Slysið á Everest setti strik í reikninginn Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. apríl 2014 09:15 Baltasar Kormákur er kominn heim eftir tökur á stórmyndinni Everest. Nordicphotos/Getty „Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015. Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Tökurnar gengu rosalega vel en þetta er líklega langerfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur sem er nýkominn heim eftir að hafa dvalið ytra í fjóra mánuði samfellt við tökur á stórmyndinni Everest. Tökulið á vegum Baltasars var í tökum á landslagi á Everest þegar hinn mikli harmleikur varð á Everest og minnst þrettán manneskjur týndu lífi í snjóflóði. „Við vorum að taka upp þegar þetta hræðilega slys átti sér stað og það minnir auðvitað á hversu hættulegt þetta er. Slysið kemur auðvitað nálægt raunveruleika myndarinnar, þar sem hún fjallar um miklar hörmungar sem áttu sér stað,“ segir Baltasar, en hann vonast þó til þess að slysið tefji ekki myndina. Tökur á landslagi voru stöðvaðar er slysið átti sér stað. „Við vorum búnir að taka upp helling áður en slysið varð og langt komnir með tökur, ég vonast til þess að að slysið tefji ekki myndina.“ Myndin fjallar um hörmungaratburði sem gerðust í Everestfjalli árið 1996, þar sem átta fjallgöngumenn fórust. Baltasar hefur eins og fyrr segir dvalið erlendis í um fjóra mánuði og er því vel kunnugur þeim erfiðu aðstæðum sem fylgja slíku háfjallaklifri. „Við vorum í þrjátíu stiga frosti í þrjú til fjögur þúsund metra hæð, þetta tók mjög á,“ bætir Baltasar við. Hann segist þó vera mikill náttúruunnandi og hafa gengið á nokkur fjöll en sé þó meira fyrir góðar hestaferðir. Everest er stærsta kvikmynd sem Baltasar hefur unnið að. „Myndin kostar í sjálfu sér álíka mikið og 2 Guns en kostnaðurinn er á öðrum sviðum. Kvikmyndagerðin sem slík kostar meira í Everest en meira fé fór í leikara í 2 Guns.“ Baltasar hefur í nógu að snúast og er með mörg járn í eldinum fyrir utan Everest. „Það er ýmislegt að gerast eins og sjónvarpsseríur og aðrar myndir. Vonandi næ ég að byrja á víkingaverkefninu fljótlega og svo er ég að skrifa fangelsismynd fyrir Universal ásamt öðrum handritshöfundi undir vinnuheitinu On the Job,“ útskýrir Baltasar. Stefnt er að því að frumsýna Everest í lok september árið 2015.
Tengdar fréttir Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00 Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44 Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19 Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Erfitt að glíma við náttúruöflin Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eftir tæplega þriggja mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest. 25. apríl 2014 10:00
Fyrsta myndin úr nýjustu stórmynd Baltasars Meðal þeirra sem klífa Everest í mynd Baltasars eru stórleikararnir Jason Clarke, Josh Brolin, John Hawkes og Jake Gyllenhaal. 13. febrúar 2014 16:44
Everest verður í þrívídd Nú hefur kvikmyndaverið Universal tilkynnt að Everest, kvikmynd Baltasars Kormáks, verði frumsýnd þann 27. febrúar árið 2015. 31. janúar 2014 12:19
Fjör á tökustað Everest Jake Gyllenhaal, Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson í tökum í Róm 27. febrúar 2014 10:45