Lífið

Sýning í gömlum söluturni

Baldvin Þormóðsson skrifar
Heillast af egypskri bjöllu.
Heillast af egypskri bjöllu. Orri Finn
„Við ákváðum að reyna að skapa heim bjöllunnar og bjóða gestum að skoða þann dulúðuga heim,“ segir Helga Gvuðrún Friðriksdóttir um sýningu þeirra Orra Finnbogasonar.

Saman skipa þau hönnunarteymið Orri Finn en sýningin, sem er hluti af Hönnunarmars, er unnin út frá nýjustu skartgripalínu þeirra, Scarab.

Línan er óður til tordýfilsins, egypskrar bjöllu sem veltir á undan sér taðkúlu sem inniheldur lífsforða hennar og egg.

„Við heillumst mikið af þessu fyrirbæri og bjuggum til eins konar eftirlíkingar taðkúlunnar og inn í þeim leynist heimur bjöllunnar,“ segir Helga en verkið er staðsett inni í gamla söluturninum á Lækjartorgi.

Þau fengu til liðs við sig dansarann Snædísi Lilju Ingadóttur til þess að vinna með þeim dansgjörning við verkið.

„Hún samdi dans þar sem hún hermir eftir hreyfingum bjöllunnar og þessari stemningu sem fylgir þessu merkilega skordýri,“ segir Helga en dansgjörningurinn verður aðeins fluttur einu sinni, en það verður fyrir utan Turninn á Lækjartorgi á föstudaginn, 28. mars klukkan 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×