Skandinavía er í tísku í Bandaríkjunum Álfrún Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2014 11:30 Þær Connie Morgan og Áslaug Magnúsdóttir segja það vera mikill frumskógur fyrir ung merki að koma sér inn á bandaríkjamarkað. Vísir/Vilhelm Í augnablikinu er allt sem kemur frá Skandinavíu mjög töff og ferskt í Bandaríkjunum og við verðum að nýta okkur þann meðbyr.Fá merki frá Skandinavíu hafa náð að að festa sig í sessi hérna og þar ætlum við að stíga inn og hjálpa,” segir Áslaug Magnúsdóttir, athafnakona sem hefur getið sér góðs orð í tískubransanum vestanhafs. Hún er með mörg járn í eldinum og eitt af þeim er Scandinavian Fashion Council. Áslaug tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin sautján ár er Áslaug ávallt með annan fótinn á Íslandi. Hún er nýbúin að festa kaup á eigninni og er að koma sér fyrir. Ástæðan fyrir komu Áslaugar til landsins að þessu sinni er einnig Reykjavík Fashion Festival en hún tók samstarfskonu sína Connie Morgan með sér til að kynna hana fyrir íslenska tískuheiminum.Týnast í frumskóginum Þær Áslaug og Connie eru að setja á fót fyrirtækið Scandinavian Fashion Council. Markmið þess er að aðstoða hönnuði og tískumerki frá Norðurlöndunum að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að vera vinsæl í heimalöndum sínum hafa merki frá Skandinavíu ekki átt mikillar velgengni að fagna vestanhafs. Margar ástæður eru fyrir því, meðal annars flókið regluverk, mikil samkeppni og lokaður markaður sem erfitt er að komast inn. Til dæmis er mjög dýrt að sýna á tískuvikunni í New York og þar er hætta á að týnast innan um frægari merkjavöru sem er til sýnis. „Það getur verið mikill frumskógur að finna leið inn á markaðinn og ætlum við meðal annars að nota okkar tengslanet til hjálpa hönnuðum að komast í samband við sjóði og fjárfesta í Bandaríkjunum,” segir Áslaug.Höfuðstöðvar í New York Fyrirtækið verður með aðsetur í New York þar sem verið er að koma upp skrifstofu. Auk þess verður tengiliður fyrirtækisins í hverju landi fyrir sig sem heldur utan um merkin og finnur nýja hönnuði í viðkomandi landi, hérlendis mun Soffía Sigurgeirsdóttir sinna því hlutverki. Fyrirtækið er ekki rekið með gróðasjónarmiði og eru þær eingöngu að hugsa um að auka framgang skandinavískra tísku á Bandaríkjamarkaði. Auk þeirra Áslaugar og Connie er hin sænska Renée Lundholm ein af stofnendum. Einnig verða sérfræðingar í hverju rúmi innan fyrirtækisins. Stefnt er að því að starfsemi verði hafin í SFC árið 2015. Þá verður sett saman sérstök sölusýning fyrir skandinavísk fatamerki í New York. „Við viljum reyna að gera það að árlegri sýningu sem verður sett upp samhliða tískuvikunni hérna, þegar allt innkaupa-og fjölmiðlafólk er í bænum. Það er góð leið fyrir hönnuði að til að mynda tengslanet og nýta sér hvort annað til að koma sér áfram,“ segir Connie og bætir við að liklega yrði einnig settur saman sérstakur góðgerðakvöldverður til að afla fjármagns í tengslum við sölusýninguna. „Það er mikil hefð fyrir því í New York þó að það tíðkist ekki hér,“ bætir Áslaug við brosandi. Skandínavar standa saman Connie Morgan er dönsk að uppruna en hefur búið lengi í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er hennar hugmynd og leitaði hún til Áslaugar um samstarf. Áslaug er einn af stofnendum tískufyrirtækisins Moda Operandi og hefur nú sett á fót veffyrirtækið Tinker Tailor, sem fer í loftið seinna í mánuðinum. “Ég hafði fylgst með henni og séð hvað hún var búin að gera góða hluti í tískuheiminum. Mér finnst mjög mikilvægt að við Skandínavar stöndum meira saman, enda eigum við margt sameiginlegt og erum sterkari í hóp. Getum nýtt okkur hvert annað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Íslands og líst vel á það sem er í gangi í tískuheiminum hér. „Þið eruð auðvitað að stíga ykkar fyrstu skref en ég hef á tilfinningunni að þið eruð á réttri leið. Ef ég á að nefna einhverja eina hönnun sem ég hreifst af við fyrstu sýn núna er það Farmers Market, en þau eru með mjög söluvæna línu sem við gætum auðveldlega markaðsett í Bandaríkjunum strax,“ segir Morgan sem stoppaði stutt við á landinu í þetta skiptið. Íslenski tískugeirinn á uppleið Áslaug segist finna mikinn mun á íslenska tískugeiranum á síðustu tveimur árum en hún var einnig gestur á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Hún segir mikilvægt að fatahönnuðir hugsi líka um viðskiptahliðina og að selja fatnaðinn en ekki bara einblína á listina. „Það er stígandi í þessum bransa hérna heima og mörg merki sem geta gert það gott. Einnig sé ég að Listaháskólinn er komin í sterkari tengsl við atvinnulífið í fatahönnun sem er jákvætt skref,“ segir Áslaug sem hefur sérstaklega fylgst með hálf íslenska merkinu Ostwald Helgason, sem er eftir þau Ingvar Helgason og Susanne Ostwald, og er á hraðri uppleið í tískuheiminum. „Það er mikilvægt að setja sér stór markmið en byrja smátt. Byrja að selja í einstaka heildsölur með það að markmiði að enda í Barneys.“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Í augnablikinu er allt sem kemur frá Skandinavíu mjög töff og ferskt í Bandaríkjunum og við verðum að nýta okkur þann meðbyr.Fá merki frá Skandinavíu hafa náð að að festa sig í sessi hérna og þar ætlum við að stíga inn og hjálpa,” segir Áslaug Magnúsdóttir, athafnakona sem hefur getið sér góðs orð í tískubransanum vestanhafs. Hún er með mörg járn í eldinum og eitt af þeim er Scandinavian Fashion Council. Áslaug tekur á móti blaðamanni í íbúð sinni miðsvæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að hafa verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin sautján ár er Áslaug ávallt með annan fótinn á Íslandi. Hún er nýbúin að festa kaup á eigninni og er að koma sér fyrir. Ástæðan fyrir komu Áslaugar til landsins að þessu sinni er einnig Reykjavík Fashion Festival en hún tók samstarfskonu sína Connie Morgan með sér til að kynna hana fyrir íslenska tískuheiminum.Týnast í frumskóginum Þær Áslaug og Connie eru að setja á fót fyrirtækið Scandinavian Fashion Council. Markmið þess er að aðstoða hönnuði og tískumerki frá Norðurlöndunum að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að vera vinsæl í heimalöndum sínum hafa merki frá Skandinavíu ekki átt mikillar velgengni að fagna vestanhafs. Margar ástæður eru fyrir því, meðal annars flókið regluverk, mikil samkeppni og lokaður markaður sem erfitt er að komast inn. Til dæmis er mjög dýrt að sýna á tískuvikunni í New York og þar er hætta á að týnast innan um frægari merkjavöru sem er til sýnis. „Það getur verið mikill frumskógur að finna leið inn á markaðinn og ætlum við meðal annars að nota okkar tengslanet til hjálpa hönnuðum að komast í samband við sjóði og fjárfesta í Bandaríkjunum,” segir Áslaug.Höfuðstöðvar í New York Fyrirtækið verður með aðsetur í New York þar sem verið er að koma upp skrifstofu. Auk þess verður tengiliður fyrirtækisins í hverju landi fyrir sig sem heldur utan um merkin og finnur nýja hönnuði í viðkomandi landi, hérlendis mun Soffía Sigurgeirsdóttir sinna því hlutverki. Fyrirtækið er ekki rekið með gróðasjónarmiði og eru þær eingöngu að hugsa um að auka framgang skandinavískra tísku á Bandaríkjamarkaði. Auk þeirra Áslaugar og Connie er hin sænska Renée Lundholm ein af stofnendum. Einnig verða sérfræðingar í hverju rúmi innan fyrirtækisins. Stefnt er að því að starfsemi verði hafin í SFC árið 2015. Þá verður sett saman sérstök sölusýning fyrir skandinavísk fatamerki í New York. „Við viljum reyna að gera það að árlegri sýningu sem verður sett upp samhliða tískuvikunni hérna, þegar allt innkaupa-og fjölmiðlafólk er í bænum. Það er góð leið fyrir hönnuði að til að mynda tengslanet og nýta sér hvort annað til að koma sér áfram,“ segir Connie og bætir við að liklega yrði einnig settur saman sérstakur góðgerðakvöldverður til að afla fjármagns í tengslum við sölusýninguna. „Það er mikil hefð fyrir því í New York þó að það tíðkist ekki hér,“ bætir Áslaug við brosandi. Skandínavar standa saman Connie Morgan er dönsk að uppruna en hefur búið lengi í Bandaríkjunum. Fyrirtækið er hennar hugmynd og leitaði hún til Áslaugar um samstarf. Áslaug er einn af stofnendum tískufyrirtækisins Moda Operandi og hefur nú sett á fót veffyrirtækið Tinker Tailor, sem fer í loftið seinna í mánuðinum. “Ég hafði fylgst með henni og séð hvað hún var búin að gera góða hluti í tískuheiminum. Mér finnst mjög mikilvægt að við Skandínavar stöndum meira saman, enda eigum við margt sameiginlegt og erum sterkari í hóp. Getum nýtt okkur hvert annað.“ Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til Íslands og líst vel á það sem er í gangi í tískuheiminum hér. „Þið eruð auðvitað að stíga ykkar fyrstu skref en ég hef á tilfinningunni að þið eruð á réttri leið. Ef ég á að nefna einhverja eina hönnun sem ég hreifst af við fyrstu sýn núna er það Farmers Market, en þau eru með mjög söluvæna línu sem við gætum auðveldlega markaðsett í Bandaríkjunum strax,“ segir Morgan sem stoppaði stutt við á landinu í þetta skiptið. Íslenski tískugeirinn á uppleið Áslaug segist finna mikinn mun á íslenska tískugeiranum á síðustu tveimur árum en hún var einnig gestur á Reykjavík Fashion Festival í fyrra. Hún segir mikilvægt að fatahönnuðir hugsi líka um viðskiptahliðina og að selja fatnaðinn en ekki bara einblína á listina. „Það er stígandi í þessum bransa hérna heima og mörg merki sem geta gert það gott. Einnig sé ég að Listaháskólinn er komin í sterkari tengsl við atvinnulífið í fatahönnun sem er jákvætt skref,“ segir Áslaug sem hefur sérstaklega fylgst með hálf íslenska merkinu Ostwald Helgason, sem er eftir þau Ingvar Helgason og Susanne Ostwald, og er á hraðri uppleið í tískuheiminum. „Það er mikilvægt að setja sér stór markmið en byrja smátt. Byrja að selja í einstaka heildsölur með það að markmiði að enda í Barneys.“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira