Innlent

Þingmenn biðja um leiðarvísi fyrir öryrkja

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. pira.jpg
Þingmenn allra flokka hafa lagt fram á Alþingi beiðni til Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um að skila skýrslu þar sem fram kemur tæmandi listi yfir leiðir öryrkja til þess að sækja réttindi sín hjá opinberri stjórnsýslu og skyldur þeirra samfara því.

Jón Þór Ólafsson úr Pírötum er fyrsti flutningismaður að málinu. Í beiðninni segir að almennir borgarar séu oft óvissir um hvernig þeir geti leitað réttar síns hjá hinu opinbera, og að samkvæmt skýrslu umboðsmanns Alþingis árið 2012 á stjórnsýslan það til að koma í veg fyrir að borgararnir fái skorið úr um réttindi sín.

Meðal þess sem koma þar fram í skýrslunni er hver veitir öryrkjum aðstoð við að sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar og hver úrskurðar um réttindi og skyldur öryrkja sem sækja rétt sinn innan stjórnsýslunnar. Einnig skal skýrslan fjalla um hvenær heimilt er að kæra úrskurði til æðra stjórnvalds.

Meðal meðflutningsmanna Jóns Þórs eru Katrín Júlíusdóttir, Birgitta Jónsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Brynhildur Pétursdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Össur Skarphéðinsson undir beiðnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×