Vanræktar stríðsminjar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. apríl 2014 07:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að verktakar, sem eru að breikka göngu- og hjólastíg við rætur Öskjuhlíðarinnar í Reykjavík, hefðu óvart farið með jarðýtu í gegnum gólfplötu dúfnahúss, sem brezka hernámsliðið reisti í Öskjuhlíð á stríðsárunum. Húsið var notað til að geyma bréfdúfur, sem herflugmenn höfðu í flugvélum sínum til að senda boð ef þeim hlekktist á. Merkilegar minjar um hernámið eru úti um alla Öskjuhlíðina vestanverða. Þetta atvik er bara eitt dæmi af mörgum um skeytingarleysið gagnvart þeim. Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir í Fréttablaðinu í gær að í útboðslýsingu verksins hafi komið fram að á svæðinu væru stríðsminjar sem fara þyrfti varlega í kringum, en ýtustjórunum er hugsanlega vorkunn – enginn hugsar um stríðsminjarnar í Öskjuhlíð, þær hafa ekki verið friðaðar og eru ómerktar. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í gær má hins vegar enn sjá í Öskjuhlíðinni nokkuð heillega mynd af því hvernig Bretar og seinna Bandaríkjamenn hugðust verja vígi sitt í Reykjavík. Þar eru steypt skotbyrgi, neðanjarðarstjórnbyrgi sem er heilmikið mannvirki, hlaðin vígi úr grjóti og torfi, varnarveggur fyrir olíutanka og grunnar bragga og ýmissa annarra bygginga. Þessar minjar hafa í sjötíu ár verið spennandi leiksvæði krakka – og eru sumar hverjar orðnar enn þá meira spennandi eftir að skógurinn sem síðan hefur vaxið í Öskjuhlíðinni umlukti þær. Áhugamenn um söguna hafa sýnt þeim áhuga og Minjasafn Reykjavíkur staðið fyrir gönguferðum þar sem rústirnar eru skoðaðar. Þar er einn af leiðsögumönnum viðmælandi Fréttablaðsins í gær, Stefán Pálsson sagnfræðingur sem þykir stríðsminjarnar merkilegar, þrátt fyrir að vera formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Því miður hafa mannvirkin líka áratugum saman verið vettvangur skemmdarvarga sem hafa krotað á byrgin og fyllt þau af grjóti og rusli. Þótt minjarnar í Öskjuhlíð hafi ekki náð þeim 100 ára aldri sem þarf til að teljast fornminjar eru þær mikils virði og segja hluta af merkilegri sögu stríðsáranna á Íslandi. Það var erlent herlið sem reisti þessi mannvirki, en þau eru engu að síður hluti af Íslandssögunni, ekkert síður en sögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Það er ekki hægt að varðveita um alla framtíð allar eftirstandandi minjar um veru hernámsliðsins í Reykjavík. Þessi mannvirki eru hins vegar á einu fjölfarnasta og skemmtilegasta útivistarsvæði borgarbúa. Þess vegna er alveg kjörið verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hreinsa til í rústunum, bæta aðgengi að þeim, merkja þær með upplýsingaskiltum fyrir kynslóðir framtíðarinnar og passa að fleiri ýtustjórar ryðjist ekki í gegnum þær. Með því móti verður Öskjuhlíðin enn skemmtilegri og ævintýralegri fyrir unga og aldna og þessum merkilegu minjum er sýndur sá sómi sem þær verðskulda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að verktakar, sem eru að breikka göngu- og hjólastíg við rætur Öskjuhlíðarinnar í Reykjavík, hefðu óvart farið með jarðýtu í gegnum gólfplötu dúfnahúss, sem brezka hernámsliðið reisti í Öskjuhlíð á stríðsárunum. Húsið var notað til að geyma bréfdúfur, sem herflugmenn höfðu í flugvélum sínum til að senda boð ef þeim hlekktist á. Merkilegar minjar um hernámið eru úti um alla Öskjuhlíðina vestanverða. Þetta atvik er bara eitt dæmi af mörgum um skeytingarleysið gagnvart þeim. Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar segir í Fréttablaðinu í gær að í útboðslýsingu verksins hafi komið fram að á svæðinu væru stríðsminjar sem fara þyrfti varlega í kringum, en ýtustjórunum er hugsanlega vorkunn – enginn hugsar um stríðsminjarnar í Öskjuhlíð, þær hafa ekki verið friðaðar og eru ómerktar. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í gær má hins vegar enn sjá í Öskjuhlíðinni nokkuð heillega mynd af því hvernig Bretar og seinna Bandaríkjamenn hugðust verja vígi sitt í Reykjavík. Þar eru steypt skotbyrgi, neðanjarðarstjórnbyrgi sem er heilmikið mannvirki, hlaðin vígi úr grjóti og torfi, varnarveggur fyrir olíutanka og grunnar bragga og ýmissa annarra bygginga. Þessar minjar hafa í sjötíu ár verið spennandi leiksvæði krakka – og eru sumar hverjar orðnar enn þá meira spennandi eftir að skógurinn sem síðan hefur vaxið í Öskjuhlíðinni umlukti þær. Áhugamenn um söguna hafa sýnt þeim áhuga og Minjasafn Reykjavíkur staðið fyrir gönguferðum þar sem rústirnar eru skoðaðar. Þar er einn af leiðsögumönnum viðmælandi Fréttablaðsins í gær, Stefán Pálsson sagnfræðingur sem þykir stríðsminjarnar merkilegar, þrátt fyrir að vera formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Því miður hafa mannvirkin líka áratugum saman verið vettvangur skemmdarvarga sem hafa krotað á byrgin og fyllt þau af grjóti og rusli. Þótt minjarnar í Öskjuhlíð hafi ekki náð þeim 100 ára aldri sem þarf til að teljast fornminjar eru þær mikils virði og segja hluta af merkilegri sögu stríðsáranna á Íslandi. Það var erlent herlið sem reisti þessi mannvirki, en þau eru engu að síður hluti af Íslandssögunni, ekkert síður en sögu heimsstyrjaldarinnar síðari. Það er ekki hægt að varðveita um alla framtíð allar eftirstandandi minjar um veru hernámsliðsins í Reykjavík. Þessi mannvirki eru hins vegar á einu fjölfarnasta og skemmtilegasta útivistarsvæði borgarbúa. Þess vegna er alveg kjörið verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hreinsa til í rústunum, bæta aðgengi að þeim, merkja þær með upplýsingaskiltum fyrir kynslóðir framtíðarinnar og passa að fleiri ýtustjórar ryðjist ekki í gegnum þær. Með því móti verður Öskjuhlíðin enn skemmtilegri og ævintýralegri fyrir unga og aldna og þessum merkilegu minjum er sýndur sá sómi sem þær verðskulda.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun