Prestar gera góða hluti í QuizUp Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. apríl 2014 09:00 Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, eru fróðir þegar kemur að spurningum úr Biblíunni. Vísir/Valli „Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli. Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira
„Ég spila þetta reglulega en það eina sem fer í taugarnar á mér er þessi borði sem kemur upp þegar ég spila og á stendur The Best in the Bible in Iceland, það setur auka pressu á mann, enda eru margir hér á landi mun fróðari um Biblíuna en ég,“ segir séra Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, en hann er í fyrsta sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Annar prestur, Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljakirkju, er sem stendur í fjórða sæti á landsvísu í spurningum úr Biblíunni í QuizUp. Eins og margir vita, þá er QuizUp eitt vinsælasta smáforrit landsins og þótt víðar væri leitað og þar er hægt að taka þátt í spurningakeppni úr ansi fjölbreyttu efni. Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að tveir prestar séu á topp fimm lista á landsvísu í spurningum úr Biblíunni. „Ég var í fyrsta sæti á tímabili en svo tók Gummi Kalli fram úr mér. Maður þarf að vera duglegur að spila þetta til að halda sér í toppbaráttunni,“ segir Ólafur Jóhann, sem ætlar sér að komast í toppsætið á nýjan leik. „Þegar maður er kominn með háskólagráðu í þessu, þá á maður að skora hátt. Það er mikil pressa á okkur,“ bætir Ólafur Jóhann við.Topp 10 listinn á landsvísu í spurningum í Biblíunni í QuizUp.Vísir/Skjáskot af QuizUp„Ég hef einu sinni skorað Óla Jóa á hólm í QuizUp, hann hefur þó ekki skorað á mig til baka. Maður klikkar alveg á spurningum þó svo ég sé frekar minnugur á það sem ég les,“ segir Guðmundur Karl léttur í lundu en hann vann Ólaf Jóhann þegar þeir öttu kappi fyrir skömmu. „Gummi Kalli vann mig en þess má til gamans geta að hann skoraði á mig seint um kvöld og ég var orðinn þreyttur þannig að þreytan á líklega sinn þátt í tapinu,“ segir Ólafur Jóhann og hlær, en þeir eru miklir og góðir vinir þrátt fyrir keppnina. Þess má til gamans geta að séra Kjartan Sigurbjörnsson, sjúkrahússprestur á Landspítalanum, er í tíunda sæti á sama lista á QuizUp. Þeir félagar keppa þó í fleiri greinum en í spurningum úr Biblíunni. „Ég er góður í enskri stafsetningu og Hollywood-leikurum en samt ekki á neinum topplista,“ segir Guðmundur Karl spurður út í hæfnina á öðrum sviðum. „Ég er ekki á topplista í öðrum greinum en hef þó gaman af því að spila við son minn í spurningum sem tengjast vörumerkjum,“ bætir Ólafur Jóhann við. Forvitnilegt verður að fylgjast með toppbaráttunni í biblíufræðum á QuizUp og hver veit nema Ólafur Jóhann endurheimti toppsætið af Guðmundi Karli.
Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sjá meira