GusGus hitar upp fyrir Timberlake Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2014 08:30 Hljómsveitin GusGus hitar upp fyrir Justin Timberlake á tónleikum hans á Íslandi í sumar. Liðsmenn GusGus eru fullir tilhlökkunar. mynd/ari magg „Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag. Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mikill aðdáandi Justins Timberlake og hef alltaf verið dálítið svag fyrir stöffinu hans og finnst hittararnir hans sérlega æðislegir,“ segir tónlistarmaðurinn Biggi veira og meðlimur hljómsveitarinnar GusGus en sveitin sér um upphitun fyrir tónleika Justins Timberlake sem fram fara í Kórnum 24. ágúst. „Þetta er líka ágætis leið til þess að fá að fara frítt á tónleikana,“ bætir Biggi við léttur í lundu. „GusGus var alltaf ofarlega á blaði hjá okkur og var eitt af þeim böndum sem við lögðum til. Þetta er frábær sveit og sérstaklega góð tónleikasveit, við erum mjög sátt við að fá hana á þessa frábæru tónleika,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. GusGus er þó ekki eina upphitunaratriðið á tónleikunum því Dj Freestyle Steve kemur einnig fram á undan Timberlake. „Dj Freestyle Steve hefur verið upphitunaratriði hjá Justin á öllum túrnum. Ég fór á tónleikana á Parken fyrir skömmu og hann náði upp alveg þvílíkri stemningu áður en Justin steig á svið,“ bætir Ísleifur við. Innlendar hljómsveitir hafa afar sjaldan fengið að hita upp fyrir Justin Timberlake. „Það er afar sjaldan sem lókal artistar fá að hita upp fyrir Justin, næstum því aldrei,“ bætir Ísleifur við.Tónleikar Justins Timberlake koma til með að verða með þeim flottustu sem haldnir hafa verið á Íslandi.nordicphotos/gettyGusGus er í fantaformi þessa dagana og sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní. „Platan er framhald af því sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. Þarna eru þó léttari beat en á síðustu plötu. Högni sýnir líka á sér nýjar léttar og sprækar hliðar, mér finnst platan mjög skemmtileg,“ útskýrir Biggi. Gert er ráð fyrir að GusGus leiki sín þekktustu lög á tónleikunum, í bland við efni af væntanlegri plötu. „Húsið verður opnað klukkan 18.00 og GusGus stígur á svið klukkan 19.30. Þar á eftir kemur Dj Freestyle Steve og svo í kjölfarið mætir Justin á sviðið þannig að þetta er sannkölluð tónleikaveisla,“ segir Ísleifur. Hann gerir ráð fyrir að Justin verði á sviðinu í um eina og hálfa til tvær klukkustundir.Sigurvegari á Billboard-verðlaunahátíðinni Alls fór Justin Timberlake heim með sjö verðlaunagripi af Billboard-verðlaunahátíðinni á dögunum. Meðal annars fyrir flokkana Besti tónlistarmaðurinn, Besti Billboard-tónlistarmaðurinn, Besti karlkyns tónlistarmaðurinn, Besti R&B-tónlistarmaðurinn og Besta R&B-platan. Margverðlaunaður Fyrir hefur hann til að mynda hlotið níu Grammy-verðlaun og fern Emmy-verðlaun. Justin úti um allt Tónleikarnir hans á Íslandi verða þeir síðustu í bili. Hann og hans lið fær þá frí þangað til tónleikaferðalagið hefst að nýju í Melbourne í Ástralíu þann 18. september. The 20/20 Experience Tónleikaferðalagið sem kallast The 20/20 Experience hófst þann 6. nóvember 2013 og stendur til 20. desember 2014 en á því tímabili hefur Justin Timberlake og hljómsveit hans komið fram á 130 tónleikum.Ný plata Hljómsveitin GusGus sendir frá sér nýja plötu þann 11. júní næstkomandi og ber hún nafnið Mexico. Þetta er áttunda plata sveitarinnar en síðast kom út platan Arabian Horse árið 2011. Nóg framundan GusGus heldur af stað í tónleikaferðalag í haust en heldur þó útgáfutónleika hér á landi í sumar. GusGus í dag Biggi veira, Stebbi, Daníel Ágúst Haraldsson og Högni Egilsson skipa sveitina í dag.
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“