Fjármálaráðherra þarf að staðfesta samning Landsbankans Haraldur Guðmundsson skrifar 9. maí 2014 07:00 Vísir/GVA Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær. Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Nýtt samkomulag Landsbankans og slitastjórnar gamla Landsbankans, sem gæti verið stórt skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta, þarf samþykki bæði fjármálaráðherra og Seðlabankans. Ráðherra segir ekki tímabært að fullyrða hvort samþykkið verði gefið. Landsbankinn og gamli Landsbankinn (LBI hf.) sömdu í gær um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna. Nú getur Landsbankinn greitt LBI lokagreiðslu í október 2026 í stað október 2018. Það mun auðvelda bankanum alþjóðlega lánsfjármögnun. Slitastjórnin gerði fyrirvara um undanþágur um útgreiðslur úr búinu í samræmi við lög um gjaldeyrismál. „Þetta er á margan hátt jákvætt mál fyrir Landsbankann og eiganda hans en það sem verður að horfa til í þessu sambandi eru greiðslur á erlendum gjaldeyri og þær kröfur sem gerðar eru um undanþágur frá gjaldeyrishöftum,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Það er alls ekki tímabært fyrir mig að mynda mér neina skoðun þar sem ég hef ekki verið þátttakandi í þessum viðræðum eða ráðuneytið með nokkrum hætti.“Steinþór PálssonSteinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir samkomulagið stóran áfanga. „Þetta getur verið undanfari að því að létt verði á gjaldeyrishöftum. Þetta eru stórar fjárhæðir og því þarf ekki bara samþykki Seðlabankans og ráðherra heldur þarf samkvæmt lögum að kynna málið fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,“ segir Steinþór. Bankinn getur nú hvenær sem er greitt skuldina að hluta eða fullu. „Þetta er orðin vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir bankann og þetta ætti að opna leiðir fyrir aðra til að fá betri aðgang að erlendum lánamörkuðum,“ segir Steinþór. Már Guðmundsson seðlabankabankastjóri vildi ekki tjá sig um samkomulagið í gær.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira