Pollapönk áfram Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. apríl 2014 12:00 Reynir Þór Eggertsson er viss um að Pollapönk komist upp úr forkeppni Eurovision og endi í einu af tíu efstu sætunum í aðalkeppninni. mynd/gva Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngvakeppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld.Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnudaginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum!Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumarbústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helgar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn.Hvernig er dæmigert laugardagskvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidagarnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófanum? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði.Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitthvað sem flokkast undir vinnu á sunnudögum.Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmessuna á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudagskaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnudagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjölskyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið.Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt annað en hina dagana. Ég vil gjarnan nota þau í slökun og ferðalög.Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag framhaldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum höndum, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega.Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrirfram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr forkeppninni og þá ættu þeir að komast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér!
Eurovision Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira