Hægri stjórn með pólitískan kjark Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. maí 2014 07:00 Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi á nú í harðri deilu við hagsmunaöfl í norskum landbúnaði um ríkisstyrki til atvinnugreinarinnar. Bændur eru svo óhressir með afstöðu nýju stjórnarinnar að þeir hafa efnt til mótmæla víða um land, meðal annars ekið um miðborg Óslóar á dráttarvélunum sínum og hindrað flutning eggja til verzlana. Samt leggur ríkisstjórnin ekki til neina umbyltingu eða stórfelldan niðurskurð á landbúnaðarstyrkjunum, sem hafa verið ríflegir í Noregi rétt eins og hér á Íslandi. Bændasamtökin vildu nýjan samning um hækkun styrkjanna upp á 1.500 milljónir norskra króna, eða 28 milljarða íslenzkra króna, en stjórnin býður aðeins tíunda hluta þeirrar upphæðar. Samt er norski ríkissjóðurinn einn sá bezt setti í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ríkisstjórnin vill líka breyta því hvernig landbúnaðarstyrkjum verður úthlutað og beina þeim í vaxandi mæli til stærri og hagkvæmari búa. Þannig á að þrefalda þakið á mjólkurkvóta sem kúabændur geta fengið styrk út á. Þetta er í takti við efnahagsstefnu norsku stjórnarinnar að öðru leyti, sem miðar að því að auka skilvirkni, framleiðni og hagkvæmni í norsku atvinnulífi og styrkja þannig samkeppnisstöðu landsins. Stefnan gengur hins vegar gegn þeirri sveitarómantík að grunneiningin í norskum landbúnaði sé fjölskyldubúið. Meðalmjólkurbúið í Noregi er ekki með nema 24 kýr, en hér á landi er meðalbúið til dæmis með 38 árskýr. Í máli andstæðinga breytinganna kveður við ýmislegan kunnuglegan tón; margir gagnrýna að breytt kerfi leiði af sér verksmiðjubúskap; sumir eru tilbúnir að lýsa því yfir að heilu sveitirnar leggist í auðn af því að smærri búin verði undir í samkeppninni og samtök bænda halda fram að breytingarnar leiði af sér meiri innflutning búvöru og þar með minna fæðuöryggi. Norska stjórnin situr engu að síður fast við sinn keip. Bændasamtökin hafa nú slitið viðræðum um nýjan búvörusamning og stefnir í að stjórnin leggi fyrir Stórþingið tillögu, sem byggist á tilboði stjórnarinnar. Bændur hóta hins vegar áframhaldandi aðgerðum til að þrýsta á að Stórþingið felli tillögu stjórnarinnar, en hún er minnihlutastjórn sem mun þurfa stuðning Venstre og Kristilega þjóðarflokksins til að koma málinu í gegnum þingið. Breytingarnar sem norska stjórnin leggur til á landbúnaðarkerfinu þar í landi eru ekki endilega þær sem íslenzka landbúnaðarkerfið þarf mest á að halda. Þær munu heldur ekki breyta því að Noregur mun áfram búa við dýrt og óskilvirkt kerfi, rétt eins og Ísland. Miklu meira þarf að koma til. Þær sýna hins vegar að þar í landi hafa stjórnvöld pólitískan kjark til að takast á við vel skipulagða sérhagsmuni og halda ekki bara áfram að borga sömu styrkina og venjulega. Hér á landi hefur engin tilraun verið gerð til þess, þrátt fyrir erfiða tíma í ríkisfjármálum, að gera neinar grundvallarbreytingar á dýru og óhagkvæmu landbúnaðarkerfi. Það er til marks um pólitískt kjarkleysi, sem því miður sér ekki fyrir endann á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi á nú í harðri deilu við hagsmunaöfl í norskum landbúnaði um ríkisstyrki til atvinnugreinarinnar. Bændur eru svo óhressir með afstöðu nýju stjórnarinnar að þeir hafa efnt til mótmæla víða um land, meðal annars ekið um miðborg Óslóar á dráttarvélunum sínum og hindrað flutning eggja til verzlana. Samt leggur ríkisstjórnin ekki til neina umbyltingu eða stórfelldan niðurskurð á landbúnaðarstyrkjunum, sem hafa verið ríflegir í Noregi rétt eins og hér á Íslandi. Bændasamtökin vildu nýjan samning um hækkun styrkjanna upp á 1.500 milljónir norskra króna, eða 28 milljarða íslenzkra króna, en stjórnin býður aðeins tíunda hluta þeirrar upphæðar. Samt er norski ríkissjóðurinn einn sá bezt setti í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Ríkisstjórnin vill líka breyta því hvernig landbúnaðarstyrkjum verður úthlutað og beina þeim í vaxandi mæli til stærri og hagkvæmari búa. Þannig á að þrefalda þakið á mjólkurkvóta sem kúabændur geta fengið styrk út á. Þetta er í takti við efnahagsstefnu norsku stjórnarinnar að öðru leyti, sem miðar að því að auka skilvirkni, framleiðni og hagkvæmni í norsku atvinnulífi og styrkja þannig samkeppnisstöðu landsins. Stefnan gengur hins vegar gegn þeirri sveitarómantík að grunneiningin í norskum landbúnaði sé fjölskyldubúið. Meðalmjólkurbúið í Noregi er ekki með nema 24 kýr, en hér á landi er meðalbúið til dæmis með 38 árskýr. Í máli andstæðinga breytinganna kveður við ýmislegan kunnuglegan tón; margir gagnrýna að breytt kerfi leiði af sér verksmiðjubúskap; sumir eru tilbúnir að lýsa því yfir að heilu sveitirnar leggist í auðn af því að smærri búin verði undir í samkeppninni og samtök bænda halda fram að breytingarnar leiði af sér meiri innflutning búvöru og þar með minna fæðuöryggi. Norska stjórnin situr engu að síður fast við sinn keip. Bændasamtökin hafa nú slitið viðræðum um nýjan búvörusamning og stefnir í að stjórnin leggi fyrir Stórþingið tillögu, sem byggist á tilboði stjórnarinnar. Bændur hóta hins vegar áframhaldandi aðgerðum til að þrýsta á að Stórþingið felli tillögu stjórnarinnar, en hún er minnihlutastjórn sem mun þurfa stuðning Venstre og Kristilega þjóðarflokksins til að koma málinu í gegnum þingið. Breytingarnar sem norska stjórnin leggur til á landbúnaðarkerfinu þar í landi eru ekki endilega þær sem íslenzka landbúnaðarkerfið þarf mest á að halda. Þær munu heldur ekki breyta því að Noregur mun áfram búa við dýrt og óskilvirkt kerfi, rétt eins og Ísland. Miklu meira þarf að koma til. Þær sýna hins vegar að þar í landi hafa stjórnvöld pólitískan kjark til að takast á við vel skipulagða sérhagsmuni og halda ekki bara áfram að borga sömu styrkina og venjulega. Hér á landi hefur engin tilraun verið gerð til þess, þrátt fyrir erfiða tíma í ríkisfjármálum, að gera neinar grundvallarbreytingar á dýru og óhagkvæmu landbúnaðarkerfi. Það er til marks um pólitískt kjarkleysi, sem því miður sér ekki fyrir endann á.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun