Hlýtur að vera eitthvað lið heima sem hefur not fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. maí 2014 08:00 Landsliðsmaðurinn Þórir Ólafsson er samningslaus. Vísir/Daníel „Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
„Það var algjörlega frábært að enda þetta svona. Ég gat ekki beðið um það mikið betra,“ segir Þórir Ólafsson en hann varð pólskur meistari um síðustu helgi og yfirgefur því félagið á besta mögulega hátt. Þetta var þriðja árið í röð sem félag Þóris, Kielce, verður pólskur meistari. Framtíðin er aftur á móti í óvissu hjá hornamanninum snjalla. Hann er samningslaus og ef ekkert breytist þá er hann á leið heim. „Það eru einhverjar smá þreifingar í gangi en ekkert sem hægt er að treysta á núna. Næstu fjórir dagar munu örugglega skera úr um það hvort ég fer eitthvert annað eða kem heim,“ segir Þórir. Þórir á hús á Selfossi en ef hann ákveður að spila í Reykjavík þá ætlar hann að leigja húsið áfram. „Þetta er leiðinleg óvissa sem ég er í en svona er þetta. Það er ekki alltaf á vísan að róa. Það er ekkert að því að koma heim og spila þar. Ég lít alls ekki neikvætt á það,“ segir hornamaðurinn sem er að klára sitt níunda ár í atvinnumennskunni. „Strákarnir mínir eru spenntir að fara heim. Eldri strákurinn minn er að verða níu ára og vildi gjarna flytja heim. Helst vildi hann þó vera áfram hér enda líður honum vel hér og á góða vini,“ segir Þórir. Fram undan eru landsliðsverkefni hjá Þóri en koma þarf landsliðinu á HM. Eftir það stefnir Þórir á að fara í samningaviðræður við félög hér heima ef ekkert annað kemur upp. „Allt tekur enda og það hlýtur að vera eitthvert lið heima sem hefur not fyrir mig,“ segir Þórir hógvær en þó svo hann sé að verða 35 ára er hann enn að spila frábærlega og á nóg inni. Þórir verður með íslenska landsliðinu sem mætir Bosníu í tveimur leikjum í umspili um sæti á HM í Katar sem fram fer í janúar á næsta ári. Fyrri leikurinn fer fram í Sarajevó laugardaginn 7. júní og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira