Nornaveiðar Mikael Torfason skrifar 26. apríl 2014 07:00 Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Eldraunina, eða The Crucible, eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller. Leikritið er byggt á sögulegum atburðum sem áttu sér stað í Salem á austurströnd Bandaríkjanna við lok sautjándu aldar. Um var að ræða svokallaðar nornaveiðar eða galdraofsóknir en í leikritinu eru nokkrar ungar stúlkur staðnar að því að magna seið úti í skógi og í kjölfarið eru þær grunaðar um galdur. Rannsóknarmenn og dómarar eru kallaðir til bæjarins og stúlkurnar bregðast við með því að saka aðra í bænum um að vera andsetnir. Arthur Miller leit á verkið sem ádeilu á McCarthy-tímann fyrir sextíu árum, en þegar verkið var fyrst frumsýnt á Broadway áttu sér stað nornaveiðar í Bandaríkjunum. Öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy fór fyrir hópi fólks sem vildi stöðva útbreiðslu kommúnisma í Bandaríkjunum. Sjálfur var Miller kallaður til yfirheyrslu á vegum nefndar sem kallaðist því óþjála nafni „Óameríska nefndin“. Miller var sakaður um að vera kommúnisti eða í það minnsta að hafa samúð með málstað þeirra. Hann neitaði að benda á aðra sem gætu verið hallir undir kommúnisma og var dæmdur fyrir að óvirða bandaríska þingið. Þeim úrskurði var síðar hnekkt. Arthur Miller lifði raunverulegar nornaveiðar. Sjötti áratugurinn í Bandaríkjunum var óhugnanlegur tími hvað varðar ofsóknir á hendur fólki með ákveðnar stjórnmálaskoðanir – og ætti að vera okkur víti til varnaðar. Nornaveiðar eru dauðans alvara og sögulega eru þær furðu nálægt okkur í tíma sem slíkar. Og því miður eru nornaveiðar eitthvað sem við þekkjum ágæt dæmi um í nútímanum; annaðhvort í því formi að einhver sá sem unnið hefur sér eitthvað til óhelgi að mati hóps, sem telur sig fara með kennivald, er tekinn af lífi án dóms og laga í óeiginlegri merkingu eða í formi kröfugerðar um að eðlilegar leikreglur réttarríkis séu sveigðar til móts við refsigleði múgs. Og þá er sönnunarfærsla aukaatriði. Við ættum öll að temja okkur að tala af ábyrgð um fyrirbæri sem þessi en því miður hefur borið á því, ekki síst meðal stjórnmálamanna vorra tíma, að merking orða og hugtaka hefur verið gengisfelld. Okkur hættir til að vilja líkja snarpri umræðu við nornaveiðar fyrri alda eða ofsóknir og einelti í okkar nærsamfélagi. Þannig erum við fljót að gera lítið úr því þegar fólk er raunverulega ofsótt. Nýjasta dæmið um slíkt gæti verið Guðni Ágústsson en hann hætti óvænt við að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fjölmargir vilja rekja þá ákvörðun til ofsókna sem Guðni á að hafa sætt á netinu. Er þar talað um „óhróður“ og „nettröll“; Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að menn hefðu farið hamförum í gagnrýni á Guðna á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ sagði Sigrún í gær án þess að nefna nein dæmi. Við sem höfum fylgst með umræðunni spyrjum okkur hvar þennan meinta óhróður sé að finna nema átt sé við pistla þar sem vitnað er í orð Guðna sjálfs. Það er ekkert leyndarmál að Guðni hefur í áraraðir barist gegn hagsmunum Reykvíkinga í nafni byggðastefnu. Hann hefur meðal annars flutt þingmál um að Reykvíkingar eigi að borga hærri skatta en aðrir landsmenn, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Spuninn virðist sá að Guðni sé fórnarlamb nornaveiða nútímalegra nettrölla og hafi þess vegna mátt hrökklast frá. Fólk ætti ekki að tala af svo mikilli léttúð um það þegar raunveruleg múgsefjun og nornaveiðar taka völdin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi leikritið Eldraunina, eða The Crucible, eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller. Leikritið er byggt á sögulegum atburðum sem áttu sér stað í Salem á austurströnd Bandaríkjanna við lok sautjándu aldar. Um var að ræða svokallaðar nornaveiðar eða galdraofsóknir en í leikritinu eru nokkrar ungar stúlkur staðnar að því að magna seið úti í skógi og í kjölfarið eru þær grunaðar um galdur. Rannsóknarmenn og dómarar eru kallaðir til bæjarins og stúlkurnar bregðast við með því að saka aðra í bænum um að vera andsetnir. Arthur Miller leit á verkið sem ádeilu á McCarthy-tímann fyrir sextíu árum, en þegar verkið var fyrst frumsýnt á Broadway áttu sér stað nornaveiðar í Bandaríkjunum. Öldungadeildarþingmaðurinn Joseph McCarthy fór fyrir hópi fólks sem vildi stöðva útbreiðslu kommúnisma í Bandaríkjunum. Sjálfur var Miller kallaður til yfirheyrslu á vegum nefndar sem kallaðist því óþjála nafni „Óameríska nefndin“. Miller var sakaður um að vera kommúnisti eða í það minnsta að hafa samúð með málstað þeirra. Hann neitaði að benda á aðra sem gætu verið hallir undir kommúnisma og var dæmdur fyrir að óvirða bandaríska þingið. Þeim úrskurði var síðar hnekkt. Arthur Miller lifði raunverulegar nornaveiðar. Sjötti áratugurinn í Bandaríkjunum var óhugnanlegur tími hvað varðar ofsóknir á hendur fólki með ákveðnar stjórnmálaskoðanir – og ætti að vera okkur víti til varnaðar. Nornaveiðar eru dauðans alvara og sögulega eru þær furðu nálægt okkur í tíma sem slíkar. Og því miður eru nornaveiðar eitthvað sem við þekkjum ágæt dæmi um í nútímanum; annaðhvort í því formi að einhver sá sem unnið hefur sér eitthvað til óhelgi að mati hóps, sem telur sig fara með kennivald, er tekinn af lífi án dóms og laga í óeiginlegri merkingu eða í formi kröfugerðar um að eðlilegar leikreglur réttarríkis séu sveigðar til móts við refsigleði múgs. Og þá er sönnunarfærsla aukaatriði. Við ættum öll að temja okkur að tala af ábyrgð um fyrirbæri sem þessi en því miður hefur borið á því, ekki síst meðal stjórnmálamanna vorra tíma, að merking orða og hugtaka hefur verið gengisfelld. Okkur hættir til að vilja líkja snarpri umræðu við nornaveiðar fyrri alda eða ofsóknir og einelti í okkar nærsamfélagi. Þannig erum við fljót að gera lítið úr því þegar fólk er raunverulega ofsótt. Nýjasta dæmið um slíkt gæti verið Guðni Ágústsson en hann hætti óvænt við að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fjölmargir vilja rekja þá ákvörðun til ofsókna sem Guðni á að hafa sætt á netinu. Er þar talað um „óhróður“ og „nettröll“; Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í Fréttablaðinu í gær að menn hefðu farið hamförum í gagnrýni á Guðna á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ sagði Sigrún í gær án þess að nefna nein dæmi. Við sem höfum fylgst með umræðunni spyrjum okkur hvar þennan meinta óhróður sé að finna nema átt sé við pistla þar sem vitnað er í orð Guðna sjálfs. Það er ekkert leyndarmál að Guðni hefur í áraraðir barist gegn hagsmunum Reykvíkinga í nafni byggðastefnu. Hann hefur meðal annars flutt þingmál um að Reykvíkingar eigi að borga hærri skatta en aðrir landsmenn, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Spuninn virðist sá að Guðni sé fórnarlamb nornaveiða nútímalegra nettrölla og hafi þess vegna mátt hrökklast frá. Fólk ætti ekki að tala af svo mikilli léttúð um það þegar raunveruleg múgsefjun og nornaveiðar taka völdin.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun