Lífið

Eurovision-stjörnur skemmta í kvöld

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún ætlar að skemmta fólki á skemmtistaðnum Hendrix í kvöld.
Jóhanna Guðrún ætlar að skemmta fólki á skemmtistaðnum Hendrix í kvöld. vísir/stefán
Eurovision er án nokkurs vafa einn af áhugaverðustu viðburðum ársins á Íslandi og þá sérstaklega þegar við Íslendingar komumst í úrslit. Í því tilefni fer margvíslegt skemmtanahald fram á landinu. Það sem er þó einkum forvitnilegt er að nokkrar af skærustu Eurovision-stjörnum landsins skemmta landanum víða í kvöld.

Eurovision-fari Íslendinga árið 1997 var Páll Óskar en hann ætlar að skemmta fólki í Sjallanum á Akureyri í kvöld. Palli kann svo sannarlega að skemmta fólki og má því gera ráð fyrir miklu fjöri í höfuðstað Norðurlands í kvöld.

Árið 2008 fór hljómsveitin Eurobandið fyrir hönd Íslendinga í Eurovision-keppnina, með þau Regínu Ósk og Friðrik Ómar í broddi fylkingar. Þessi stórkostlega hljómsveit ætlar að halda sitt árlega Eurovision-ball á SPOT í kvöld. Eurobandið leikur öll vinsælustu lög keppninnar frá upphafi til dagsins í dag.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur ásamt Selmu Björnsdóttur náð bestum árangri Íslendinga í Eurovision-keppninni en Jóhanna Guðrún lenti í 2. sæti árið 2009. Hún kemur fram á skemmtistaðnum Hendrix við Gullinbrú í kvöld ásamt Bödda Dalton og hljómsveit. Þar verða lög eins og Is It True? án nokkurs vafa leikin og fólk í góðu stuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×