Guðrún er stolt af skeggi sínu 14. maí 2014 09:00 Guðrún Mobus Bernharðs litaði skeggið og málaði til heiðurs Conchitu Wurst, sigurvegara Eurovision. mynd/einkasafn „Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún. Eurovision Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Sjá meira
„Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún.
Eurovision Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Sjá meira