Mexikósk lkl-tacobaka Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2014 10:00 Gott er að bera bökuna fram með salati og sýrðum rjóma - eða hverju sem er. Mynd/úr einkasafni Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat… Hún deilir uppskrift að mexíkóskri böku í lágkolvetna útgáfu. Mexikósk lkl-tacobaka: 3,5 dl möndlumjöl 50 g smjör 1 tsk. paprikuduft 1/4 tsk. salt 1 egg Hakkfylling: 500 g nautahakk 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dl. vatn 1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpurée 2-3 msk. chili-sósa (t.d. frá Heinz – en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetnaríkt og chili-sósan) 2 tsk. chili-duft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt) 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 1 msk. sojasósa 1-2 tsk. salt Ostafylling 2-3 tómatar, eða eitt box af kirsuberjatómötum 1 dós, eða um 2 dl sýrður rjómi 3-4 msk. rjómaostur 150 gr. rifinn ostur Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að bakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöli eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund. Bakið svo við 225°C í um 10 mín. Skerið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, steikið svo ásamt hakkinu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpurée, chili-sósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómatana í bita (í helminga ef kirsuberjatómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið ostablandinu yfir tómatana. Bakið við 200°C í 20 mín., eða þar til ostablandan hefur fengið fallegan lit. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Unnur Karen Guðmundsdóttir bloggar á síðunni Hér er matur um mat… Hún deilir uppskrift að mexíkóskri böku í lágkolvetna útgáfu. Mexikósk lkl-tacobaka: 3,5 dl möndlumjöl 50 g smjör 1 tsk. paprikuduft 1/4 tsk. salt 1 egg Hakkfylling: 500 g nautahakk 1 laukur 3 hvítlauksrif 2 dl. vatn 1 lítil dós, eða 2-3 msk. tómatpurée 2-3 msk. chili-sósa (t.d. frá Heinz – en þessu má sleppa og nota frekar hálfa dós af niðursoðnum tómötum eða annað sem er ekki jafn kolvetnaríkt og chili-sósan) 2 tsk. chili-duft (sleppið eða minnkið ef þetta á ekki að vera mjög sterkt) 2 tsk. cumin 2 tsk. kóríanderduft 1 msk. sojasósa 1-2 tsk. salt Ostafylling 2-3 tómatar, eða eitt box af kirsuberjatómötum 1 dós, eða um 2 dl sýrður rjómi 3-4 msk. rjómaostur 150 gr. rifinn ostur Byrjið á að gera deigið, því það þarf smá tíma til að standa og svo til að bakast áður en fyllingin er sett í það. Skerið smjörið í litla teninga og hnoðið það saman við möndlumjöl, salt og paprikuduft. Þegar þetta er orðið að mulningi er egginu bætt út í og hnoðað saman. Ef deigið er of blautt er minnsta mál að bæta við meira möndlumjöli eða kókoshveiti jafnvel. Þrýstið deiginu í bökuform eða annað eldfast mót. Stingið með gaffli hér og þar í botninn og látið deigið standa í smá stund. Bakið svo við 225°C í um 10 mín. Skerið laukinn smátt og pressið hvítlaukinn, steikið svo ásamt hakkinu þar til hakkið er gegnumsteikt. Bætið vatni, tómatpurée, chili-sósu, sojasósu og kryddum út í og látið sjóða í 10-15 mín, eða þar til vatnið hefur að mestu gufað upp. Hrærið sýrðum rjóma, rjómaosti og rifnum osti saman. Skerið tómatana í bita (í helminga ef kirsuberjatómatar) og dreifið yfir hakkið. Dreifið ostablandinu yfir tómatana. Bakið við 200°C í 20 mín., eða þar til ostablandan hefur fengið fallegan lit.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira