Skera sig úr í fjöldanum Vera Einarsdóttir skrifar 10. maí 2014 13:00 Í jakkafötunum Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“ Eurovision Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum. Forsöngvari hljómsveitarinnar Heiðar Örn Kristjánsson er blái pollinn, Haraldur Freyr Gíslason rauði pollinn, Arnar Gíslason bleiki pollinn og Guðni Finnsson guli pollinn. Bakraddasöngvarinn Óttar Proppé er svo fjólublár og félagi hans Snæbjörn Ragnarsson appelsínugulur. Hópurinn fór út með sjö dress til skiptanna; íþróttagalla, kjóla, stuttbuxur og boli, morgunsloppa, lopapeysur, matrósaföt og jakkaföt. Þótt fatnaðurinn sé af ólíkum toga heldur hver polli sig við sinn lit. Pollarnir lögðu sjálfir mikið til hugmyndavinnunnar í kringum fatnaðinn en þeim innan handar var umboðsmaður þeirra Valgeir Magnússon, eða Valli sport, og leikmynda- og búningahöfundurinn Rebekka A. Ingimundardóttir, en hún hannaði búningana fyrir Eyþór Inga Gunnlaugsson í fyrra og Grétu Salóme og Jónsa árið 2012. „Aðkoma mín hefur oft verið meiri en nú. Í fyrra og hitteðfyrra hannaði ég alla búninga og árið 2012 leikstýrði ég atriði Grétu Salome. Pollapönkararnir eru einstakir og höfðu sínar hugmyndir en ég var þeim innan handar með að útfæra þær. Fleiri lögðu svo hönd á plóg; íþróttagallarnir eru eins og flestir vita frá Henson og kjólana gaf verslunin Curvy. Þá styrkti Oroblu strákana um sokkabuxur í réttum litum. Peysurnar eru frá Varma en stílistinn Alda Guðjónsdóttir á heiðurinn að jakkafötunum,“ segir Rebekka. Sjálf hannaði hún matrósafötin og samfestinga bakraddanna. „Klæðskera- og sníðameistarinn Elma Bjarney Guðmundsdóttir saumaði búningana ásamt Maggý Dögg Emilsdóttur en auk þess litaði ég sloppa, sokka og annað sem ekki var til í réttum litum,“ útskýrir Rebekka. Rebekka segir að með tilkomu samfélagsmiðla skipti ímynd hópsins, frá því að hann mætir á svæðið og þar til hann stígur á svið, sífellt meira máli og þarf að þaulhugsa ásýnd og framkomu hópsins frá degi til dags. En skyldu strákarnir vera með eitthvað búningatromp í hendi í kvöld? „Við gefum ekkert upp um það,“ segir Vallli. Hann hvetur fólk þó til að hafa augun opin. „Við höldum okkur að minnsta kosti við litina.“
Eurovision Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira