Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 06:00 Teitur Örlygsson yfirgefur Garðabæinn. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli