Lífið

Rifust um síðasta lagið á plötunni

Í hljómsveitinni eru Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson.
Í hljómsveitinni eru Áslaug Rún Magnúsdóttir, Jófríður Ákadóttir og Þórður Kári Steinþórsson. Mynd/Magnús Andersen
Samaris heldur útgáfupartí á Kaffibarnum í kvöld í tilefni af nýrri plötu sinni, Silkidrangar, en útgáfan dróst á langinn.

„Þetta var erfitt ferli þó að við hefðum verið búin að semja mikið af efninu áður. Við ætluðum að gefa plötuna út fyrir einhverju síðan og halda svo útgáfutónleika en það varð ekkert úr því. Þannig að í staðinn ætlum við að halda risapartí á Kaffibarnum í kvöld og fagna útgáfunni, þó seint sé,“ segir Áslaug Rún Magnúsdóttir, einn þriggja meðlima Samaris.

Auk Samaris koma DJ Yamaho og IntroBeatz til með að troða upp.

„Hluti plötunnar eru gömul lög sem aldrei komu út og við þróuðum dálítið áfram,“ segir Áslaug.

Næst á dagskrá hjá Samaris er tónleikaferðalag til Ítalíu.

„Við spilum í Ravenna, Róm og Mílanó, þar sem við höfum spilað áður og það var rosalega skemmtilegt. Mér sýnist Evrópubúar vera að kaupa þetta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×