Mikil aðsókn í leiklistarprufurnar Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 10:00 F.v. Bergur Þór Ingólfsson, Ívar Páll Jónsson, Stefán Örn Gunnlaugsson og Karl Pétur Jónsson á góðri stundu í New York. mynd/einkasafn „Ég er nýkominn heim, ég var viðstaddur prufurnar í New York, það mættu um 500 manns í prufur og það var mikið stuð. Þetta var svakalegt ævintýri, erfitt en gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Örn Gunnlaugsson, en hann er tónlistarstjóri og pródúserar jafnframt alla tónlist í íslenska indie/rokk-leikhúsverkinu, Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter í New York. Um er að ræða eins konar söngleik eftir Ívar Pál Jónsson og þá sér Bergur Þór Ingólfsson um leikstjórn en ráðgert er að frumsýna verkið í ágústmánuði í New York. Lee Proud er danshöfundur og Petr Hlousek hannar sviðsmynd en þeir ásamt Bergi unnu saman að Mary Poppins á Íslandi. Um framleiðslu verksins sjá Theater Mogul og Karl Pétur Jónsson. „Þetta kom þannig til að Ívar Páll Jónsson, sem semur leikritið, lög og texta, hafði samband við Jónas Sig og spurði Jónas hvort hann vildi taka þátt í þessu með honum. Hann hafði dálæti á tónlist Jónasar og í kjölfarið benti Jónas svo á mig og ég kom inn í þetta. Síðan eru liðin þrjú ár og allt að smella saman,“ segir Stefán Örn spurður út í upphafið. Stefán hefur gert plötu með tónlistinni úr söngleiknum og þar koma fram íslenskir tónlistarmenn. „Það eru söngvarar eins og Eyþór Ingi, Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Lára Rúnarsdóttir, Íkorni og Soffía Björg Óðinsdóttir sem syngja lögin á plötunni, ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum,“ bætir Stefán Örn við. Einnig syngur á plötunni Liam McCormick, höfuðpaur hljómsveitarinnar The Family Crest. Á facebook-síðunni má kynna sér nánar um verkið, þá má einnig fylgjast með á Twitter. Tengdar fréttir Bergur leikstýrir söngleik í New York Fjölskyldan fylgir Bergi Þór út í sumar. 6. mars 2014 11:30 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Ég er nýkominn heim, ég var viðstaddur prufurnar í New York, það mættu um 500 manns í prufur og það var mikið stuð. Þetta var svakalegt ævintýri, erfitt en gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Stefán Örn Gunnlaugsson, en hann er tónlistarstjóri og pródúserar jafnframt alla tónlist í íslenska indie/rokk-leikhúsverkinu, Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter í New York. Um er að ræða eins konar söngleik eftir Ívar Pál Jónsson og þá sér Bergur Þór Ingólfsson um leikstjórn en ráðgert er að frumsýna verkið í ágústmánuði í New York. Lee Proud er danshöfundur og Petr Hlousek hannar sviðsmynd en þeir ásamt Bergi unnu saman að Mary Poppins á Íslandi. Um framleiðslu verksins sjá Theater Mogul og Karl Pétur Jónsson. „Þetta kom þannig til að Ívar Páll Jónsson, sem semur leikritið, lög og texta, hafði samband við Jónas Sig og spurði Jónas hvort hann vildi taka þátt í þessu með honum. Hann hafði dálæti á tónlist Jónasar og í kjölfarið benti Jónas svo á mig og ég kom inn í þetta. Síðan eru liðin þrjú ár og allt að smella saman,“ segir Stefán Örn spurður út í upphafið. Stefán hefur gert plötu með tónlistinni úr söngleiknum og þar koma fram íslenskir tónlistarmenn. „Það eru söngvarar eins og Eyþór Ingi, Valdimar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius, Lára Rúnarsdóttir, Íkorni og Soffía Björg Óðinsdóttir sem syngja lögin á plötunni, ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum,“ bætir Stefán Örn við. Einnig syngur á plötunni Liam McCormick, höfuðpaur hljómsveitarinnar The Family Crest. Á facebook-síðunni má kynna sér nánar um verkið, þá má einnig fylgjast með á Twitter.
Tengdar fréttir Bergur leikstýrir söngleik í New York Fjölskyldan fylgir Bergi Þór út í sumar. 6. mars 2014 11:30 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira