Tímamótatíð hjá Teiti í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 06:00 Teitur Örlygsson yfirgefur Garðabæinn. Vísir/Daníel Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira
Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnudagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfuboltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórnvölinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn.Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félagsins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leikmaður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigurvilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum.Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur.Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 prósent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjánssonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarnan tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014.„Nýju skrefin“ í Garðabænum í þjálfaratíð TeitsFyrsta sinn í undanúrslit í bikarkeppni - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val)Fyrsta sinn í bikarúrslitaleik - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík)Fyrsti bikarmeistaratitilinn - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR)Fyrsta sinn yfir 50 prósent sigurhlutfall á tímabili - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp)Fyrsti leikur í úrslitakeppni - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli)Fyrsti sigurleikur í úrslitakeppni - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík)Fyrsti sigur í seríu í úrslitakeppni - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1)Fyrsti sigur í undanúrslitum í úrslitakeppni - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli)Fyrsta sinn í lokaúrslit í úrslitakeppni - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli)Fyrsti sigur í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR)Fyrsta forysta í lokaúrslitum í úrslitakeppni - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ Sjá meira