Óttinn við tækifærin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. apríl 2014 07:00 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra blés fyrirhugaða sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskóla Íslands af, eftir að hagsmunaöfl á borð við sveitarstjórn Borgarbyggðar og Bændasamtökin höfðu lagzt eindregið gegn henni, ásamt þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Samkvæmt því sem fram kom í fréttaskýringu í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru þó farnar að heyrast efasemdaraddir, að minnsta kosti í hópi þingmannanna, um að það sé rétt að streitast á móti sameiningunni. Hugsanlega gæti enn orðið af henni. Ein ástæðan fyrir því gæti verið sú að Illugi Gunnarsson hyggst taka harðar á hallarekstri LBHÍ en forverar hans og hefur farið fram á áætlun um hvernig eigi að koma rekstrinum í jafnvægi. Hún liggur fyrir og gerir ráð fyrir að skorið verði niður um 70 milljónir á þessu ári, sem þýðir að stöðugildum við skólann verði fækkað um fimmtán. Sameiningaráformin gerðu hins vegar ráð fyrir fjárfestingum og uppbyggingu á Hvanneyri. Hugsanlega hafa rök fræðimanna við báða háskólana, sem nú eru farnir að láta í sér heyra, líka áhrif. Þrír fjórðuhlutar akademískra starfsmanna LBHÍ hafa skorað á rektor skólans, ráðherrann og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að klára sameiningarferlið. Háskólaráð HÍ hefur sömuleiðis kallað eftir því að tækifærin sem kunni að skapast með sameiningunni verði skoðuð áfram með opnum huga. Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, segir að meiningin sé að efla starfsmenntanám á Hvanneyri og alls ekki að starfsemin minnki og sogist til Reykjavíkur, heldur þvert á móti. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir að það verði gífurleg vonbrigði ef ekki verði úr sameiningunni vegna andstöðu sveitarfélagsins og Bændasamtakanna. Hún benti í viðtali við Stúdentablaðið á að landbúnaður væri að þróast hratt sem þekkingargrein og því fylgdu auknar kröfur til námsins. Það væru því mjög spennandi tengingar á milli skólanna. Kennarar LBHÍ bentu í grein í Morgunblaðinu á að landbúnaðarvísindi og tengdar greinar ætti ekki að reka í sérhólfi heldur sæmdi þeim að vera við hlið annarra mikilvægra fræðigreina. Það væri líka leiðin sem nágrannaþjóðirnar hefðu farið á síðustu árum. Þetta er mikilvægur punktur í málinu. Hvaða rök eru fyrir því að sérstakur háskóli sé rekinn fyrir landbúnaðinn, fremur en til dæmis sjávarútveginn, ferðaþjónustuna eða stóriðjuna? Flestar fræðigreinar græða á sambýli og samstarfi við aðrar. Kjarni málsins er kannski það sem kemur fram í grein kennaranna á Hvanneyri: „Sjálfskipaðir umsagnaraðilar Borgarbyggðar og Bændasamtaka Íslands hafa án faglegrar röksemdafærslu sett sig gegn sameiningaráformum.“ Flest bendir nefnilega til að þessi hagsmunaöfl séu föst í gamaldags ótta við breytingar, fremur en að hlusta á fagleg rök um þau tækifæri fyrir báða háskólana og fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein sem felast í sameiningunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra blés fyrirhugaða sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskóla Íslands af, eftir að hagsmunaöfl á borð við sveitarstjórn Borgarbyggðar og Bændasamtökin höfðu lagzt eindregið gegn henni, ásamt þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Samkvæmt því sem fram kom í fréttaskýringu í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru þó farnar að heyrast efasemdaraddir, að minnsta kosti í hópi þingmannanna, um að það sé rétt að streitast á móti sameiningunni. Hugsanlega gæti enn orðið af henni. Ein ástæðan fyrir því gæti verið sú að Illugi Gunnarsson hyggst taka harðar á hallarekstri LBHÍ en forverar hans og hefur farið fram á áætlun um hvernig eigi að koma rekstrinum í jafnvægi. Hún liggur fyrir og gerir ráð fyrir að skorið verði niður um 70 milljónir á þessu ári, sem þýðir að stöðugildum við skólann verði fækkað um fimmtán. Sameiningaráformin gerðu hins vegar ráð fyrir fjárfestingum og uppbyggingu á Hvanneyri. Hugsanlega hafa rök fræðimanna við báða háskólana, sem nú eru farnir að láta í sér heyra, líka áhrif. Þrír fjórðuhlutar akademískra starfsmanna LBHÍ hafa skorað á rektor skólans, ráðherrann og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að klára sameiningarferlið. Háskólaráð HÍ hefur sömuleiðis kallað eftir því að tækifærin sem kunni að skapast með sameiningunni verði skoðuð áfram með opnum huga. Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ, segir að meiningin sé að efla starfsmenntanám á Hvanneyri og alls ekki að starfsemin minnki og sogist til Reykjavíkur, heldur þvert á móti. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir að það verði gífurleg vonbrigði ef ekki verði úr sameiningunni vegna andstöðu sveitarfélagsins og Bændasamtakanna. Hún benti í viðtali við Stúdentablaðið á að landbúnaður væri að þróast hratt sem þekkingargrein og því fylgdu auknar kröfur til námsins. Það væru því mjög spennandi tengingar á milli skólanna. Kennarar LBHÍ bentu í grein í Morgunblaðinu á að landbúnaðarvísindi og tengdar greinar ætti ekki að reka í sérhólfi heldur sæmdi þeim að vera við hlið annarra mikilvægra fræðigreina. Það væri líka leiðin sem nágrannaþjóðirnar hefðu farið á síðustu árum. Þetta er mikilvægur punktur í málinu. Hvaða rök eru fyrir því að sérstakur háskóli sé rekinn fyrir landbúnaðinn, fremur en til dæmis sjávarútveginn, ferðaþjónustuna eða stóriðjuna? Flestar fræðigreinar græða á sambýli og samstarfi við aðrar. Kjarni málsins er kannski það sem kemur fram í grein kennaranna á Hvanneyri: „Sjálfskipaðir umsagnaraðilar Borgarbyggðar og Bændasamtaka Íslands hafa án faglegrar röksemdafærslu sett sig gegn sameiningaráformum.“ Flest bendir nefnilega til að þessi hagsmunaöfl séu föst í gamaldags ótta við breytingar, fremur en að hlusta á fagleg rök um þau tækifæri fyrir báða háskólana og fyrir landbúnaðinn sem atvinnugrein sem felast í sameiningunni.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun