Ágæt einkavæðing Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. maí 2014 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. Ekki stóð á viðbrögðunum. Einn af samráðherrum Bjarna, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, lýsti því yfir í gærmorgun að ekki kæmi til greina að einkavæða þannig hluta af Landsvirkjun. Fleiri framsóknarmenn hafa tekið undir með henni. Og auðvitað eru bloggarar farnir að saka Bjarna um að ætla að einkavæða orkulindirnar og þar fram eftir götunum. Það eru hins vegar ýmsar ástæður fyrir því að þetta er ágæt hugmynd hjá fjármálaráðherranum, sem hann ætti að reyna að afla fylgis hjá samstarfsflokknum og víðar. Í fyrsta lagi vantar lífeyrissjóðina sárlega vænlega fjárfestingarkosti, en möguleikar þeirra eru verulega takmarkaðir vegna gjaldeyrishaftanna. Sú staðreynd að ríkisstjórninni gengur hægt að koma með trúverðugt plan um afléttingu haftanna eykur þrýstinginn á að hún geri sitt til að fjölga kostum sjóðanna. Áður en menn æpa sig hása um einkavæðingu í þágu vondra fjármagnseigenda mættu þeir hafa í huga að það er mikið hagsmunamál launþega í landinu, eigenda lífeyrissjóðanna, að þeir hafi aðgang að arðbærum fjárfestingarkostum til langs tíma. Í öðru lagi var búið þannig um hnútana í breyttum orkulögum sem tóku gildi árið 2008, að orkulindirnar verða ekki einkavæddar. Sérstök fyrirtæki voru stofnuð utan um flutning og dreifingu raforku og kveðið á um að þau skuli ævinlega vera í meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga. Sá hluti orkumarkaðarins sem veitir almenningi þjónustu verður því ekki einkavæddur. Með lögunum var sömuleiðis girt fyrir að vatns- og jarðhitaréttindi í eigu opinberra aðila yrðu framseld beint eða óbeint með varanlegum hætti. Hins vegar er heimilt að leigja slík réttindi tímabundið og þá kemur auðlindagjald fyrir, þannig að almenningur fær tekjur af þessum eignum sínum, jafnvel þótt einkaaðili reki viðkomandi virkjun. Oft er eins og þessi lagarammi hafi farið fram hjá þeim sem ekki mega heyra minnzt á neinar breytingar á eignarhaldi fyrirtækja í orkuvinnslu. Hins vegar þarf auðvitað að útfæra fyrirkomulag og upphæð auðlindagjaldsins áður en lengra er haldið. Í þriðja lagi má telja líklegt að sú skynsamlega stefna, sem mörkuð hefur verið undanfarin ár í stjórn Landsvirkjunar, að hafa langtímaarðsemi í fyrirrúmi, yrði betur tryggð með því að lífeyrissjóðirnir yrðu meðeigendur ríkisins í fyrirtækinu. Ríkið er nefnilega óþolinmóður eigandi, eins og kom í ljós á ársfundi Landsvirkjunar í fyrra, þegar iðnaðarráðherrann kvartaði undan því að ekki gengi nógu hratt að gera raforkusamninga við nýja stóriðju. Ef pólitíkusar ráða of miklu í Landsvirkjun er hætt við að þeir falli í þá freistni að bæði knýja fram virkjanaframkvæmdir, sem ekki eru nægilega arðbærar, og þrýsta á um orkusölusamninga á of lágu verði til að þjóna þeim skammtímahagsmunum sínum að geta bent á að svo og svo mörg störf hafi orðið til í nýrri stóriðju. Lífeyrissjóðirnir eru líklegir til að hafa fremur augun á arðseminni til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. „Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. Ekki stóð á viðbrögðunum. Einn af samráðherrum Bjarna, Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra, lýsti því yfir í gærmorgun að ekki kæmi til greina að einkavæða þannig hluta af Landsvirkjun. Fleiri framsóknarmenn hafa tekið undir með henni. Og auðvitað eru bloggarar farnir að saka Bjarna um að ætla að einkavæða orkulindirnar og þar fram eftir götunum. Það eru hins vegar ýmsar ástæður fyrir því að þetta er ágæt hugmynd hjá fjármálaráðherranum, sem hann ætti að reyna að afla fylgis hjá samstarfsflokknum og víðar. Í fyrsta lagi vantar lífeyrissjóðina sárlega vænlega fjárfestingarkosti, en möguleikar þeirra eru verulega takmarkaðir vegna gjaldeyrishaftanna. Sú staðreynd að ríkisstjórninni gengur hægt að koma með trúverðugt plan um afléttingu haftanna eykur þrýstinginn á að hún geri sitt til að fjölga kostum sjóðanna. Áður en menn æpa sig hása um einkavæðingu í þágu vondra fjármagnseigenda mættu þeir hafa í huga að það er mikið hagsmunamál launþega í landinu, eigenda lífeyrissjóðanna, að þeir hafi aðgang að arðbærum fjárfestingarkostum til langs tíma. Í öðru lagi var búið þannig um hnútana í breyttum orkulögum sem tóku gildi árið 2008, að orkulindirnar verða ekki einkavæddar. Sérstök fyrirtæki voru stofnuð utan um flutning og dreifingu raforku og kveðið á um að þau skuli ævinlega vera í meirihlutaeigu ríkis og sveitarfélaga. Sá hluti orkumarkaðarins sem veitir almenningi þjónustu verður því ekki einkavæddur. Með lögunum var sömuleiðis girt fyrir að vatns- og jarðhitaréttindi í eigu opinberra aðila yrðu framseld beint eða óbeint með varanlegum hætti. Hins vegar er heimilt að leigja slík réttindi tímabundið og þá kemur auðlindagjald fyrir, þannig að almenningur fær tekjur af þessum eignum sínum, jafnvel þótt einkaaðili reki viðkomandi virkjun. Oft er eins og þessi lagarammi hafi farið fram hjá þeim sem ekki mega heyra minnzt á neinar breytingar á eignarhaldi fyrirtækja í orkuvinnslu. Hins vegar þarf auðvitað að útfæra fyrirkomulag og upphæð auðlindagjaldsins áður en lengra er haldið. Í þriðja lagi má telja líklegt að sú skynsamlega stefna, sem mörkuð hefur verið undanfarin ár í stjórn Landsvirkjunar, að hafa langtímaarðsemi í fyrirrúmi, yrði betur tryggð með því að lífeyrissjóðirnir yrðu meðeigendur ríkisins í fyrirtækinu. Ríkið er nefnilega óþolinmóður eigandi, eins og kom í ljós á ársfundi Landsvirkjunar í fyrra, þegar iðnaðarráðherrann kvartaði undan því að ekki gengi nógu hratt að gera raforkusamninga við nýja stóriðju. Ef pólitíkusar ráða of miklu í Landsvirkjun er hætt við að þeir falli í þá freistni að bæði knýja fram virkjanaframkvæmdir, sem ekki eru nægilega arðbærar, og þrýsta á um orkusölusamninga á of lágu verði til að þjóna þeim skammtímahagsmunum sínum að geta bent á að svo og svo mörg störf hafi orðið til í nýrri stóriðju. Lífeyrissjóðirnir eru líklegir til að hafa fremur augun á arðseminni til langs tíma.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun