Hross í oss í sýningar í Ameríku Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Friðrik Þór segir Music Box eingöngu hafa myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein