Lífið

Stórstjarna í íslenskum söngleik

Cady Huffman hefur komið víða við á sínum flotta ferli.
Cady Huffman hefur komið víða við á sínum flotta ferli. Vísir/Getty
Stórleikkonan Cady Huffman leikur eitt aðalhlutverkið í íslenska söngleiknum Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem frumsýnt verður í New York síðar í ágúst.

Huffman hlaut Tony-verðlaunin árið 2001 fyrir hlutverk sitt sem Ulla í þáttunum, The Producers. Þá hefur hún einnig unnið fleiri verðlaun og hlotið fjölda tilnefninga fyrir verk sín.

„Þetta eru frábærar fréttir, það er rosalega mikill heiður og viðurkenning að fá hana á verkið,“ segir Karl Pétur Jónsson, framleiðandi verksins. „Henni fannst hlutverkið heillandi og fílaði músíkina.“

Um 500 manns komu í prufur fyrir verkið. „Okkur leið eins og litlum skólastrákum þegar við sáum hana mæta í prufuna. Hún söng eins og engill.“

Söngleikurinn er eftir Ívar Pál Jónsson, Bergur Þór Ingólfsson um leikstjórn og Stefán Örn Gunnlaugsson sér um tónlistarstjórn og pródúserar jafnframt alla tónlist.

Sýningin fer fram Off-Broadway eða í um 350 manna sal.


Tengdar fréttir

Mikil aðsókn í leiklistarprufurnar

Um fimm hundruð manns mættu í prufur fyrir íslenska indie/rokk-leikhúsverkið Revolution Inside the Elbow of Ragnar Agnarsson the Furniture Painter í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×