Lífið

Fullur fokker af Plain Vanilla fólki

Þorsteinn Baldur Friðriksson og Plain Vanilla fólkið skellti sér norður.
Þorsteinn Baldur Friðriksson og Plain Vanilla fólkið skellti sér norður. Mynd/einkasafn
Starfsfólk leikjafyrirtækisins Plain Vanilla skellti sér í hópeflisferð til Akureyrar um liðna helgi. Talið er að um fjörtíu starfsmenn fyrirtækisins hafi tekið flugið snemma á laugardegi til Akureyrar og farið aftur til Reykjavíkur á sunnudeginum.

Til hópsins sást í Hlíðarfjalli, þar sem fólk renndi sér niður ýmist á skíðum eða snjóbretti. Þá sást til hópsins á veitingastaðnum Strikinu og á Götubarnum, þar sem vel lá á mannskapnum.

Ekki fyrir svo löngu fór starfsfólk fyrirtækisins í svipaða skemmtiferð á Hótel Búðir og því mikið lagt upp úr góðum móral á vinnustaðnum.

Fyrir skömmu gaf fyrirtækið út flaggskip sitt, QuizUp fyrir Android stýrikerfi við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.