Töffaraleg piparsveinaíbúð í miðbænum Marín Manda skrifar 16. maí 2014 13:00 Steinarr Lár, eigandi Kukucampers. „Ég er með eina reglu fyrir heimilið, ekkert hér inni má hafa verið keypt nýtt beint úr verslun. Kannski úr Góða hirðinum en flestir munirnir hér inni tengjast minningum og sögu,“ segir Steinarr Lár eigandi Kukucampers. Hann er smekkmaður og býr í einstakri íbúð í miðbænum sem hann hefur innréttað með sérstökum munum.Grjótið í gólfinu týndi ég í Dritvík á Snæfellsnesi. Drumburinn kom úr garði foreldra minna en ég lakkaði toppinn á honum hvítan. Mér þykir gaman að færa náttúruna inn til mín og er með eitthvert blæti fyrir skinnum og feldum. Þarna má sjá villisvínsfeld, selskinn, rauðrefsfeld og einhverja fugla sem áttu frekar einhliða samskipti við haglabyssuna mína.Brettin.Ég elska bretti og líður aldrei betur en þegar ég renni mér. Ég safna hjólabrettum sem marka nýja stefnu í hjólabrettasögunni. Þarna má líka sjá brimbretti sem hlutaðist í sundur á stórum degi í Þorlákshöfn. Tónlistarsafnið.Mér finnst ég ekki eiga tónlist nema ég eigi hana á vínyl.Græni sófinn.Poulder-sófinn er jafn fallegur og hann er óþægilegur. Ég get ekki gert gestum að sitja í þessu. Fyrsta hreindýrið sem ég felldi. Uppstoppað af Reimari hjá Lifandi uppstoppun. Brimbrettið var áður í eigu vinkonu minnar, Sofiu Mulanovich. Hún var heimsmeistari kvenna á brimbretti fyrir nokkrum árum og notaði þetta bretti til keppni. Haglabyssan á veggnum stendur fyrir veiðiarfleifð íslenska bóndans því hér voru engir séntilmenn til sveita. Það er búið að lakka þessa með vinnuvélalakki og búið að skjóta svo mikið úr henni að hólkurinn er pappírsþunnur. Myndin er af hreindýrum á Lónsöræfum. Blindur er bóklaus maður og því er hollt fyrir bifvélavirkjason úr Kópavoginum að göfga manninn. Ég drekk ekki mikið áfengi, því safnast þetta saman hjá mér. Ég starfaði lengi í áfengisgeiranum og safna áfengum viðhafnarútgáfum. Ég þyki góður kokkteilhristari en það er aðallega vegna þess að ég nota aðeins rándýrt hráefni. Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég er með eina reglu fyrir heimilið, ekkert hér inni má hafa verið keypt nýtt beint úr verslun. Kannski úr Góða hirðinum en flestir munirnir hér inni tengjast minningum og sögu,“ segir Steinarr Lár eigandi Kukucampers. Hann er smekkmaður og býr í einstakri íbúð í miðbænum sem hann hefur innréttað með sérstökum munum.Grjótið í gólfinu týndi ég í Dritvík á Snæfellsnesi. Drumburinn kom úr garði foreldra minna en ég lakkaði toppinn á honum hvítan. Mér þykir gaman að færa náttúruna inn til mín og er með eitthvert blæti fyrir skinnum og feldum. Þarna má sjá villisvínsfeld, selskinn, rauðrefsfeld og einhverja fugla sem áttu frekar einhliða samskipti við haglabyssuna mína.Brettin.Ég elska bretti og líður aldrei betur en þegar ég renni mér. Ég safna hjólabrettum sem marka nýja stefnu í hjólabrettasögunni. Þarna má líka sjá brimbretti sem hlutaðist í sundur á stórum degi í Þorlákshöfn. Tónlistarsafnið.Mér finnst ég ekki eiga tónlist nema ég eigi hana á vínyl.Græni sófinn.Poulder-sófinn er jafn fallegur og hann er óþægilegur. Ég get ekki gert gestum að sitja í þessu. Fyrsta hreindýrið sem ég felldi. Uppstoppað af Reimari hjá Lifandi uppstoppun. Brimbrettið var áður í eigu vinkonu minnar, Sofiu Mulanovich. Hún var heimsmeistari kvenna á brimbretti fyrir nokkrum árum og notaði þetta bretti til keppni. Haglabyssan á veggnum stendur fyrir veiðiarfleifð íslenska bóndans því hér voru engir séntilmenn til sveita. Það er búið að lakka þessa með vinnuvélalakki og búið að skjóta svo mikið úr henni að hólkurinn er pappírsþunnur. Myndin er af hreindýrum á Lónsöræfum. Blindur er bóklaus maður og því er hollt fyrir bifvélavirkjason úr Kópavoginum að göfga manninn. Ég drekk ekki mikið áfengi, því safnast þetta saman hjá mér. Ég starfaði lengi í áfengisgeiranum og safna áfengum viðhafnarútgáfum. Ég þyki góður kokkteilhristari en það er aðallega vegna þess að ég nota aðeins rándýrt hráefni.
Hús og heimili Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira