Datt á Lionel Messi í tökunum 4. apríl 2014 09:30 Stony segist ætla að gefa út nýja tónlist á næstu dögum. Mynd/Baldur Kristjáns „Ég er ekki vaknaður enn þá. Ég er ekki enn búinn að fatta þetta. Það er mjög súrrealískt að koma frá Akureyri og standa allt í einu við hliðina á Messi. Það bergmálar enn þá hvernig leikstjórinn kynnti okkur: „Stony – Messi. Messi – Stony“,“ segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony. Stony fer með aðalhlutverkið í nýrri, alþjóðlegri Pepsi-auglýsingu ásamt fótboltastjörnunum Robin van Persie, David Luiz, Sergio Ramos, Sergio Agüero, Jack Wilshere og fyrrnefndum Lionel Messi. Saga Stony er nánast ótrúleg því allt byrjaði þetta með myndbandi sem hann setti á YouTube í maí í fyrra þar sem hann spilar sína útgáfu af laginu Can‘t Hold Us sem Macklemore og Ryan Lewis gerðu frægt. Myndbandið fór eins og eldur um sinu um internetið og endaði á vefsíðunum Reddit og Buzzfeed og hefur verið skoðað tæplega milljón sinnum á rás Stonys, StonysWorld.Messi hló þegar Stony datt á hann.Mynd/úr einkasafni„Þaðan berst það til Ryans Seacrest og hann setur það í eins konar ábreiðukeppni í ágúst. Það lendir í öðru sæti og þá hélt ég að þetta væri búið,“ segir Stony. Sú var aldeilis ekki raunin því í september í fyrra fékk Stony Facebook-skilaboð frá auglýsingastofunni 180LA. „Þeir spurðu mig hvort ég væri til í að taka þátt í verkefni en sögðu mér ekki hvað það væri strax. Ég flaug til New York á fyrsta farrými sem er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Í New York fékk ég að vita að þetta væri auglýsing fyrir Pepsi,“ segir Stony. Eftir fundinn fór hann aftur heim til Íslands og nokkrum dögum síðar aftur upp í flugvél – nú til Brasilíu. Tökur á auglýsingunni hófust 7. desember og stóðu yfir í þrjá daga. Því næst var ferðinni heitið til London. „David Luiz var sá eini sem ég spjallaði almennilega við. Hann er töff gaur með töff hár. Hann vildi að ég kenndi honum að snúa kjuðum þar sem hann hefur mikinn áhuga á trommum. Í tökunum fékk ég aðstoðarmann og bílstjóra. Ég er alls ekki vanur því,“ segir Stony. Eini knattspyrnumaðurinn sem vantaði í London var Lionel Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims. Tökuliðið gerði sér sérferð í einn dag til Barcelona í janúar til að taka upp með honum. Þar lenti Stony í skemmtilegu atviki.Tónlistarkonan Janelle Monáe leikur líka í auglýsingunni. „Hún er ein fínasta manneskja sem ég hef hitt,“ segir Stony.Mynd/Úr einkasafni„Í tökunum átti ég að stíga upp á gangstétt, ganga fram hjá honum og slá blað úr höndum hans. Í annarri tökunni hrasaði ég og lenti ofan á fætinum á honum sem er eflaust dýrasti fótleggur í heimi. Þá hugsaði ég að ég yrði örugglega rekinn og gæti farið heim núna. Það hlógu allir að þessu og hann líka. Það hafa örugglega ekki margir dottið á fótlegg hans utan vallar. Messi var mjög fínn og engir stjörnustælar í honum.“ Auglýsingin var frumsýnd í vikunni en Stony segir það hafa verið erfitt að halda hlutverkinu leyndu. „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég sagði engum nema foreldrum mínum frá. Það var mikill léttir að geta deilt þessu með fólki,“ segir Stony en von er á nýrri tónlist frá honum á næstu dögum. „Ég er á fullu að vinna í minni eigin tónlist og er að fara í tökur á nýju myndbandi. Annars er ég opinn fyrir fleiri svona verkefnum og væri frábært að fá fleiri störf enda hef ég mikinn áhuga á tónlist og leiklist og öllu sem tengist því.“ Tengdar fréttir Gylfi Sigurðsson í súperliði Pepsi Gylfi Sigurðsson er í súperliði Pepsi með Lionel Messi og Ron van Persie. 16. janúar 2014 11:00 Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07 Bakvið tjöldin með súperliði Pepsi Messi og van Persie fara á kostum í módelhlutverkinu. 17. janúar 2014 19:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Ég er ekki vaknaður enn þá. Ég er ekki enn búinn að fatta þetta. Það er mjög súrrealískt að koma frá Akureyri og standa allt í einu við hliðina á Messi. Það bergmálar enn þá hvernig leikstjórinn kynnti okkur: „Stony – Messi. Messi – Stony“,“ segir Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony. Stony fer með aðalhlutverkið í nýrri, alþjóðlegri Pepsi-auglýsingu ásamt fótboltastjörnunum Robin van Persie, David Luiz, Sergio Ramos, Sergio Agüero, Jack Wilshere og fyrrnefndum Lionel Messi. Saga Stony er nánast ótrúleg því allt byrjaði þetta með myndbandi sem hann setti á YouTube í maí í fyrra þar sem hann spilar sína útgáfu af laginu Can‘t Hold Us sem Macklemore og Ryan Lewis gerðu frægt. Myndbandið fór eins og eldur um sinu um internetið og endaði á vefsíðunum Reddit og Buzzfeed og hefur verið skoðað tæplega milljón sinnum á rás Stonys, StonysWorld.Messi hló þegar Stony datt á hann.Mynd/úr einkasafni„Þaðan berst það til Ryans Seacrest og hann setur það í eins konar ábreiðukeppni í ágúst. Það lendir í öðru sæti og þá hélt ég að þetta væri búið,“ segir Stony. Sú var aldeilis ekki raunin því í september í fyrra fékk Stony Facebook-skilaboð frá auglýsingastofunni 180LA. „Þeir spurðu mig hvort ég væri til í að taka þátt í verkefni en sögðu mér ekki hvað það væri strax. Ég flaug til New York á fyrsta farrými sem er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Í New York fékk ég að vita að þetta væri auglýsing fyrir Pepsi,“ segir Stony. Eftir fundinn fór hann aftur heim til Íslands og nokkrum dögum síðar aftur upp í flugvél – nú til Brasilíu. Tökur á auglýsingunni hófust 7. desember og stóðu yfir í þrjá daga. Því næst var ferðinni heitið til London. „David Luiz var sá eini sem ég spjallaði almennilega við. Hann er töff gaur með töff hár. Hann vildi að ég kenndi honum að snúa kjuðum þar sem hann hefur mikinn áhuga á trommum. Í tökunum fékk ég aðstoðarmann og bílstjóra. Ég er alls ekki vanur því,“ segir Stony. Eini knattspyrnumaðurinn sem vantaði í London var Lionel Messi, sem er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims. Tökuliðið gerði sér sérferð í einn dag til Barcelona í janúar til að taka upp með honum. Þar lenti Stony í skemmtilegu atviki.Tónlistarkonan Janelle Monáe leikur líka í auglýsingunni. „Hún er ein fínasta manneskja sem ég hef hitt,“ segir Stony.Mynd/Úr einkasafni„Í tökunum átti ég að stíga upp á gangstétt, ganga fram hjá honum og slá blað úr höndum hans. Í annarri tökunni hrasaði ég og lenti ofan á fætinum á honum sem er eflaust dýrasti fótleggur í heimi. Þá hugsaði ég að ég yrði örugglega rekinn og gæti farið heim núna. Það hlógu allir að þessu og hann líka. Það hafa örugglega ekki margir dottið á fótlegg hans utan vallar. Messi var mjög fínn og engir stjörnustælar í honum.“ Auglýsingin var frumsýnd í vikunni en Stony segir það hafa verið erfitt að halda hlutverkinu leyndu. „Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég sagði engum nema foreldrum mínum frá. Það var mikill léttir að geta deilt þessu með fólki,“ segir Stony en von er á nýrri tónlist frá honum á næstu dögum. „Ég er á fullu að vinna í minni eigin tónlist og er að fara í tökur á nýju myndbandi. Annars er ég opinn fyrir fleiri svona verkefnum og væri frábært að fá fleiri störf enda hef ég mikinn áhuga á tónlist og leiklist og öllu sem tengist því.“
Tengdar fréttir Gylfi Sigurðsson í súperliði Pepsi Gylfi Sigurðsson er í súperliði Pepsi með Lionel Messi og Ron van Persie. 16. janúar 2014 11:00 Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07 Bakvið tjöldin með súperliði Pepsi Messi og van Persie fara á kostum í módelhlutverkinu. 17. janúar 2014 19:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Gylfi Sigurðsson í súperliði Pepsi Gylfi Sigurðsson er í súperliði Pepsi með Lionel Messi og Ron van Persie. 16. janúar 2014 11:00
Þorsteinn nýtur aðstoðar Messi, Van Persie og Agüero Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson fer með aðalhlutverkið í glænýrri auglýsingu frá Pepsi ásamt skærustu knattspyrnustjörnum heims. 2. apríl 2014 14:07
Bakvið tjöldin með súperliði Pepsi Messi og van Persie fara á kostum í módelhlutverkinu. 17. janúar 2014 19:30