Lífið

Schoolboy Q á leið til Íslands

Baldvin Þormóðsson skrifar
Nýjasta plata rapparans náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum.
Nýjasta plata rapparans náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum.
Rapparinn Schoolboy Q mun koma fram á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu vegna hátíðarinnar.

Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé meðal stærstu atriða hátíðarinnar en nýjasta plata hans, Oxymoron, náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum þegar hún var nýkomin út.

Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar segja að ákvörðunin um að bóka Schoolboy Q sé skref í að víkka sjóndeildarhring hátíðarinnar og bæta enn einni tónlistarstefnu við þá flóru tónlistaratriða sem nú þegar eru bókuð.

Auk rapparans mun fjöldi tónlistarmanna koma fram en meðal nýjustu nafna eru bandaríska tónlistarkonan Banks, rafsveitin True Tigers og breski plötusnúðurinn Rob da Bank. Á meðal íslenskra listamanna sem koma fram eru meðal annars Högni Egilsson með nýjasta hugarfóstur sitt, HE, hljómsveitin Gluteus Maximus og rappteymið Reykjavíkurdætur.

Hér að neðan má hlýða á lagið Man of the Year af nýjustu plötu Schoolboy Q.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×