Fjötrar feðraveldisins Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 14. apríl 2014 11:00 "Meinið er að allt þetta er afskaplega ruglingslegt og í framsetningunni er lítið gert til að hjálpa til við að skerpa línur eða hjálpa gestum leikhússins til skilnings.“ Mynd: Grímur Bjarnason Leiklist: Dagbók jazzsöngvarans Common Nonsense í samstarfi við Borgarleikhúsið Höfundur: Valur Freyr Einarsson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Thorbjoern Knudsen Tónlist: Davíð Þór Jónsson Leikarar: Valur Freyr Einarsson, Kristbjörg Kjeld, Grettir Valsson Það verður að segjast að þetta leikár hefur verið köflótt hjá Borgarleikhúsinu en þó var með nokkurri eftirvæntingu sem ég fór í Borgarleikhúsið um helgina, á frumsýningu nýs verks eftir Val Frey Einarsson – Dagbók jazzsöngvarans. Sami hópur, Common Nonsense, stendur að þessari sýningu og setti upp sýninguna Tengdó fyrir ekki svo margt löngu. Sjálfur sá ég ekki þá sýningu en hafði heyrt afar vel af henni látið. Sýnt er á Nýja sviðinu og nýr leikhússtjóri gerði vel í að reyna að fá betri stóla í salinn.Átök við að raða brotum saman Auðvitað er fagnaðarefni þegar nýtt íslenskt leikrit ratar á fjalirnar. Þetta verk fjallar um kerfisfræðinginn Ólaf Haraldsson en honum berst símtal frá Stellu, eldri konu sem hann hefur aldrei heyrt né séð, sem tilkynnir honum að faðir hans, sem Ólafur hafði ekki verið í miklum samskiptum við, sé dáinn. Verkið er byggt upp þannig að farið er fram og til baka í tíma, svipmyndum af föður Ólafs ungum og afa hans og ömmu er brugðið upp og faðir Ólafs ungur drengur er á sviðinu nánast allan tímann – sem lengstum er fremur til þess fallið að rugla áhorfendur enn í ríminu en hitt. Myndirnar raðast saman hægt og bítandi eftir því sem á líður og áhorfendum verður smám saman ljóst að verkið fjallar um heft samskipti feðga sem yfir hvílir skuggi heimilisofbeldis. Bölvun hins hefta feðraveldis, sem Ólafur á við að eiga – bölvun sem gerir hann tilfinningalega fatlaðan.Eintóna og tilfinningalega heftur Meinið er að allt þetta er afskaplega ruglingslegt og í framsetningunni er lítið gert til að hjálpa til við að skerpa línur eða hjálpa gestum leikhússins til skilnings. Áhorfendur eiga fullt í fangi með að raða brotunum saman og leikstjórinn fellur í þá gryfju að átta sig ekki á því að gera verður ráð fyrir því að áhorfendur eru að sjá þetta í fyrsta skipti og þekkja ekki verkið. Og þar sem Ólafur er þetta tilfinningalega heftur er erfitt að túlka hann með blæbrigðaríkum hætti. Karakterinn er fremur eintóna, fruntalegur og dónalegur og áhorfendur botna ekkert í því af hverju í ósköpunum hann er nánast allt verkið, nema rétt undir lokin, svona yfirgengilega pirraður í garð Stellu. Og sannkölluð ráðgáta af hverju hún sækir í að vilja umgangast hann, þar sem hann býður ekki uppá mikið svigrúm til samkenndar. Þetta hlýtur að skrifast á leikstjórann því Valur Freyr Einarsson er flinkur leikari. Þrátt fyrir allt tókst honum að sýna það sem er nokkurt afrek í ljósi þess sem áður er sagt. Og honum er vorkunn sem höfundi að leika hlutverk Ólafs því augljós hætta blasir við sem er að hann skorti yfirsýn, sé of djúpt sokkinn í verk sitt. Þá ríður á að honum sé hjálpað til við að koma þeim skilningi yfir og varða leið sem skerpir á sögunni.Stórleikkonan Kristbjörg Kjeld Það er því ekki auðvelt hlutskipti sem blasir við hinni stórkostlegu leikkonu Kristbjörgu Kjeld – sem þegar hefur skráð nafn sitt stóru letri í íslenska leiklistarsögu. Hún túlkar Stellu með því að bregða yfir sig hempu öldungsins, hins vitra sem sér með hjartanu, sér í gegnum kaldranalegt viðmót Ólafs og lætur engan bilbug á sér finna. Kristbjörg leikur einnig ömmu Ólafs, konu sem er beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi eiginmanns. Kristbjörg er meistari textameðferðar og í lágstemmdum leik birtist amman æðrulaus í brotsjó tilverunnar, en Stella er annarrar gerðar, gerandi í eigin lífi og með það mottó að vera ekki skver heldur lifa lífinu. Þá er ónefndur drengurinn Grettir Valsson og þar er augljóslega stórefni á ferð. Þrátt fyrir ungan aldur fer hann vel með sitt, eftirtektarverð er mjög góð framsögn og sviðsöryggi. Hann kemur sannarlega til skila tilfinningum barns sem verður vitni að ofstopa innan veggja heimilisins og leikur það vel.Ómarkviss framsetning Framsetningin er ekki til að hjálpa upp á sakirnar nema síður sé. Skiptingar fara fram á sviðinu, í lýsingu sem er hvorki né þannig að þær virka einfaldlega óhreinar; nánast eins og fremur sé um leiklestur að ræða en leiksýningu. Lýsingin er reyndar öll ákaflega flöt og sviðsmyndin er eins og leikmynda- og leikmunageymsla; ruslahaugur þar sem úir og grúir af allskyns dóti sem sumt kemur við sögu, annað ekki, og engin leið er að ráða nokkuð í hvort eigi að þjóna einhverju hlutverki sem slík. Ef þetta á að vísa til óreiðu hugans og það að dröslast með óuppgerðar tilfinningar í farangrinum þá er það langsótt og vanhugsað. Leikmyndin virkar heftandi á leikara og tónlistin virðist ekki í nokkru samhengi við verkið – frekar að hún veki hughrif sem eiga betur við bíómynd eftir Hitchcock en drama um tilfinningalega hefta íslenska karlmenn sem þekkja þá leið eina að bregðast reiðir við og kreppa hnefa. Enn og aftur, allt þetta ósamstæða kraðak hlýtur að skrifast á leikstjórann sem ber ábyrgð á því að allir þræðir komi saman í eina heild.Niðurstaða: Leikverk sem ætlar sér að fjalla um heft tilfinningalíf karla sem eru fórnarlömb feðraveldisins en leiðin þangað er ekki greið. Framsetningin hjálpar þar ekki uppá sakir. Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leiklist: Dagbók jazzsöngvarans Common Nonsense í samstarfi við Borgarleikhúsið Höfundur: Valur Freyr Einarsson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóð: Thorbjoern Knudsen Tónlist: Davíð Þór Jónsson Leikarar: Valur Freyr Einarsson, Kristbjörg Kjeld, Grettir Valsson Það verður að segjast að þetta leikár hefur verið köflótt hjá Borgarleikhúsinu en þó var með nokkurri eftirvæntingu sem ég fór í Borgarleikhúsið um helgina, á frumsýningu nýs verks eftir Val Frey Einarsson – Dagbók jazzsöngvarans. Sami hópur, Common Nonsense, stendur að þessari sýningu og setti upp sýninguna Tengdó fyrir ekki svo margt löngu. Sjálfur sá ég ekki þá sýningu en hafði heyrt afar vel af henni látið. Sýnt er á Nýja sviðinu og nýr leikhússtjóri gerði vel í að reyna að fá betri stóla í salinn.Átök við að raða brotum saman Auðvitað er fagnaðarefni þegar nýtt íslenskt leikrit ratar á fjalirnar. Þetta verk fjallar um kerfisfræðinginn Ólaf Haraldsson en honum berst símtal frá Stellu, eldri konu sem hann hefur aldrei heyrt né séð, sem tilkynnir honum að faðir hans, sem Ólafur hafði ekki verið í miklum samskiptum við, sé dáinn. Verkið er byggt upp þannig að farið er fram og til baka í tíma, svipmyndum af föður Ólafs ungum og afa hans og ömmu er brugðið upp og faðir Ólafs ungur drengur er á sviðinu nánast allan tímann – sem lengstum er fremur til þess fallið að rugla áhorfendur enn í ríminu en hitt. Myndirnar raðast saman hægt og bítandi eftir því sem á líður og áhorfendum verður smám saman ljóst að verkið fjallar um heft samskipti feðga sem yfir hvílir skuggi heimilisofbeldis. Bölvun hins hefta feðraveldis, sem Ólafur á við að eiga – bölvun sem gerir hann tilfinningalega fatlaðan.Eintóna og tilfinningalega heftur Meinið er að allt þetta er afskaplega ruglingslegt og í framsetningunni er lítið gert til að hjálpa til við að skerpa línur eða hjálpa gestum leikhússins til skilnings. Áhorfendur eiga fullt í fangi með að raða brotunum saman og leikstjórinn fellur í þá gryfju að átta sig ekki á því að gera verður ráð fyrir því að áhorfendur eru að sjá þetta í fyrsta skipti og þekkja ekki verkið. Og þar sem Ólafur er þetta tilfinningalega heftur er erfitt að túlka hann með blæbrigðaríkum hætti. Karakterinn er fremur eintóna, fruntalegur og dónalegur og áhorfendur botna ekkert í því af hverju í ósköpunum hann er nánast allt verkið, nema rétt undir lokin, svona yfirgengilega pirraður í garð Stellu. Og sannkölluð ráðgáta af hverju hún sækir í að vilja umgangast hann, þar sem hann býður ekki uppá mikið svigrúm til samkenndar. Þetta hlýtur að skrifast á leikstjórann því Valur Freyr Einarsson er flinkur leikari. Þrátt fyrir allt tókst honum að sýna það sem er nokkurt afrek í ljósi þess sem áður er sagt. Og honum er vorkunn sem höfundi að leika hlutverk Ólafs því augljós hætta blasir við sem er að hann skorti yfirsýn, sé of djúpt sokkinn í verk sitt. Þá ríður á að honum sé hjálpað til við að koma þeim skilningi yfir og varða leið sem skerpir á sögunni.Stórleikkonan Kristbjörg Kjeld Það er því ekki auðvelt hlutskipti sem blasir við hinni stórkostlegu leikkonu Kristbjörgu Kjeld – sem þegar hefur skráð nafn sitt stóru letri í íslenska leiklistarsögu. Hún túlkar Stellu með því að bregða yfir sig hempu öldungsins, hins vitra sem sér með hjartanu, sér í gegnum kaldranalegt viðmót Ólafs og lætur engan bilbug á sér finna. Kristbjörg leikur einnig ömmu Ólafs, konu sem er beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hendi eiginmanns. Kristbjörg er meistari textameðferðar og í lágstemmdum leik birtist amman æðrulaus í brotsjó tilverunnar, en Stella er annarrar gerðar, gerandi í eigin lífi og með það mottó að vera ekki skver heldur lifa lífinu. Þá er ónefndur drengurinn Grettir Valsson og þar er augljóslega stórefni á ferð. Þrátt fyrir ungan aldur fer hann vel með sitt, eftirtektarverð er mjög góð framsögn og sviðsöryggi. Hann kemur sannarlega til skila tilfinningum barns sem verður vitni að ofstopa innan veggja heimilisins og leikur það vel.Ómarkviss framsetning Framsetningin er ekki til að hjálpa upp á sakirnar nema síður sé. Skiptingar fara fram á sviðinu, í lýsingu sem er hvorki né þannig að þær virka einfaldlega óhreinar; nánast eins og fremur sé um leiklestur að ræða en leiksýningu. Lýsingin er reyndar öll ákaflega flöt og sviðsmyndin er eins og leikmynda- og leikmunageymsla; ruslahaugur þar sem úir og grúir af allskyns dóti sem sumt kemur við sögu, annað ekki, og engin leið er að ráða nokkuð í hvort eigi að þjóna einhverju hlutverki sem slík. Ef þetta á að vísa til óreiðu hugans og það að dröslast með óuppgerðar tilfinningar í farangrinum þá er það langsótt og vanhugsað. Leikmyndin virkar heftandi á leikara og tónlistin virðist ekki í nokkru samhengi við verkið – frekar að hún veki hughrif sem eiga betur við bíómynd eftir Hitchcock en drama um tilfinningalega hefta íslenska karlmenn sem þekkja þá leið eina að bregðast reiðir við og kreppa hnefa. Enn og aftur, allt þetta ósamstæða kraðak hlýtur að skrifast á leikstjórann sem ber ábyrgð á því að allir þræðir komi saman í eina heild.Niðurstaða: Leikverk sem ætlar sér að fjalla um heft tilfinningalíf karla sem eru fórnarlömb feðraveldisins en leiðin þangað er ekki greið. Framsetningin hjálpar þar ekki uppá sakir.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira