur við fjölskyldu og vini án þess að skilja fyllilega hvers vegna „Ég var eins og Hulk, nema ég varð ekki grænn og massaður, bara reiður.“ „Ég fékk líka hálfgerða ritstíflu. Ég gat alveg samið en mér fannst ekkert fallegt sem ég samdi. Ég áttaði mig á vandanum þegar ég las ljóð listamanna sem ég held mest upp á, eins og Edgar Allan Poe og Walt Whitman, þá fannst mér það sem þeir voru að gera ekki heldur fallegt og þá fattaði ég að það var bara eitthvað að.“Stríðssvæði eftir miðnætti Arnór er fluttur aftur í miðbæinn. „Það hefur tekið langan tíma að venjast því að kíkja út en sem betur fer hef ég verið mjög upptekinn. Fyrst eftir árásina var ég gjörsamlega breyttur maður svo ég treysti sjálfum mér ekki til að fara niður í bæ að kvöldi til. Ég vissi ekki hvernig ég myndi bregðast við ef ég myndi lenda í einhverjum sem væri agressívur. Ég upplifi miðbæinn bæði sem ótrúlega notalegan stað og líka sem stríðssvæði. Það er ekki í lagi að það megi búast við hverju sem er í miðbænum eftir miðnætti.“Gerir upp árásina með plötu Hljómsveit Arnórs, Agent Fresco, eru í hljóðveri að semja nýja tónlist „Þessi plata er það erfiðasta sem ég hef tekist á við músíklega séð. Ég hef aldrei unnið svona mikið í tónlistinni minni. Fyrsta lagið kemur út í maí og platan kemur út seinna í ár. Við höfum ekki gefið neitt út í fjögur ár svo það er kominn tími til. Við Tóti gítarleikari höfum unnið mikið með þetta í gegnum tónlist og texta. Það er eitthvað dýr innra með mér. Í upphafi er ég að tala um þessa óróleika tilfinningu en í lokin er ég að kveðja, segja bless við reiðina og halda áfram.“Myndi kæra aftur Arnór segir að margt hefði betur mátt fara í úrvinnslu málsins síns. „Ég fékk bara öryggistilfinningu því ég talaði við gaura sem ég þekki sem eru stórir strákar og þekkja hliðar af Reykjavík sem við þekkjum fæst. Þeir gátu sagt mér hvort ég þyrfti að vera hræddur við þessa menn eftir árásina og veittu mér vörn sem mér fannst ég ekki fá frá kerfinu. Það geta allt of margir sagt persónulega sögu af ofbeldi og það eru svo margir sem hafa gefist upp á réttarkerfinu. Lögreglan er svo undirmönnuð og réttarkerfið gengur svo hægt að margir hafa ekki þrautsegju eða andlegan kraft til að bíða í 1-2 ár eftir að máli ljúki og sækjast þá ekki eftir réttlæti, en þessu þarf að breyta strax. Ég myndi samt hiklaust kæra ef ég lendi í þessu aftur. Það þýðir ekkert að leyfa fólki að komast upp með ofbeldi og með því að forðast að sækjast eftir réttlæti og vinna úr sínum málum er maður að grafi sína eigin andlega gröf. Ég hvet því alla til að kæra ef þeir verða fyrir ofbeldi og vona að kerfið muni taka betur á móti brotaþolum í framtíðinni.“
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Fleiri fréttir „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Sjá meira