Körfubolti

Aðeins eitt félag hefur unnið titilinn á heimavelli meistaranna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij.
KR-ingurinn Pavel Ermolinskij. Vísir/Valli
KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í kvöld með sigri á heimavelli Íslandsmeistara síðustu tveggja ára en Grindavíkurliðið vann titilinn bæði 2012 og 2013.

Takist KR að vinna í Röstinni í kvödl og lyfta Íslandsbikarnum í leikslok yrði liðið fyrsta liðið í 26 ár til að vinna titilinn á heimavelli fráfarandi meistara.

Það hefur ekki tekist hjá neinu liði síðan Haukarnir unnu titilinn í Njarðvík 19. apríl 1988. Njarðvíkingar voru þá búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjögur ár í röð en Haukarnir unnu tvíframlengdan oddaleik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

Keflvíkingar áttu möguleika á þessu í lokaúrslitunum á móti Njarðvík vorið 1999 en steinlágu þá 72-91 í leik fjögur í Njarðvík. 

Keflvíkingar tryggðu sér þá titilinn með sigri í oddaleik á heimavelli og KR-ingar hafa alltaf oddaleikinn upp á að hlaupa tapi þeir leiknum í Röstinni í Grindavík í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×