CCP-N00B Berglind Pétursdóttir skrifar 5. maí 2014 00:00 Bærinn er fullur af túristum alla daga vikunnar. Við erum öll orðin vön þeim. Ég er meira að segja hætt að ranghvolfa augunum þegar ég sé hjón í samstæðum úlpum, það hlýtur bara að vera einhver góður tveir fyrir einn úlpudíll í Útilífi í Þýskalandi og ég áfellist engan sem nýtir sér góð tilboð. Nýliðin helgi var þó eilítið frábrugðin hinni venjulegu upplifun minni af ferðamönnum. Skyndilega hrönnuðust upp 1.300 erlendir stuttermaskyrtuklæddir EVE-spilarar, allir hingað komnir til þess að sækja EVE FanFest á vegum tölvuleikjarisans CCP. Í raun eru þetta nettustu túristar sem hægt er að fá í heimsókn. Þeir klæðast ekki ljótum vindjökkum heldur stuttermabolum með fyndnum myndum og normcore-gallabuxum. Þeir eru ekki nískir, panta allir aukabeikon á borgarann sinn, drekka óhóflegt magn af bjór, þetta er jú árshátíðin þeirra, og kaupa dúnúlpur í tonnavís, því þær eru merktar tölvuleiknum. Það er ákveðin týpa af túrista sem er áberandi í reykvísku næturlífi og það er týpan með öfugu derhúfuna sem klípur í rassinn á stelpum. Þessir gestir hins vegar voru svo sannarlega ekki komnir hingað til að eiga óhreina helgi eða sýna ókunnugu fólki vanvirðingu í ölæði sínu. Flestir virtust þeir örlítið óöruggir í eigin skinni en hér voru þeir á heimavelli því allir á skemmtistaðnum voru nákvæmlega eins og þeir. Það var gaman að upplifa stemningu í samfélagi sem er jafn fjarlægt mér og EVE. Ég spila bara Angry Birds en finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að prófa þetta. Allir voru í svo fáránlega góðu stuði. Hérna var saman komið fólk til að hitta annað fólk sem spilar allt sama tölvuleik. Er til eitthvað fallegra? Fyrir utan það að, eins og allir vita, munu nördar erfa þessa jörð svo það er um að gera að koma sér í mjúkinn hjá þeim á meðan þeir skipuleggja heimsyfirráð. Svo var ég mjög upp með mér þegar einn þeirra vatt sér upp að mér og notaði grimmustu nörda-pikköpplínu í sögu mannkyns: So, do you play EVE? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Bærinn er fullur af túristum alla daga vikunnar. Við erum öll orðin vön þeim. Ég er meira að segja hætt að ranghvolfa augunum þegar ég sé hjón í samstæðum úlpum, það hlýtur bara að vera einhver góður tveir fyrir einn úlpudíll í Útilífi í Þýskalandi og ég áfellist engan sem nýtir sér góð tilboð. Nýliðin helgi var þó eilítið frábrugðin hinni venjulegu upplifun minni af ferðamönnum. Skyndilega hrönnuðust upp 1.300 erlendir stuttermaskyrtuklæddir EVE-spilarar, allir hingað komnir til þess að sækja EVE FanFest á vegum tölvuleikjarisans CCP. Í raun eru þetta nettustu túristar sem hægt er að fá í heimsókn. Þeir klæðast ekki ljótum vindjökkum heldur stuttermabolum með fyndnum myndum og normcore-gallabuxum. Þeir eru ekki nískir, panta allir aukabeikon á borgarann sinn, drekka óhóflegt magn af bjór, þetta er jú árshátíðin þeirra, og kaupa dúnúlpur í tonnavís, því þær eru merktar tölvuleiknum. Það er ákveðin týpa af túrista sem er áberandi í reykvísku næturlífi og það er týpan með öfugu derhúfuna sem klípur í rassinn á stelpum. Þessir gestir hins vegar voru svo sannarlega ekki komnir hingað til að eiga óhreina helgi eða sýna ókunnugu fólki vanvirðingu í ölæði sínu. Flestir virtust þeir örlítið óöruggir í eigin skinni en hér voru þeir á heimavelli því allir á skemmtistaðnum voru nákvæmlega eins og þeir. Það var gaman að upplifa stemningu í samfélagi sem er jafn fjarlægt mér og EVE. Ég spila bara Angry Birds en finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að prófa þetta. Allir voru í svo fáránlega góðu stuði. Hérna var saman komið fólk til að hitta annað fólk sem spilar allt sama tölvuleik. Er til eitthvað fallegra? Fyrir utan það að, eins og allir vita, munu nördar erfa þessa jörð svo það er um að gera að koma sér í mjúkinn hjá þeim á meðan þeir skipuleggja heimsyfirráð. Svo var ég mjög upp með mér þegar einn þeirra vatt sér upp að mér og notaði grimmustu nörda-pikköpplínu í sögu mannkyns: So, do you play EVE?
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun