Innlendi aginn og sá alþjóðlegi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. maí 2014 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í síðustu viku fyrir ákaflega merkilegu frumvarpi um opinber fjármál. Tilgangur frumvarpsins er að herða agann í rekstri hins opinbera með því að setja reglur sem meðal annars banna hallarekstur og takmarka skuldasöfnun ríkissjóðs. Ríkissjóð á að reka með afgangi á hverju fimm ára tímabili og hallinn má ekki verða meiri en 2,5 prósent af landsframleiðslu á einu ári. Þá mega heildarskuldir ríkisins ekki verða meiri en 45 prósent af landsframleiðslu. Þessar reglur eru öflug vörn gegn þeirri tilhneigingu stjórnmálamanna að kaupa sér vinsældir og lofa bættum lífskjörum upp í ermina á sér – ef þeim er samvizkusamlega framfylgt. Ekki verður annars vart en að ágæt samstaða sé á Alþingi um að setja reglur af þessu tagi. Það er jákvætt, en líka merkilegt af því að margir stjórnmálamenn, ekki sízt í núverandi stjórnarflokkum, hafa verið duglegir að skamma vonda Evrópusambandið fyrir að framfylgja ákaflega svipuðum reglum til að bregðast við skulda- og ríkisfjármálakreppunni í evruríkjunum. Bjarni Benediktsson hnýtti raunar sjálfur við ýmis tækifæri í ríkisfjármálasáttmála Evrópusambandsins, sem var gerður til að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun í aðildarríkjunum. Í ræðu í Valhöll í janúar í fyrra ræddi Bjarni um ríkisfjármálasáttmálann og sagði: „Það er lýsandi fyrir það hve miklu viðkomandi ESB-ríki eru tilbúin – eftir atvikum tilneydd – að fórna í þágu málsins að þau framselja hluta af fullveldi sínu til að tryggja framgang þessara áforma. Því fylgir m.a. að samþykkja þvingunaraðgerðir ESB verði markmiðum í ríkisfjármálum ekki náð.“ Við sama tækifæri sagði hann að Ísland þyrfti sjálft harðari aga í ríkisfjármálum, þar á meðal skuldabremsu eins og þá sem ESB-ríkin hefðu komið sér saman um. En Íslendingar þyrftu ekki að „selja sig undir erlent yfirvald og framselja fullveldið til að hafa stjórn á eigin málum, enda er það þversögn í sjálfu sér. Það er fráleitur málflutningur að halda því fram að við séum ófær um að stjórna efnahagsmálunum.“ Þetta er dálítið skrýtinn málflutningur, ekki sízt í ljósi þess að nú hefur Bjarni mælt fyrir svipuðum reglum og gilda í Evrópusambandinu. Hvert er nákvæmlega vandamálið við að gangast undir alþjóðlegar reglur, ef í þeim felst ekkert annað en það að framfylgja stefnu sem Íslendingar vilja sjálfir? Ef svarið er að það taki frá okkur frelsið til að víkja frá reglunum, er röksemdin um að við getum sjálf beitt okkur þeim aga sem þarf rokin út í veður og vind. Raunar segir það sig sjálft, ólíkt því sem fjármálaráðherrann heldur fram, að meiri agi og trúverðugleiki felst í alþjóðlegum reglum, sem er framfylgt af alþjóðastofnununum af því að það eru sameiginlegir hagsmunir aðildarríkjanna að þeim sé fylgt, en ef hvert ríki hefur frítt spil með að víkja frá markmiðunum tímabundið eins og var um tíma vandamál innan Evrópusambandsins. Bjarna Benediktssyni er samt ekki verr við ríkisfjármálasáttmála ESB en svo að hann er tilgreindur í greinargerð frumvarpsins sem eitt af þeim viðmiðum sem voru höfð til hliðsjónar við gerð íslenzku fjármálareglnanna. Og svo mikið er víst að verði frumvarp ráðherrans samþykkt, verða ríkisfjármálareglur ESB engin hindrun í vegi fyrir því að Ísland gangi í sambandið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti í síðustu viku fyrir ákaflega merkilegu frumvarpi um opinber fjármál. Tilgangur frumvarpsins er að herða agann í rekstri hins opinbera með því að setja reglur sem meðal annars banna hallarekstur og takmarka skuldasöfnun ríkissjóðs. Ríkissjóð á að reka með afgangi á hverju fimm ára tímabili og hallinn má ekki verða meiri en 2,5 prósent af landsframleiðslu á einu ári. Þá mega heildarskuldir ríkisins ekki verða meiri en 45 prósent af landsframleiðslu. Þessar reglur eru öflug vörn gegn þeirri tilhneigingu stjórnmálamanna að kaupa sér vinsældir og lofa bættum lífskjörum upp í ermina á sér – ef þeim er samvizkusamlega framfylgt. Ekki verður annars vart en að ágæt samstaða sé á Alþingi um að setja reglur af þessu tagi. Það er jákvætt, en líka merkilegt af því að margir stjórnmálamenn, ekki sízt í núverandi stjórnarflokkum, hafa verið duglegir að skamma vonda Evrópusambandið fyrir að framfylgja ákaflega svipuðum reglum til að bregðast við skulda- og ríkisfjármálakreppunni í evruríkjunum. Bjarni Benediktsson hnýtti raunar sjálfur við ýmis tækifæri í ríkisfjármálasáttmála Evrópusambandsins, sem var gerður til að ná tökum á hallarekstri og skuldasöfnun í aðildarríkjunum. Í ræðu í Valhöll í janúar í fyrra ræddi Bjarni um ríkisfjármálasáttmálann og sagði: „Það er lýsandi fyrir það hve miklu viðkomandi ESB-ríki eru tilbúin – eftir atvikum tilneydd – að fórna í þágu málsins að þau framselja hluta af fullveldi sínu til að tryggja framgang þessara áforma. Því fylgir m.a. að samþykkja þvingunaraðgerðir ESB verði markmiðum í ríkisfjármálum ekki náð.“ Við sama tækifæri sagði hann að Ísland þyrfti sjálft harðari aga í ríkisfjármálum, þar á meðal skuldabremsu eins og þá sem ESB-ríkin hefðu komið sér saman um. En Íslendingar þyrftu ekki að „selja sig undir erlent yfirvald og framselja fullveldið til að hafa stjórn á eigin málum, enda er það þversögn í sjálfu sér. Það er fráleitur málflutningur að halda því fram að við séum ófær um að stjórna efnahagsmálunum.“ Þetta er dálítið skrýtinn málflutningur, ekki sízt í ljósi þess að nú hefur Bjarni mælt fyrir svipuðum reglum og gilda í Evrópusambandinu. Hvert er nákvæmlega vandamálið við að gangast undir alþjóðlegar reglur, ef í þeim felst ekkert annað en það að framfylgja stefnu sem Íslendingar vilja sjálfir? Ef svarið er að það taki frá okkur frelsið til að víkja frá reglunum, er röksemdin um að við getum sjálf beitt okkur þeim aga sem þarf rokin út í veður og vind. Raunar segir það sig sjálft, ólíkt því sem fjármálaráðherrann heldur fram, að meiri agi og trúverðugleiki felst í alþjóðlegum reglum, sem er framfylgt af alþjóðastofnununum af því að það eru sameiginlegir hagsmunir aðildarríkjanna að þeim sé fylgt, en ef hvert ríki hefur frítt spil með að víkja frá markmiðunum tímabundið eins og var um tíma vandamál innan Evrópusambandsins. Bjarna Benediktssyni er samt ekki verr við ríkisfjármálasáttmála ESB en svo að hann er tilgreindur í greinargerð frumvarpsins sem eitt af þeim viðmiðum sem voru höfð til hliðsjónar við gerð íslenzku fjármálareglnanna. Og svo mikið er víst að verði frumvarp ráðherrans samþykkt, verða ríkisfjármálareglur ESB engin hindrun í vegi fyrir því að Ísland gangi í sambandið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun