GusGus hitar upp fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 08:30 Hljómsveitin GusGus hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans á Íslandi í sumar. Liðsmenn GusGus eru fullir tilhlökkunar. mynd/ari magg „Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira