Sport

Einar: Ég var aðeins of fljótur á mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Kristinn Kristeirsson
Einar Kristinn Kristeirsson
Skíðamót Íslands fór fram við frábærar aðstæður á Akureyri um helgina en flest besta skíðafólk landsins var þar komið saman. Einar Kristinn Kristgeirsson bar höfuð og herðar yfir aðra í alpagreinum karla en gerði svo ógilt í úrslitum í samhliðasvigsins í gær. Hann var því hársbreidd frá því að vinna allar þrjár greinarnar sínar en Arnar Geir Ísaksson fagnaði sigri í samhliðasvigi karla.

„Ég var aðeins of fljótur á mér og kom við startpinnann sem er ólöglegt. Það var ekkert við því að gera,“ sagði Einar Kristinn við Fréttablaðið í gær.

„En ég var ánægður með veturinn. Ég hefði gjarnan viljað koma í mark í sviginu á Ólympíuleikunum en þetta hefur engu að síður gengið vel,“ segir hann og stefnir að því að halda ótrauður áfram næsta vetur.

Helga María Vilhjálmsdóttir varð Íslandsmeistari í stórsvigi og Freydís Halla Einarsdóttir í svigi. Þær mættust svo í samhliðasviginu í gær og þar hafði Helga María betur.

Í skíðagöngunni vann Sævar Birgisson allar einstaklingsgreinarnar fjórar og hafði mikla yfirburði. Meiri spenna var í kvennaflokki en þær Veronika Lagun og Katrín Árnadóttir skiptu með sér gullverðlaunum í einstaklingsgreinunum fjórum.

A-sveit Akureyrar vann svo sigur í boðgöngu karla á lokadeginum í gær og sveit Ísafjarðar í kvennaflokki.


Tengdar fréttir

Einar Kristinn vann líka svigið

Einar Kristinn Kristgeirsson er Íslandsmeistari í svigi karla en hann vann greinina í dag með nokkrum yfirburðum á Skíðalandsmótinu á Akureyri.

Sævar kominn með fjögur gull

Svæar Birgisson vann í morgun gull í 10 km skíðagöngu með frjálsri aðferð á Skíðalandsmótinu sem fer nú fram á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×