„Þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. maí 2014 15:00 Brynjar Dagur vill vekja athygli á popping-dansstílnum. vísir/andri marínó Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“ Ísland Got Talent Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“
Ísland Got Talent Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira