Lífið

Fallegustu vínylplötur í heimi

DJ Margeir tekur þátt í samstarfsverkefninu Art!faKt!.
DJ Margeir tekur þátt í samstarfsverkefninu Art!faKt!. Fréttablaðið/Stefán
Íslensku hljómsveitirnar Hjálmar, Prins Póló og Gluteus Maximus og plötusnúðarnir Sexy Lazer, Jón Atli Helgason, DJ Margeir, Oculus og Friðfinnur Sigurðsson taka þátt í evrópska samstarfsverkefninu Art!faKt! sem blandar saman tónlist og grafík.

„Verkefnið er upprunnið í Austurríki en einnig kemur að þessu fólk annars staðar frá, frá Íslandi og Þýskalandi,“ segir DJ Margeir um verkefnið, sem snýr að því að sameina grafíklist og tónlist í eitt verk. Þannig er þetta myndlistarverk sem er einnig vínylplata og hægt að spila sem slíka.

„Þetta er stórskemmtilegt verkefni og afraksturinn er virkilega vandaður pakki, 15 verk í heildina pakkað saman í nokkurs konar bók sem minnir á harmonikku. Það er óhætt að fullyrða að þetta eru fallegustu vínylplötur sem ég á, og á ég þónokkrar fyrir!“ segir Margeir, og hlær.

Aðspurður hvernig verkefnið kom til segir Margeir.

„Við félagarnir, Jón Atli og Stephan Stephansson, vorum á tónleikaferðalagi í Innsbruck í Austurríki og gistum á eins konar vinnustofu listamanna, eiginlega Klink og Bank Austurríkisbúa, og það var rosalega mikið líf listamanna þarna inni. Svo vildi þannig til að það var vínylplötuframleiðandi á vinnustofunni, auk fleiri tónlistarmanna og myndlistamanna, og í gegnum samræður við þetta fólk kviknaði þessi hugmynd.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.