Þjóðlegt var það heillin, eða hvað? Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2014 09:00 Skrattinn úr sauðarleggnum: "Hvert atriði var samið í kringum eitt lag og var efni atriðisins komið til skila í tónlist, söng og dansi.“ Dans: Skrattinn úr sauðarleggnum Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu (Kassanum) Höfundar og flytjendur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Agnieszka Baranowska Ljós og hljóð: Ólafur Pétur Georgsson Þula: Brynhildur Guðjónsdóttir Í verkinu Skrattinn úr sauðarleggnum léku höfundar sér með þjóðleg þemu og gerðu létt grín að mörgum þeim þáttum sem helgastir hafa verið í þjóðarímynd Íslendinga eins og ósnortinni fegurð íslenskra kvenna og íslenskrar náttúru. Fjallkonan var á staðnum með fald og sitt fagra ljósa hár, ungar stúlkur með svuntur og ljósar fléttur tipluðu í grasinu (já grasinu, íslenskur svörður hafði hreinlega lagt sig yfir gólf Þjóðleikhússins), íslensk landnámshæna spígsporaði um og sannir Íslendingar í íslenskum lopapeysum (reyndar með norsku ívafi) lágu í útilegu í íslenskri náttúru, náttúru sem hópurinn boðaði reyndar að börn þessa lands ættu ekki eftir að sjá svo mikið af vegna meðferðar okkar á henni, nema kannski tilbúna í leikhúsinu. Höfundar fönguðu einnig nútíma „þjóðlegheit“ eins og útilegurnar, Þjóðhátíð og heitapottsmenninguna og var eitt fallegasta atriðið í sýningunni þegar Valdimar og Sigríður Soffía svömluðu um í heitum potti eins og hafmeyjur (hafmeyjur eru þó varla þjóðlegar síðan Kaupmannahöfn hætti að vera höfuðborgin okkar) á meðan Melkorka söng. Í eyrum áhorfenda hljómuðu lög sem ýmist voru í þjóðlagastíl eða þungt rokk. Auk frumsaminna texta var sótt í menningararfinn, Hávamál og Höfuðlausn Egils auk þess sem sungnar voru vögguvísur, vel óhugnanlegar, í anda íslenskra vögguvísna. Lög og textar voru ágætlega samin og flutt nema stundum var erfitt að greina textana í flutningi Valdimars. Það er athyglisvert að í leikskrá er tekið fram að tónlistin sé öll frumsamin en ekki sagt hver samdi hana. Það má því leiða að því líkur að höfundarnir sjálfir hafi verið þar að verki. Sýningin var uppbyggð sem samansafn atriða með mismiklum tengingum. Stundum heyrðist rödd þulu á milli atriða sem kynnti hvað næst bæri á góma en stundum runnu atriðin áfram eitt af öðru. Hvert atriði var samið í kringum eitt lag og var efni atriðisins komið til skila í tónlist, söng og dansi. Framvinda verksins var nokkuð höktandi í byrjum en náði sér síðan á strik og endaði í mjög skemmtilegu atriði. Á heildina litið hefði mátt vera meiri dýpt í flestum atriðunum og betra flæði á milli þeirra en verkið var samt mjög skemmtilegt og margt kom eins og „skrattinn úr sauðarleggnum“. Dansararnir Sigríður Soffía og Melkorka Sigríður réðu vel við sönginn auk þess að geta tjáð sig í hreyfingu á skýran hátt. Valdimar hefur skemmtilega rokkrödd og komst skammlaust frá sínum hreyfiþætti. Það er athyglisvert fyrir dansgagnrýnanda að skrifa dansgagnrýni án þess að finnast að fjalla þurfi um dansinn eða hreyfingarnar sérstaklega. Hreyfingarnar voru bara þarna eins og þær áttu að vera, órjúfanlegur partur af skýrri og einfaldri heild.Niðurstaða: Skrattinn úr sauðarleggnum var skemmtileg sýning þar sem íslenskum þjóðlegheitum voru gerð skil á skoplegan hátt. Sýninguna skorti þó nokkra dýpt og flæði. Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dans: Skrattinn úr sauðarleggnum Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu (Kassanum) Höfundar og flytjendur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir Búningar: Agnieszka Baranowska Ljós og hljóð: Ólafur Pétur Georgsson Þula: Brynhildur Guðjónsdóttir Í verkinu Skrattinn úr sauðarleggnum léku höfundar sér með þjóðleg þemu og gerðu létt grín að mörgum þeim þáttum sem helgastir hafa verið í þjóðarímynd Íslendinga eins og ósnortinni fegurð íslenskra kvenna og íslenskrar náttúru. Fjallkonan var á staðnum með fald og sitt fagra ljósa hár, ungar stúlkur með svuntur og ljósar fléttur tipluðu í grasinu (já grasinu, íslenskur svörður hafði hreinlega lagt sig yfir gólf Þjóðleikhússins), íslensk landnámshæna spígsporaði um og sannir Íslendingar í íslenskum lopapeysum (reyndar með norsku ívafi) lágu í útilegu í íslenskri náttúru, náttúru sem hópurinn boðaði reyndar að börn þessa lands ættu ekki eftir að sjá svo mikið af vegna meðferðar okkar á henni, nema kannski tilbúna í leikhúsinu. Höfundar fönguðu einnig nútíma „þjóðlegheit“ eins og útilegurnar, Þjóðhátíð og heitapottsmenninguna og var eitt fallegasta atriðið í sýningunni þegar Valdimar og Sigríður Soffía svömluðu um í heitum potti eins og hafmeyjur (hafmeyjur eru þó varla þjóðlegar síðan Kaupmannahöfn hætti að vera höfuðborgin okkar) á meðan Melkorka söng. Í eyrum áhorfenda hljómuðu lög sem ýmist voru í þjóðlagastíl eða þungt rokk. Auk frumsaminna texta var sótt í menningararfinn, Hávamál og Höfuðlausn Egils auk þess sem sungnar voru vögguvísur, vel óhugnanlegar, í anda íslenskra vögguvísna. Lög og textar voru ágætlega samin og flutt nema stundum var erfitt að greina textana í flutningi Valdimars. Það er athyglisvert að í leikskrá er tekið fram að tónlistin sé öll frumsamin en ekki sagt hver samdi hana. Það má því leiða að því líkur að höfundarnir sjálfir hafi verið þar að verki. Sýningin var uppbyggð sem samansafn atriða með mismiklum tengingum. Stundum heyrðist rödd þulu á milli atriða sem kynnti hvað næst bæri á góma en stundum runnu atriðin áfram eitt af öðru. Hvert atriði var samið í kringum eitt lag og var efni atriðisins komið til skila í tónlist, söng og dansi. Framvinda verksins var nokkuð höktandi í byrjum en náði sér síðan á strik og endaði í mjög skemmtilegu atriði. Á heildina litið hefði mátt vera meiri dýpt í flestum atriðunum og betra flæði á milli þeirra en verkið var samt mjög skemmtilegt og margt kom eins og „skrattinn úr sauðarleggnum“. Dansararnir Sigríður Soffía og Melkorka Sigríður réðu vel við sönginn auk þess að geta tjáð sig í hreyfingu á skýran hátt. Valdimar hefur skemmtilega rokkrödd og komst skammlaust frá sínum hreyfiþætti. Það er athyglisvert fyrir dansgagnrýnanda að skrifa dansgagnrýni án þess að finnast að fjalla þurfi um dansinn eða hreyfingarnar sérstaklega. Hreyfingarnar voru bara þarna eins og þær áttu að vera, órjúfanlegur partur af skýrri og einfaldri heild.Niðurstaða: Skrattinn úr sauðarleggnum var skemmtileg sýning þar sem íslenskum þjóðlegheitum voru gerð skil á skoplegan hátt. Sýninguna skorti þó nokkra dýpt og flæði.
Gagnrýni Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira