Fjöldi umsókna ræður endanlegri niðurstöðu Óli Kristján Ármannsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í marslok þar sem kynntar voru áherslur í fyrirhugaðri niðurfærslu verðtryggðra húsnæðisskulda fólks. Fréttablaðið/Valli Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Gangi öll tæknivinnsla upp ætti að liggja fyrir í septembermánuði hvað hver fær í sinn hlut í niðurfærslu ríkisstjórnarinnar á verðtryggðum húsnæðisskuldum. Þetta segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunar ríkisstjórnarinnar. „Núna í sumar eru útreikningar í gangi og verið að smíða forrit og annað slíkt hjá Ríkisskattstjóra,“ segir Tryggvi Þór. Endanlegan útreikning sé svo hægt að framkvæma þegar allar upplýsingar liggi fyrir 1. september næstkomandi. „Ef allt gengur vel og með fyrirvara um tæknilega úrvinnslu þá ljúkum við þessu í september. Rammi pólitíkur og laga í tengslum við þetta er fullmótaður og ákveðinn.“ Tryggvi segir ekki úr vegi að reikna með því að gildar umsóknir verði á endanum milli 50 og 60 þúsund talsins. „Rétt eiga um 69 þúsund manns, en viðbúið er að umsóknirnar verði fleiri því sumir sem ekki eiga rétt sækja um og aðrir sem eru forvitnir um hvernig þetta virkar.“Tryggvi segir ágætt að gagnrýnendur finni ferlinu ekki annað til foráttu en að á vefinn skorti reiknivél sem áætli niðurstöðu niðurfellingar húsnæðisskulda hvers og eins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í nóvember í fyrra að hver og einn ætti með verulegri vissu að geta reiknað út áhrif fyrir sig. Nokkrum dögum síðar áréttaði þó Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, í viðtali við Viðskiptablaðið, að ekkert lægi fyrir um gerð slíkrar reiknivélar eða hvort hún liti yfirhöfuð dagsins ljós. Tryggvi segir liggja fyrir að 80 milljarða króna hámark hafi verið sett á kostnað við aðgerðina og því sé ekki vitað hver réttindin verði á endanum. Á vefnum séu hins vegar óopinberar reiknivélar þar sem fólk geti glöggvað sig á stöðunni. Endanlegur fjöldi umsækjenda geti hins vegar haft áhrif á niðurstöðu hvers og eins. „Þessi viðmiðunarvísitala verður ekki þekkt fyrr en við vitum nákvæmlega hvað margir sækja um og hvað hver hefur þegar fengið í niðurfellingar.“Umsóknir komnar á þriðja tug þúsundaRétt fyrir ellefu í gærmorgun höfðu 17 þúsund sótt um höfuðstólslækkun á vef Ríkisskattstjóra, www.leidretting.is. Laust fyrir tvö var talan komin í 19.700 og ljóst að umsóknir færu yfir 20 þúsundin í lok dags, um sólarhring eftir að umsóknarsíðan var opnuð.Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra hafði vefurinn um miðjan dag verið skoðaður 231 þúsund sinnum af 35.500 gestum í 76 löndum. Flestar umsóknir hafi samt verið frá einstaklingum búsettum á Íslandi eða 93 prósent. 1,6 prósent umsókna hafi svo komið frá Noregi, 0,8 frá Danmörku og 0,8 frá Bandaríkjunum.Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri skuldaniðurfellingaráætlunarinnar, segir umferðina meiri en reiknað hafi verið með. Vefurinn hafi hins vegar staðist framar öllum vonum.Fjórtán manns svari svo í símann í þjónustuveri Ríkisskattstjóra og nái að sinna beiðnum um aðstoð þar. Þá sé tekið á móti fólki á skrifstofunni.„Eldra fólk hefur helst komið og fengið aðstoð við að sækja um. Ég held við getum því sagt að framkvæmdin hafi tekist frábærlega. Við erum mjög ánægð með hana,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira