Lífið

Vilborg og Saga hittust á Everest

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og leikkonan Saga Garðarsdóttir hittust í gær í grunnbúðum við Everest, hæsta fjallstind í heimi.

Vilborg birti mynd af fagnaðarfundunum, eins og hún kallar þá, á Facebook-síðu sinni.

„Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga,“ skrifar Vilborg við myndina.

Everest er síðasti tindurinn af tindunum sjö, hæstu tindunum í hverri heimsálfu, sem Vilborg klífur á einu ári. Grunnbúðirnar eru í um 5.300 metra hæð og ætlar Vilborg að dvelja þar í sex vikur ef marka má ferðadagbók á vefsíðunni hennar.

Með Sögu og Vilborgu á myndinni er Ingólfur Ragnar Axelsson sem er einnig á leiðinni á topp Everest. Fylgjast má með ferðum hans hér.


Tengdar fréttir

Ber óendanlega virðingu fyrir Everest

Vilborg Arna Gissurardóttir ætli sér að verða fyrst íslenskra kvenna til að sigra þetta hæsta fjall jarðar, en það er 8.848 metrar að hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.